Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 14
74 FIMMDUDAGUR 9. DESEMBER 2004 Fréttir DV Reykingafólki fækkar í nýrri könnun á vegum Lýðheilsustöðvar kemur fram að innan við 20 pró- sent fólks á aldrinum 15 til 89 ára reykja daglega. Fyrir 12 árum reyktu 30 prósent þessa hóps. Mesta breyting- in eru á reykingavenjum fólks milli þrítugs og fer- tugs, þar sem helmingi færri reykja nú en fyrir tólf árum síðan. Þetta hefúr þegar komið fr am í betra heilsufari, ekki síst í fækkun hjarta- og æðasjúkdóma. Reykingar og reykmettað andrúmsloft hafa meiri áhrif á heilsu landsmanna en nokkur annar einstakur þáttur. Stytta af Len- in í óskilum Fimm tonna þung bronsstytta af Lenín er nú í óskilum í bænum Nitra í Slóvakíu. Bæjar- stjórnin kom styttunni fyrst fyrir hjá brota- járnssala eftir að forstjóri fyrirtæk- is í bænum krafðist þess að hún yrði fjarlægð af stéttinni fyrir framan fyrirtæk- ið. Brotajárnssalinn vill losna vil flykkið og standa nú yflr viðræður milli bæj- arfulltrúa um hvað eigi að gera við styttuna sem stað- ið hefur í bænum áratugum saman. Dagmar Bojdova sem sæti á í bæjarstjórninni telur að varðveita eigi stytt- una en ekki bræða hana niður. Hún sé þrátt fyrir allt hluti af sögu bæjarins. Verðmæti afl- ans minnkar Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum var 45,9 milljarðar kr. á fýrstu átta mánuð- um ársins miðað við 47,6 milljarða kr. á sama tímabili 2003. Aflaverðmæt- ið hefur því dregist saman um 1,7 millj- arða kr. á verðlagi hvors árs, eða um 3,5% sam- kvæmt tölum Hagstofunnar frá því í gærmorgun. Grein- ing íslandsbanka segir frá. Dagný Þorkelsdóttir er rúm 140 kíló og ætlar að gera hlé á megrunarkúr sínmn yflr jólin og njóta þess að borða eins mikið og hana langar til. Valgeir Matthías Pálsson er rúm 120 kíló eftir að hafa farið í offituaðgerð. Hann hræðist freistingar jólanna sem geta hæglega eyðilagt þann árangur sem hann hefur náð í baráttunni við offituna. Megrunarkúrum Irestað fram yfir jól „Megrunarkúrinn verður í fríi í desember," segir Dagný Þorkels- dóttir, 25 ára offitusjúklingur, sem hefur verið í megrunarátaki síðan í mars í fyrra. Dagný fór í megrun með hjálp Herbalife sem sleit samningnum við hana í október. Hún var 166 klló þegar hún byrjaði í megrun en hefur nú lést um 25 kíló og er því rétt rúmlega 140 kíló í dag. Dagný ætlar að fresta megruninni fram yfir áramót. „Ég nenni ekki að vera með sam- viskubit yfir jólin, þau snúast svo mikið um mat og ég ætla njóta þess,“ segir Dagný sem hefur staðið í stað síðan hún hætti að taka Her- balife í október. „Ég geri mér enga grein fyrir því hvað ég kem til með að þyngjast mikið yfir jólin ætla ekkert að spá í það,“ segir Dagný sem ætlar sé mán- uð í að ná af sér þyngdinni sem hún kemur til með að bæta á sig yfir jól- in. Dagný segist vera mikið jólabarn og er löngu byrjuð að undirbúa jólin heima hjá sér í Borgarnesi. Sjúklega góður jólamatur „Ég er búin að skreyta allt hjá mér og er löngu búin að kaupa jólagjaf- irnar," segir Dagný. Hún verður mat hjá mömmu sinni yfir jólin þar sem jólamaturinn er toppurinn á til- verunni. „Mamma er alltaf með léttreyktan lambahrygg. Hann er alveg sjúklega