Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Qupperneq 128
tekur hún við stjórn aftur og athugar næstu skipun og svo
koll af kolli. Hægt er að hafa sérstaka prófunarskipun, sem
þýðir, að athuga eigi, hvort tala í einhverju tilteknu geymslu-
hólfi sé 0 eða ekki. Ef talan er 0, athugar stjórneiningin næstu
skipun, sem á eftir kemur, en annars athugar hún skipun í
hólfi, sem tilgreint er í prófunarskipuninni, og sér um, að sú
skipun verði framkvæmd. Slíka skipun, sem tákna má með
tölunni 9, getum við notað til að finna, hvenær við höfum
lokið við reikningana, með því að setja hana á eftir þeirri
skipun, sem skrifar út vikulaun hvers manns, og tiltaka, að
athuga skuli töluna í geymsluhólfi 90, sem er orðin núll við
lok útreikninganna. Segjum svo, að við höfum lesið skip-
anirnar inn í geymsluhólf 10, 11, 12 o.s.frv. og að í hólfi
10 sé skipun um að lesa inn tímakaupið í dagvinnu, eftirvinnu
og næturvinnu, sem var það sama fyrir alla mennina, en í
hólfi 11 sé skipun um að lesa inn fjölda dagvinnutíma, eftir-
vinnutíma og næturvinnutíma fyrir hvern mann. Þá gæti
prófunarskipunin verið 9 11 90, þ.e.a.s. meðan talan í hólfi
90 er ekki orðin 0, athugar stjórneiningin næst skipunina í
hólfi 11 og sér um, að hún sé framkvæmd. Þegar talan í hólfi
90 er orðin 0, athugar stjórneiningin skipun, sem kemur næst
á eftir prófunarskipuninni. Sú skipun skrifar út heildarviku-
launin. Þar á eftir gæti komið stöðvunarskipun. Utreikn-
ingunum er þá lokið.
Af þessu sést, að nútíma rafeindatölva hefur í stórum
dráttum sömu einingar og vél Babbages: geymslu, stjórn-
einingu, reiknieiningu, innlestrareiningu og útskriftareiningu.
Einnig vinnur hún á svipaðan hátt og Lady Lovelace hugsaði
sér að láta reiknivél Babbages gera, þ.e.a.s. að endurtaka
sams konar útreikninga hvað eftir annað með mismunandi
tölum (í okkar dæmi mismunandi vinnustundaíjölda mann-
anna), og einnig tekur vélin ákvörðun um, hvað gera eigi
næst, endurtaka útreikningana fyrir næsta mann eða skrifa
út heildarvikulaunin og hætta. Þessa ákvörðun tekur vélin
(126)