Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1968, Page 157
Efnisyfirlit
íslandsalmanaks 1837—1967
og Þjóðvinafélagsalmanaks 1875—1967
Þorgerður Sigurgeirsdóttir
tók saman
tslandsalmanakið hefur nú komið út samfellt í 132 ár, en almanak
Þjóðvinafélagsins í 94 ár. Á þessum langa tíma hefur margvíslegur
fróðleikur birzt í almanakinu, en mest af þeim fróðleik er nú falið í
hinum eldri árgöngum og fáum aðgengilegur vegna skorts á efnisyfir-
liti. I Þjóðvinafélagsalmanakinu fyrir árið 1884 var birt yfirlit um
tíu fyrstu árganga þess almanaks (1875 - 1884), og í almanaki fyrir
1901 var tekið saman yfirlit um árin 1885 - 1900. Þriðja og síðasta
skráin var gefin út í almanakinu 1911 og náði til áranna 1901 - 1910.
Síðan hefur ekkert verið aðhafzt í þessu efni. Heildaryfirlit það, sem
hér fer á eftir, hefur verið tekið saman til að bæta úr augljósri þörf.
Þess skal getið, að ekki hefur verið treyst á árlegar efnisskrár
Þjóðvinafélagsalmanaksins, þar sem þær efnisskrár hafa ekki alltaf
reynzt áreiðanlegar.
Við röðun efnisins hefur þeirri reglu verið fylgt að snúa setningum
á þann veg, að aðalatriði hverrar fyrirsagnar yrði fremst í línu. Þar,
sem vitað er um höfunda, er þeirra getið með því að setja upphafsstafi
í sviga aftan við fyrirsögnina. Þær greinar, sem birzt hafa í íslands-
almanakinu, en ekki í Þjóðvinafélagsalmanakinu, eru auðkenndar
með (I) aftan við ártalið. Um aðgreiningu þessara tveggja rita vísast
til athugasemdar í Þjóðvinafélagsalmanakinu 1967.
A
Afli íslenzkra skipa 1905................................. 1909
Aflraun................................................... 1915
Albert konungur Belgíu og drottning hans, mynd............ 1916
Albert konungur Belga, með mynd........................ 1916
Aldahrollur............................................... 1924
Aldamótin, mynd............................................1901
Aldarhættir og ættjarðarvísur..................... 1913, 1914
Aldatal (Þ.Þ.)........................................... 1929
(155)