Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 141
2. mynd. Miðeyrað opnaó. Efst á myndinni til hœgri sést steðjaendi
og ístað.
að hljóðhimnu og lyft ásamt tilheyrandi hluta hljóðhimnunnar
og lögð fram á fremri hluta hennar. Sést þá inn í miðeyrað.
Næst þarf venjulega að nema nokkuð af beini úr innsta hluta
eyrnagangsins til þess að sjá allt ístaðið. Þar næst er ístaðið
losað, eins og fyrr segir, með því að stjaka við efri hluta þess,
og tekst það í allt að helmingi tilfella. Síðar fundu menn upp
á því að losa ístaðið með því að þrýsta eða jafnvel slá á fót-
plötuna, ef fyrrnefnd aðferð dugði ekki. Á þann hátt náðist
árangur í allt að 80 af hundraði tilfella. Heyrnin batnaði strax
og varð stundum eðlileg á svipstundu, einkum þar sem ekki
var um neina taugaheyrnardeyfu að ræða. Sjúklingar og
læknar voru í sjöunda himni yfir þessu, og almenningur kallaði
aðgerðirnar „kraftaverkalækningar“. Rosen fann aðferðina
af tilviljun, þegar hann var að framkvæma aðgerð í öðrum
tilgangi. Hin nýja aðferð breiddist út sem eldur í sinu um víða
veröld og varð nær einvöld á þessu sviði í ein 4-5 ár.
En brátt komu gallar í ljós. Eftir tiltölulega stuttan tíma
grerú hin losuðu ístöð föst á ný, sum eftir nokkra mánuði,
flest eftir 1-2 ár. Aðeins örfá héldu hreyfanleika sínum lengur.
Árið 1956 fann Bandaríkjamaðurinn Fowler upp aðra
aðferð. Við eyrnakölkun vex beinvefur oftast inn í framenda
ístaðsins og festir það. Þegar ístaðið var losað með gömlu
aðferðinni, var það kölkunarbeinið, sem brotnaði. Fowler
datt í hug, að betra væri að brotlínan færi gegnum ósýkt,
(139)
L