Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 134
þessi byggist á þrem meginatriðum. í fyrsta lagi eru þjóðar-
reikningarnir settir upp á sérstakan hátt í töfluform, sem
sýnir, hvað inn kemur og út fer fyrir hvern hluta hagkerfisins.
í þessari töflu eru upp undir 100 þúsund reitir. I öðru lagi
þarf að finna samband milli mismunandi þátta hagkerfisins,
og í þriðja lagi verður ímyndin að vera þannig gerð, að hægt
sé að reikna hana út, þ.e.a.s. setja hana í stærðfræðilegt form.
Þetta gerir mögulegt að reikna út, innan takmarkana ímynd-
arinnar, afleiðingar af ýmsum ákvörðunum í stað þess að
láta reynsluna skera úr.
Mjög mikilvægt svið fyrir notkun tölva er að láta þær
stjórna framleiðslutækjum, t.d. í olíuhreinsunarstöð, eða
stjórna umferð og þá sérstaklega umferð flugvéla í námunda
við fjölfarna flugvelli. Flugumferðin við stóra flugvelli, svo
sem við New York, er orðin svo mikil, að eina leiðin virðist
vera að láta tölvur stjórna henni. Þær eru að mörgu leyti
fljótari og öruggari en maðurinn og geta notfært sér út í
yztu æsar þær upplýsingar, sem þeim eru gefnar. Minni þeirra
er innan sinna takmarkana öruggara en minni mannsins.
Nú á dögum flæðir prentað mál yfir heiminn. í því eru
geysimiklar upplýsingar, en bæði er erfitt að geyma öll þau
rit, sem út koma, og jafnvel enn verra að finna þær upp-
lýsingar, sem á þarf að halda. Þarna er afar mikilvægt svið
fyrir tölvur, því að þær geta ekki bara reiknað, heldur hafa
þær, a.m.k. sumar, mjög stóra geymslu, þar sem geyma má
bæði tölur og bókstafi í talnaformi, þ.e.a.s. upplýsingar, og
þær eru geysifljótvirkar að ná út því, sem í geymslunni er. í
Englandi er nú fyrirhugað að setja upp upplýsingamiðstöð
fyrir afmarkað tæknisvið. Á hverjum degi verður sett inn í
tölvu yfirlit yfir það, sem birzt hefur í heiminum á þessu sviði
þann daginn, og næsta dag getur starfsmaður á þessu sviði
fengið lista yfir allar þær greinar, sem birzt hafa á hans sér-
sviði eða sérsviðum.
Tölvur hafa verið notaðar til að þýða úr rússnesku á ensku.
(132)