Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 131
þýðingarforskriftin hefur að geyma allar þær formúlur, sem
hún þarf að nota. Sá, sem notar þetta mál, þarf ekki að skrifa
niður eina einustu formúlu. En það er ekki nóg með, að tölvan
geti tekið við fyrirskipunum í orðum. í rannsóknarstofnun
General Motors í Bandaríkjunum er tölva, sem tekur við
teikningum, sem gerðar eru á sérstakan skerm, og vinnur úr
þeim. Þessi tölva er notuð, þegar verið er að teikna nýjar
gerðir bila eða bílhluta. Notkun þessarar tölvu er sem sagt
mjög einföld, en grundvöllurinn er flókinn, því að til að
túlka myndina og vinna úr henni þarf forskrift, sem gerð er
úr um milljón fyrirskipunum.
Einmg er unnið að því að gera sambandið við tölvur
auðveldara á annan hátt. Nú er ekki lengur nauðsynlegt að
sitja við tölvuna til að nota hana, heldur má gera það úr
órafjarlægð með því að nota eins konar fjarritunarkerfi
(telex). Þannig getur maður í Kaupmannahöfn notað tölvu á
vesturströnd Bandaríkjanna. Flugfélög í Ameríku, m.a. Pan
American, hafa komið sér upp stórum tölvumiðstöðvum, þar
sem ein stór tölva geymir upplýsingar um öll flug viðkomandi
flugfélags, sætapantanir og einnig upplýsingar um framhalds-
flug með öðrum flugfélögum. Flugafgreiðslur flugfélagsins
um öll Bandaríkin standa í beinu sambandi við þessa tölvu.
Þegar maður kemur inn á flugafgreiðslu og óskar eftir flugfari,
setur afgreiðslumaðurinn allar nauðsynlegar upplýsingar inn
á tæki í afgreiðslunni og sendir þær svo beint til tölvunnar. Að
vörmu spori kemur svo svar frá tölvunni, hvort sæti sé að fá
á öllum þeim flugleiðum, sem óskað er eftir, hvort maðurinn sé
á biðlista og þá númer hvað á einhverri flugleið o.s.frv. Ef
maðurinn er á biðlista, lætur tölvan vita jafnskjótt og sæti
losnar fyrir hann.
Við M.I.T. tækniháskólann í Boston í Bandaríkjunum hefur
verið komið upp kerfi, sem er þannig, að margir menn geta
notað sömu tölvuna samtímis. Tækjum, sem eru í beinu
sambandi við tölvuna, er komið fyrir víðs vegar um háskól-
(129)
9