góður. Svo finnst mér voðalega gott að fá mér Machintosh konfekt, það er svona eitthvað sem maður fær bara á jólunum,“ segir Dagný sem fjárfesti í jólafötunum fyrir um það bil mánuði síðan. „Það er náttúrulega allt í yfir- stærðum. Ég er ekki ennþá farinn að geta keypt öðruvísi föt þó það sé að sjálfsögðu markmiðið. Ég keypti mér jólaföt í Hagkaupum. Þar er hægt að fá fín föt í minni stærð. Fékk mér bleika skyrtu, hvíta peysu og svartar buxur. Allt voðalega ffnt," segir Dagný sem átti fyrir spariskó sem hún ætlar að nota áfram þar sem hún á ekki pen- inga fýrir nýjum. Ætlar að borða eins mikið og hana langartil Dagný vonast til þess að verða laus við þunglyndið sem stundum hefur þyrmt yfir hana í kringum há- tíðarnar: „Ég bara ætla mér að vera laus við það um þessi jól. Held að það ætti að ganga eftir." Að sögn Dagnýjar hlakkar hún mikið til jólanna og nýtur nú lífsins á meðan hún bíður. „Ég ætla bara að njóta þess í botn að borða eins mik- ið og mig langar til,“ segir hún ákveðin í að njóta freistinganna án þess að velta sér upp úr samvisku- bitinu. Valgeir óttast freistingar jól- anna Valgeir Matthí as Pálsson hefur barist við offitu frá barnsaldri. Valgeir var um 200 kíló þegar hann var feit- astur. Hann ótt- astjólinþráttfýrir að hafa farið í aðgerð til „Mamma er alltaf með léttreyktan lambahrygg. Hann er alveg sjúklega góður. Svo finnst mér voða- lega gott að fá mér Machintosh konfekt, það ersvona eitthvað sem maður fær bara á jólunum." þess að koma í veg fyrir ofát. Jólin séu erfiður tími fyrir flesta offitusjúk- linga. „Maður getur reiknað með því að þyngjast um 10 kíló yfir jólinn," seg- ir Valgeir, sem nú er rúmlega 120 kíló eftir aðgerðina sem hef- ur breytt lífi hans. Valgeir segir að- gerðina þó ekki breyta því að jólin séu jafn erfið og fyrir aðgerðina. Allt eins líklegt sé að hann geti haldið áfram að fitna þrátt fyrir umfangs- miklar lífræðilegar breytingar á meltingarkerfi líkamans. vaigeir Matthías Pálsson Finnstjólin vera erfiður tfmi og hræddur við að detta íofát og eyðileggja áunninn árangur. Dagný Þorkelsdóttir Ætlar að falla fyrirfreist- ingunum og njóta þess að borða alltsem hugur- inn girnistyfir jólin. Sælgæti Er gjarnan áberandi freisting sem fáir standast um jólin. Getur étið endalaust „Maður getur þannig séð étið endalaust þó maður hafi farið í að- gerð. Maður borðar bara minna í einu en ef maður er í stöðugu narti þá er voðinn vís," segir Valgeir. Hann segir fólk eins og hann verða að sýna mikinn aga yfir jólinn til þess að falla ekki fyrir freistingunni og detta í ofát. „Ég er ekkert smá hræddur við jólin í þessu tilliti. Maður getur hæglega dottið í sama farið og eyðilagt áunninn árangur," segir Valgeir og bendir á að barátta offitusjúklinga sé endalaus. „Það Kður ekki sú mínúta að maður hugsi ekld um hvað maður ætlar að borða næst. Það er mikilvægt að þeir sem eru nálægt passi upp á að vera ekki stöðugt með kræsingar í kringum mann um jól- inn,“ segir Valgeir, sem enn undir- býr stofnun samtaka fólk sem eiga við sama vanda- mál að glíma og hann. freyr@dv.is 3ihjjwc oi) ájcvítíví Hátíécví/iuedjwí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.