Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Síða 129
þó ekki af sjálfsdáðum. Við verðum að segja henni, á hvaða
grundvelli hún eigi að taka þessa ákvörðun, og þá kemur
enn fram það, sem Lady Lovelace sagði um reiknivél Bahb-
ages, að hún gæti ekki átt frumkvæðið að neinu.
Ef þetta einfalda dæmi, sem við höfum tekið, væri skrifað
upp á þann hátt, sem lýst hefur verið, mundum við fá margar
talnaraðir, þar sem hver talnaröð táknar eina skipun. Ef um
mjög flókið dæmi væri að ræða, yrðu talnaraðirnar æði
margar og erfítt að átta sig á þeim og ekki sízt að fylgjast með
því, hvaða tala væri geymd í hverju geymsluhólfi hverju sinni.
Það er því bæði vandasamt verk og tímafrekt að skipuleggja
útreikninga eða skrifa forskrift á þess konar máli, sem kallað
er vélarmál, og hættan á að gera villur er mikil. Fyrstu árin
var það því tiltölulega fámennur hópur, sem notaði tölvur,
enda þær ekki margar, en brátt varð mönnum ljós þörfín á
því að auðvelda aðgang að og afnot af tölvunum. Þessi þróun
hefur nú náð svo langt, að hægt er að læra að nota tölvur til
einfaldra verkefna á einum til tveim dögum, en áður tók það
vikur eða jafnvel mánuði. Búin hafa verið til sérstök mál, svo
sem Fortran og Algol, sem auðvelt er að læra að semja for-
skriftir á. Gerðar hafa verið sérstakar, mjög flóknar for-
skriftir á vélarmáli, sem þýða skip;tnir á Fortranmáli yfír á
vélarmál viðkomandi vélar. Vélin sjálf þýðir þannig mál,
sem er henni framandi, á sitt eigið vélarmál. Hún sér sjálf
um að geyma þær tölur, sem hún þarf að nota, og notandinn
veit í flestum tilfellum ekki, hvar hún geymir þær. Þetta
bæði auðveldar notkunina og gerir hana miklu öruggari. Ef
við notum skammstöfunina DKAUP fyrir dagvinnukaup,
DTIMI fyrir dagvinnutíma, EKAUP fyrir eftirvinnukaup
o.s.frv., má skrifa launaútreikninginn á eftirfarandi hátt á
Fortranmáli, þar sem * er notað sem margföldunarmerki:
LAUN = DKAUP * DTIMI + EKAUP * ETIMI +
NKAUP * NTIMI.
Það er allt og sumt. Þýðingarforskriftin þýðir svo þessa
(127)