Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 3 Kristín Ólafs og Fúsi flakkari í Minni okkar Gamia myndin „Þama er ég ásamt bangsanum Fúsa flakkara sem var hjá okk- ur í Stundinni okkar í tvö eða þrjú ár. Þetta er í kringum 1970, held ég,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, aðjúnkt við Kennaraháskóla íslands, um gömlu myndina að þessu sinni. Myndin, sem er tekin árið 1969, sýnir Kristínu, sem þá var um- sjónarmaður Stundarinnar okkar, ásamt bangsanum Fúsa flakk- ara. Að sögn Kristínar var hann einn af fyrstu íslensku leikbrúðun- um í sjónvarpi. „Fúsi var sköpunarverk Jóns E. Guðmundssonar heit- ins, sem sömuleiðis stjómaði Fúsa,“ segir Kristín um samstarfs- mann sinn þáverandi. „Jón var frumkvöðull í íslenskri brúðugerð hér á landi og gríðarlega fær.“ Kristín var í Stundinni okkar um þriggja ára skeið undir lok sjö- unda áratugarins, fyrst sem kynnir og svo sem umsjónarmaður. Hún segist lítið fylgjast með Stundinni okkar nú orðið, bömin og barnabömin séu enda komin yfir þann aldur sem markhópur Stundarinnar nær til. Hún viðurkennir þó fúslega að salcna Fúsa. Hann hafi verið gríðarlega vinsæll og fengið bréf og sendingar ffá aðdáendum sínum í áður óþeklctu magni hérlendis - þvílíkar vom Með Fúsa flakkara Kristln og Fúsi unnu saman I þrjú ár. Hann var óhemjuvinsæll og fékk auk hefðbundinna aðdáendabréfa fatnað frá börnum landsins vinsældir hans hjá yngri kynslóðinni. „Hann fékk fleiri, fleiri bréf í hverri viku auk leikfanga að ógleymdum fatnaðinum sem hann fékk og nánast önnur hver amma á landinu hafði lent í að prjóna handa honum," segir Kristín, sem var nýútskrifaður leikari þegar hún tók til starfa í Stundinni okkar. Kristín starfaði við leiklistina um nokkurra ára skeið þegar hún hætti að vinna með Fúsa flakkara í Stundinni okkar. Hún átti með- al annars þátt í stofnun Alþýðuleikhússins, ásamt þeim hjónum Amari Jónssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur. Þau flökkuðu víða um land með sýningar sínar. Síðar átti Kristín eftir að láta til sín taka í pólitík þegar hún gerð- ist borgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið auk þess sem hún er einn stofiienda Nýs vettvangs, sem markaði upphaf Reykjavíkurlistans í borgarstjóm Reykjavíkur að margra mati. Nú simr Kristín hins vegar beggja vegna kennaraborðsins, ef þannig má að orði komast. Auk þess að kenna nemendum í Kenn- araháskólanum hefur Kristín verið í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfr æðum við Háskóla íslands. Kristín var enda á fullu við að fara yfir próf kennaranema þegar DV náði af henni tali. Spurning dagsins Ertu búin að kaupa jólagjafirnar? Vill náttföt ijólagjöf „Ég er búin að kaupa svona helminginn.Ætli það séu ekki svona átta jótagjafír. Þetta eraðallega fyrir ættingja og börn vina minna. Svo að sjálfsögðu min eigin börn. Ég á eftir að kaupa dýrustu gjafírnar, sem verða fyrir börnin mín. Mig dreymir um að fá náttföt íjólagjöfog fæ þau vonandi frá karlinum mínum. Er búin að pressa á hann með það. Hefekki hugmynd um ennþá hvað ég kem til með að gefa honum. Ég hefenga hugmynd um það hvað ég kem til með að eyða miklu. Kemur bara i ijós." Anna Bryndís Blöndal handboltakona „Já, ég er búin að kaupa allar jólagjafírnar. Kláraði það í október. Bý í Bandaríkjunum og reiknaði ekki með að koma heim um jólinn. Fór því snemma í innkaupin og sendi allt heim til Islands frá Texas í október. Keypti reyndar eina hér heima í siðasta mánuði.