Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 139
Þetta nýmyndaða bein vex þá stundum inn í ístaðið og hindrar
hreyfingar þess að nokkru leyti eða algerlega (sjá 1. mynd).
Þó að flestir þekki gerð eyrans og starf, vil ég rétt minna
hér á nokkur atriði í þessu sambandi. Þegar hljóðbylgjurnar
skella á hljóðhimnunni og setja hana á hreyfingu, hreyfir hún
hamarinn, sem er áfastur henni í annan endann. Hamarinn
er tengdur við steðjann og kemur honum á hreyfingu. Steðjinn
hreyfir svo ístaðið, sem hann er í liðamótasambandi við.
Istaðið, sem er fest í rendur sporöskjugluggans með mjög
teygjanlegu sinabandi, hreyfist inn og út eins og bulla í strokk
og setur völundarhúsvökvann á hreyfingu. Hreyfing vökvans
verkar síðan á heyrnarskyntækin í snigli völundarhússins, og
þaðan berast áhrifin loks til heyrnarstöðva heilans, sem skynja
hljóðið.
Til þess að vökvinn í völundarhúsinu geti komizt á hreyfingu,
þarf hinn kringlótti gluggi völundarhússins, sem lokaður er
með teygjanlegri himnu, að vera í lagi. Fyrir kemur, að þessi
gluggi lokast af eyrnakölkunarbeini, sem vex yfir hann. Sem
betur fer er þetta sjaldgæft, því að engin ráð hafa fundizt til
að lækna slík tilfelli.
Greining eyrnakölkunar er oftast nær auðveld. Þegar vart
verður heyrnardeyfu hjá fólki, sem hefur eðlilegar hljóðhimnur
og sjaldan hefur haft eyrnabólgu, er venjulega eyrnakölkun
á ferðinni. í stöku tilfelli getur reynzt nauðsynlegt að lyfta
hljóðhimnunni og athuga heyrnarbeinin og gluggana til að
fá örugga sjúkdómsgreiningu, en yfirleitt er það óþarft. Ýmis
önnur ráð eru nú tiltækileg; meðal annars ráða læknar nú
yfir nýtízku mælitækjum, sem nota má í þessu skyni.
Fólk með eyrnakölkun hefur oft meira eða minni tauga-
heyrnardeyfu að auki, einkum ef sjúkdómurinn hefur varað
lengi, og torveldar það stundum lækningu með aðgerð.
Engin þekkt lyf hafa áhrif á eyrnakölkun, enda ekki vitað
hvað sjúkdómnum veldur. Einfaldasta meðferðin er að láta
sjúklinginn fá heyrnartæki, en lækning er það ekki. Þær
(137)