Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 151
lögmál í efnafræðina - lögmálið um óbreytanleika vegins
heildarmassa við hvers konar efnabreytingar.
Árið 1774 kom enski efnafræðingurinn Joseph Priestley í
heimsókn til Lavoisiers. Við það tækifæri sagði Priestley
Lavoisier frá tilraunum sínum til að einangra mismunandi
lofttegundir, en á því sviði var Priestley mikill brautryðjandi.
Meðal annars sagði Priestley frá lofttegund, sem hann hafði
framleitt og kallaði „eldefnislaust loft“. Lavoisier endurtók
tilraun Priestleys og komst að raun um, að þessi nýja loft-
tegund var einmitt sá hluti andrúmsloftsins, sem tók þátt í
bruna. Lavoisier sýndi fram á, að andrúmsloftið hlyti að vera
samsett úr tveimur ólíkum lofttegundum, sem hann kallaði
súrefni (oxygenium*) og köfnunarefni (azote = nitrogenium).
Þótt segja mætti, að ýmsa efnafræðinga hafi áður grunað
þetta, varð Lavoisier fyrstur til að sanna það.
Lavoisier var mjög í mun að fá heiðurinn af því að hafa
sjálfur uppgötvað eitt frumefnanna. í ritum sínum minntist
hann hvergi á starf Priestleys í sambandi við uppgötvun
súrefnisins, og verður ekki annað séð, en að hann hafi gert
það af ásettu ráði. Hlýtur þetta að teljast furðulega lítilmótleg
framkoma hjá slíkum afburðamanni. Tvímælalaust gerði
Lavoisier meira fyrir efnafræðina en nokkur einstaklingur
fyrr eða síðar. En uppgötvun nýs frumefnis féll honum ekki
í skaut.
Árið 1783 birti Englendingurinn Henry Cavendish niður-
stöður tilrauna, sem hann hafði gert með nýja loittegund,
„eldfimt loft“. Cavendish uppgötvaði, að ef kveikt var í blöndu
af „eldfimu lofti" og andrúmslofti, myndaðist vatn. Lavoisier
endurtók tilraunina og endurbætti hana. Tókst honum að
sýna fram á, að vatn væri samsett út tveimur lofttegundum,
súrefni og „eldfimu lofti“, eða vetni (hydrogenium), eins og
hann kallaði það. Heiðurinn af þessari stórmerku uppgötvun
*) Lavoisier taldi (ranglega), að allar sýrur væru myndaðar úr
einföldu sambandi þessarar lofttegundar við önnur efni.
(149)