Ætli ég hafí ekki eyttsvona fímmtíu þús- und íjólagjafír í ár Ólöf María Jónsdóttir „Ég er byrjaður. Ætli ég sé ekki búinn með svona einn þriðja. Ég hugsa að ég klári þetta síðustu dagana fyrir jól. Sumt hefég keypt efég verið í útlöndum. Veit ekki hvað ég eyði miklu, ætli ég segi ekki að þetta sé hófleg eyðsla." Lárus Steinþór Guðmundsson lyfjafræðingur golfkona „Nei, ég er ekki byrjuð, á ekki pening. Verður bara vinna og vinna.Fer íþetta í næstu viku eða þarnæstu. Reyni að eyða sem minnstu.Ætli það verði ekki svona 40 þúsund krón- ur í ár. Helst ekki meira." Þórkatla Jónsdóttir tryggingamiðlari „Nei, ég er ekki byrjaður á því. Geriþað alltafá síðustu stundu. Kaupi bara eina tegund afjóla- gjöfum þannig að það er einfalt. Geföllum bækur. Það eru svona 35 til 40 þúsund sem ég eyði íjóla- gjafír." Úlfur Þormóðsson rithöfundur Desember er mesti verslunarmánuður ársins. Kaupmenn búast við að jólaverslun verði í betra lagi þetta árið enda hefur verslun gengið vel það sem af er. Hvað, hvernig, hvers vegna? Leitarvel Fyrirspurnir á dag 1 Google 112.000.000 2.AOL Search 93.000.000 3.Yahoo 42.000.000 4.MSN Search 32.000.000 5.Ask Jeeves 14.000.000 6.lnfoSpace 7.000.000 7.AltaVista 5.000.000 Overture 5.000.000 9.Netscape 4.000.000 lO.Earthlink ■ v v = 3.000.000 ÞAÐ ER STAÐREYND... SPAKM/ELI „ENGINN GERIRAT- HUGASEMD VIÐ LAUSLÆTIKARL- MANNAEN EFKONA GERIR TUTTUGU MISTÖKERHÚN KÖLLUÐ DRUSLA." JOAN RIVERS 1935 .. AÐ BANDARfSKI GEIMFARINN BUZZ ALDRIN NÝTUR ÞESS VAFASAMA HEIÐURS AÐ TELJ- AST FYRSTI MAÐ- URINN SEM PISS- AÐIIBUXURNARA TUNGLINU. Nútímamaðurinn hefur næstum allt sitt vit af veraldarvefnum og nú er ljóst hvaða tíu leitarvefi jarðarbúar nota mest og hvað þeir nota hvern oft á dag. ÞEIR ERU SVILAR Þingmaðurinn og forstjórinn fyrrverandi Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður og Sig- urður G. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Norð- urljósa, eru svilar. Þeir eru kvæntir systrum; eig- inkona Björgvins er María Ragna Lúðvigsdóttir og eiginkona Sigurðar er Lára Lúðvígsdóttir. Þær eru dætur hjónanna Guðrúnar Rögnu og Lúðvígs Halldórssonar, fyrrum skólastjóra í Stykkishólmi. LykiUtid Hótel Örk FRÁBÆRJÓLAGJÖF INNIFALIÐ íLYKLUM: Gisting fyrír 2, morgunverður af hlaðborði og þrírétta kvöldverður hússins. Tilvalin gjöf handa: Starfsmönnum - Eiginkonunni - Eiginmanninum - Kærustunni Kærastanum - Ömmu og afa - Frænku - Frænda - Vinum JÓLALYKLAR AFHENDAST í FALLEGUM GJAFAPOKA Lyklar frá 13.800,- krónum. Nánari upplýsingar á www.hotel-ork.is Gjafalyklar eru til sölu á Hótel Örk í síma 483 4700 og á Hótel Cabin Borgartúni 32 Reykjavík í sími 511 6030. ENN FÁEINIR MIÐAR LAUSIR Á JÓLAHLAÐBORÐ. VEISLUSTJÓRI FLOSI ÓLAFSSON OG DANSLEIKUR MEÐ STUÐHLJOMSYEITINNI ÞUSOLD. HOTEL ORK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.