Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 132
ann, bæði á rannsóknarstofum, skrifstofum háskólakennara
og jafnvel kennslustofum. Ef kennari vill reikna eitthvað út
í kennslustund, getur hann skrifað forskrift fyrir útreikning-
ana inn á tækið, sem er á stærð við ritvél. Tölvan fer yfir
forskriftina og bendir á augljósar villur, sem leiðrétta þarf.
Þegar hún hefur samþykkt forskriftina, ef svo má segja, tekur
hún til við útreikningana og skilar útkomunni eftir örfáar
sekúndur. Á sama tíma gæti annar kennari, sem situr á skrif-
stofu sinni, sett inn í tölvuna annað verkefni og farið að á
sama hátt. Tölvan tekur við forskriftunum jafnóðum og þær
koma inn, fer yfir þær og framkvæmir og sendir til baka
upplýsingar og útkomur. Á þeim tíma, sem kennarinn í
kennslustofunni er að fá sitt verkefni leyst, vinnur tölvan
þannig jafnframt að fjölda mörgum öðrum verkefnum. Ef
einhverjar villur koma í ljós í verkefni, hættir tölvan við það
og skrifar út á tækið, að villa hafi komið í ljós og hún hafi
hætt við verkefnið,og byrjar svo á næsta verkefni í röðinni.
Allt þetta gerist án þess að nokkur maður stjórni, algerlega
sjálfvirkt.
Það er ekki einungis, að tölvan skilji ritað mál eða myndir,
því að nú hefur sumum þeirra verið kennt að skilja mælt mál,
og þær geta svarað með hljómþýðri kvenmannsrödd eða fyrir-
mannlegri karlmannsrödd. Að vísu er málið, sem þær skilja
og tala, fábrotið, orðasafnið er aðeins um 100 orð, sem eru
geymd á seguldiskum eða böndum. Tölvan velur þau orð,
sem við eiga, til að svara fyrirspurninni.
Að lokum skal lítið eitt minnzt á nokkuð af þeim verkefnum
eða verkefnategundum, sem tölvur hafa verið notaðar við.
Fyrst í stað voru þær að sjálfsögðu notaðar við venjulega
útreikninga, en vegna hraðans og öryggisins gerbreyttist
viðhorf manna til reikniverkefna. Þegar nú er hægt að reikna
jafnvel mörghundruðþúsund sinnum hraðar en hægt var
áður með venjulegum reiknivélum, er ekki að furða, þótt
menn hafi lagt út í verkefni, sem þeim datt ekki í hug að líta
(130)