Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Qupperneq 135
Tölvan geymir þá raunverulega heila orðabók, þar sem einn-
ig koma fyrir algengustu orðasambönd á báðum málum. Við
þýðingu úr einu máli athugar tölvan orðasambandið og finn-
ur síðan samsvarandi orðasamband í hinu málinu. Ef borin
er saman vélarþýðing og þýðing eftir æfðan þýðanda á ein-
földu máli, er furðulegt, hvað þær eru líkar. Vélarþýðingin
nær merkingunni, þó að orðalagið sé oft einkennilegt.
Farið er að nota tölvur til sjúkdómsgreininga í læknis-
fræði. Tölvan geymir þá nöfn helztu sjúkdóma og sjúkdóms-
einkenni þeirra. Ef sjúklingur er athugaður og fundin sjúk-
dómseinkenni, má setja þau inn í tölvuna, og hún finnur þá
þann sjúkdóm, sem bezt svarar til þessara sjúkdómsein-
kenna, og getur jafnvel bent á, hvaða önnur sjúkdómsein-
kenni ætti að athuga til að skera úr um, hver sjúkdómurinn er.
í Bandaríkjunum eru 10 sjúkrahús í sambandi við tölvu í
Washington, sem hefur að geyma mikið af upplýsingum um
hjartalínurit. Hægt er að senda hjartalínurit frá sjúkrahús-
unum til tölvunnar og láta hana athuga það. Er þetta gert
gegnum símalínur. Sjúkdómsgreiningin er bæði íljót og örugg.
Ákveðinn hjartasjúkdóm hefur tölvan greint rétt í 94 af 100
tilfellum, þar sem læknar greina hann rétt í 24 af 100 tilfellum.
Tölvan hefur fundið gömul hjartamein í öllum tilfellum, en
læknar í 70 af 100 raunverulegum tilfellum.
Það munu ekki líða mörg ár, þar til víða hafa verið settar
upp til almenningsnota miðstöðvar með afkastamiklum tölv-
um, sem hafa feiknamiklar geymslur með ógrynni vísinda-
legra, viðskiptalegra og þjóðfélagslegra upplýsinga. Þá munu
menn geta fengið sér tæki, eins og menn nú fá sér síma, í
skrifstofur, skóla, rannsóknarstofur og jafnvel heimili, sem
veita þeim afnot af tölvunum til útreikninga og öflunar alls
kyns upplýsinga.
Um leið og menn íhuga þá furðulegu möguleika, sem
framtíðin býður á þessu sviði, er rétt að minnast enn einu
sinni orða þeirrar merkiskonu, greifynjunnar af Lovelace:
(133)