Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Qupperneq 155
þjóðþingið hann í nefnd til ráðuneytis ríkisstjórninni um mál,
er snertu framtíð ýmissa starfsgreina og iðna. Á þeim vettvangi
lagði Lavoisier fram tillögu um aimennt fræðslukerfi. Hann
lagði áherzlu á, að frá sjónamiði ríkisins væri beinlínis hag-
kvæmt að verja fé til fræðslu þjóðarinnar, og að ókeypis
menntun ætti að standa öllum opin. Hann lagði til, að komið
yrði á fót fjórum mismunandi skólastigum, og að stofnsett
yrðu sérstök félög til að stuðla að þróun vísinda, tækni,
hagfræði, bókmennta og lista.
En þegar hér var komið sögu, voru óveðursský á himni.
Franska byltingin, sem hófst árið 1789, varð sífellt taumlausari.
Að konungsfjölskyldunni frátalinni var skattheimtan sú
stofnun, sem fólkið hataði mest og reiði þess beindist gegn.
Árið 1791 hafði þjóðþingið fyrirskipað, að skattheimtunni
skyldi lokað, og þess kraíizt, að fyrirtækið gerði nákvæm
reikningsskil. Þegar dráttur varð á því, að reikningar væru
lagðir fram, var gefin út skipun um að handtaka alla eigendur
fyrirtækisins (1793). Lavoisier var í fyrstu meinaður aðgangur
að rannsóknarstofu sinni, en síðan handtekinn. Þegar hann
bar fram mótmæli á þeirri forsendu, að hann væri vísinda-
maður, en ekki skattheimtumaður, mælti fyrirliði þeirra, sem
handtökuna framkvæmdu, þessi fleygu orð: „Lýðveldið hefur
enga þörf fyrir vísindamenn".
Eigendur skattheimtunnar voru nú lokaðir inni á skrif-
stofum fyrirtækisins, þar til þeir hefðu gengið frá bókhaldinu,
en það tók meira en mánuð. Reikningarnir sýndu glögglega,
að skattheimtan hafði í einu og öllu farið eftir lagafyrirmælum
um innheimtuna. En það kom fyrir ekki. Ógnaröld bylting-
arinnar var í hámarki, og leiðtogar hennar voru staðráðnir í
að láta skattheimtumennina ekki sleppa. Einn helzti byltingar-
foringinn var blaðamaður að nafni Jean Paul Marat. Þrettán
árum áður hafði hann sótt um upptöku í franska vísinda-
félagið, en Lavoisier hindrað það með þeirri röksemd, sem
réttmæt var, að vísindastörf Marats og ritgerðir hans um þau
(153)