Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Síða 136
„Reiknivélin getur ekki átt frumkvæðið að neinu. Hún get-
ur gert allt það, sem við erum fær um að skipa henni að gera“.
Við þessi orð er því einu að bæta, að það furðulegasta er þó,
að maðurinn skuli hafa getað búið til slikt furðutæki og látið
það vinna slík furðuverk.
Veiztu ... ?
. . . að hæsti maður, sem vitað er um, var Bandaríkjamaður-
inn Robert Wadlow, sem lézt árið 1940, 22 ára að aldri. Hæð
hans var 272 cm.
..; að minnsta fullorðin manneskja, sem öruggar heimildir
eru um, var hollenzka stúlkan Pauline Musters, sem lézt árið
1895, 19 ára að aldri. Hæð hennar var 61 cm.
. . . að þyngsti maður, sem sögur fara af, var Bandaríkja-
maðurinn Robert Hughes, sem dó árið 1958, 32 ára gamall.
Þegar hann var þyngstur vó hann 485 kg.
. . . að elzti maður, sem óyggjandi heimildir eru um, var
Kanadabúinn Pierre Joubert, sem dó árið 1814, 113 ára að
aldri.
. . . að metið í barneignum á rússneska konan frú Fyodor
Vassilet, sem lézt árið 1872. Hún átti börn í 27 skipti, þar af
16 sinnum tvíbura, 7 sinnum þríbura og 4 sinnum fjórbura,
þ.e. 69 börn alls.
(Heimild: The Guinness Book of Records, 1966)
(134)