Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Síða 153
Árið 1789 gaf Lavoisier út fyrstu kennslubók í efnafræði
með nútímasniði. í þeirri bók er m.a. listi yfir öll frumefni, sem
þá voru þekkt, þ.e. efni, sem ekki höfðu verið klofin í önnur
einfaldari. Einu villurnar, sem máli skipta í listanum, eru
nöfnin ljós og hiti, sem Lavoisier taldi til frumefna, þótt hann
að vísu gerði sér grein fyrir, að þau hefðu nokkra sérstöðu.
Lavoisier taldi, að hitinn væri þyngdarlaust frumefni, og vegna
þess, hve skoðanir hans voru mikils metnar, átti hann óbeint
sök á þvi, að þessi trú viðhélzt næstu hálfa öldina.
Því fór tjarri, að Lavoisier væri bundinn við vísinda-
rannsóknirnar einar á þessum árum. Hvað eftirannað kölluðu
frönsk stjórnarvöld hann sér til ráðuneytis um tæknileg efni.
Eitt vandamálið var skortur á púðri. Að ráði Lavoisiers var
skipulagi púðurframleiðslunnar gjörbreytt, og tókst með því
að tvöfalda afköstin á aðeins þremur árum. Upp frá því var
Lavoisier forstjóri púðurframleiðslu ríkisins, og gaf það starf
honum drjúgar tekjur í aðra hönd. Sagnfræðingar hafa bent
á, að þetta hafi orðið til að styrkja frelsisbaráttu Bandaríkja-
manna, því að án púðursins, sem Frakkar sendu nýlendu-
búum, hefði styrjöldin getað farið á annan veg!
Lavoisier gerði ýmsar tilraunir í sambandi við sprengiefna-
gerð, og voru sumar þeirra ekki alveg hættulausar. Ein til-
raunin olli sprengingu, sem varð tveimur mönnum að bana,
en Lavoisier og kona hans sluppu nauðuglega við meiðsli.
Lavoisier hafði mikinn áhuga á landbúnaði, sem hann taldi
vera undirstöðu allrar velferðar. Hann hafði erft bóndabýli
eftir föður sinn og komst auk þess yfir stóran búgarð (500
hektara) í nánd við borgina Orléans. Lavoisier fylgdist
nákvæmlega með uppskerunni og fann brátt hið nána sam-
band, sem var milli uppskeru og áburðarmagns. Hann gerði
vandlega áætlun um það, hver væri hagkvæmasti fjöldi
nautgripa miðað við stærð beitijarðar og akurlendis. Á 14
árum tókst honum að tvöfalda hveitiuppskeru sína og fimm-
falda nautgripatöluna.
(151)