Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Side 149
sem vildu, að hann gifti stúlkuna greifa nokkrum, öldruðum og
févana. Þótt þannig væri til ráðahagsins stofnað, varð hjóna-
bandið hið farsælasta. Marie lagði stund á tungumálanám og
lærði bæði latínu og ensku. Þýddi hún síðan vísindarit fyrir
mann sinn, sem skorti tungumálaþekkingu. Meðal annars
þýddi hún bækur og greinar eftir merka efnafræðinga eins og
írann Kirwin og Bretana Priestley og Cavendish. Þýðingar
hennar bera með sér, að hún náði sjálf allgóðu valdi á undir-
stöðuatriðum efnafræðinnar. Sem húsfreyja gerði hún heimili
þeirra hjóna að vinsælum samkomustað vísindamanna, bæði
franskra og erlendra. Hún var mjög listfeng og gerði myndir
og teikningar í bækur Lavoisiers, auk þess sem hún aðstoðaði
hann beinlínis við efnafræðitilraunir.
Á þessum tímum voru efnafræðingar enn að miklu leyti
bundnir við gamlar hugmyndir og kennisetningar, allt frá
tímum Forn-Grikkja. Hin forngríska hugmynd um frumefnin
fjögur, eld, jörð, vatn og loft, átti enn sterk ítök í hugum
manna. Ýmsir voru þeirrar skoðunar, að þessi frumefni
breyttust hvert í annað undir vissum kringumstæðum. Til
dæmis töldu þeir, að vatn breyttist í jörð (þ.e. í fast efni) við
endurtekna eimingu. Þessu til sönnunar bentu þeir á, að
botnfall myndaðist í glerílátum, sem vatn var eimað í aftur og
aftur.
Lavoisier ákvað að rannsaka þetta mál. Hann smíðaði tæki,
sem þannig var úr garði gert, að vatn í lokuðu gleríláti gufaði
upp og þéttist til skiptis sjálfkrafa ótal sinnum. Tilraunin
stóð samfellt í 100 daga. Að henni lokinni hafði vissulega
myndazt botnfall í ílátinu. En með því að vega nákvæmlega
ílát og vatn fyrir og eftir tilraunina, sannaði Lavoisier, að
botnfallið hlaut að hafa komið úr glerinu en ekki vatninu.
Þyngd vatnsins var óbreytt, en glerið hafði létzt sem svaraði
þyngd botnfallsins.
Mesta nýlundan í starfsaðferðum Lavoisiers var sú ríka
áherzla, sem hann lagði á nákvæmar mælingar á öllum stigum