Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 29
DV Sjónvarp FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 29 Ætlar ekki að fita sig aftur Stórleikarinn, George Clooney, ætlar aldrei að fita sig fyrir kvikmynd aftur. Söngkonan Beyonce Knowles stendur frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þeirra tveggja karlmanna sem hún elsk- ar mest. Pabbi Beyonce kann lítt að meta Jay-Z sem hefur verið unnusti söngkonunnar um nokkurt skeið. Silikonbomban, Jor- dan, vill giftast Pet- er Andre i bleikum, skoskum kastala. Jordan og Peter hafa verið saman um nokkurt skeið og síð- ustu vikur hefur fyrir- hugað brúðkaup verið á dagskrá. Þau kváðu hafa fengið hugmynd ina að bleika kastalan um þegar þau heimsóttu Disneyland ekki alls fyrir löngu. Bleiki kastalinn er sumsé skoskur en ekki i Skotlandi. Jor- dan segir starfsmenn skemmtigarðs- ins hafa sagt að brúðkaup í kastalan- um yrði aldrei leyft. Jordan er þó ekki afbaki dottin og ætlar að halda áfram að finna brúðkaupi sínu stað. Hlakkartilað verða pabbi Franski framherjinn og leikmaðurinn Thierry Henry á von á sinu fyrsta barni. Henry og kona hans, Nicole, eru víst himinsæl með fyrirhugaða fjölgun i fjölskyldunni.„Mér finnst ekkert feg- urra í veröldinni en að horfa á barns- hafandi konu. Ég hefunnið til fjölda verðlauna en hvað er það isaman- burði við nýtt lif," segir Henry. Hann leikur sem kunnugt er með Arsenal og mun frumburður þeirra hjóna fæðast i London. Ekki er vitað hvort þau eiga von á strák eða stelpu. George þyngdi sig um fimmtán kíló fyrir myndina Syriana sem hann lék nýverið i. George, sem er 43 ára, segist hafa haft óbeitásjálf- Pum sér og alls að hafa látið þessu - en ég mun aldrei gera neitt þessu likt aftur," segir George. Frá því tökum lauk hefur George barist við að ná afsér aukakílóunum.„Ég á enn nokkuð i land og þetta hefur verið erfitt fyrir mig." að Jay-Z sé farinn að færa sig veru- lega upp á skaftið og segi stúlkunum í sveitinni að hann myndi gera ýms- ar breytingar á starfseminni. „Jay-Z telur að Matthewhafi unnið starf sitt vel en það sé kominn tími á breyt- ingar. Hann vill gera sveitina meira töff og telur að Beyonce eigi að vera meira en eftirmynd „stelpunnar í næsta húsi“," segir fjölskylduvinur- inn. Beoynce er því komin í erfiða stöðu og getur víst ekki hugsað sér að velja á milli pabba síns og kærastans. Hún heftir sést gráta að undanförnu enda vill hún allra síst særa föður sinn né eiga á að hættu að Jay-Z snúi við henni bak- inu. Söngkonan ástsæla, Beyonce Knowles, er í nokkrum vanda stödd ef marka má nýjustu fréttir frá Bandaríkjunum. Hún stendur nefni- lega frammi fyrir því að þurfa að velja á milli pabba síns, Matthew, og kærastans tU langs tíma, Jay-Z. Beyonce hefur alltaf verið mikil pabbastelpa og hefur látið pabba sinn um að annast skipulagningu og skrifstofuhald hljómsveitarinnar Destiny’s Child. Matthew hefur annast sveitina frá fyrstu tíð. Nú berast þær fregnir að Jay-Z, sem er rappari, vilji taka að sér stjórn hljómsveitarinnar. „Mér líkar alls ekki við Jay-Z og við höfum aldrei verið nánir," segir Matthew Knowles um verð- andi tengdason sinn. Vinur Knowles-fjölskyldunnar segir samband þeirra Matthew og Jay-Z hafa verið slæmt frá upp- hafi. Matthew geti ekki sætt sig við skrautlega fortíð rapparans. Sagan seg- ir að Jay-Z hafi selt krakk og Matthew hafi ráðið dóttur sinni sterklega frá því að byrja með honum. „Beyonce bað pabba sinn að gefa honum annað tækifæri. Jay-Z hefði gert breytingar á lífi sínu og væri hættur að selja eit- urlyf,“ segir fjölskylduvinurinn og bætir við: „Matthew vildi umfram allt að dóttir sín væri hamingjusöm ogþvíleyfði hann þeim að þróa samband sitt." Heim- ildar- menn herma Pabbi og kærasti í slag Berjast um Beyonce Sandur og svifbretti Þessi leikur er víst síðasti hlutinn í þrfleik um Jak og Daxter-tvíeykið sem hefur tekist á við hina og þessa plebba sem hafa viljað ráða öllu eins ogvenjulega. Þetta er einn af þessum platform leikjum sem eru svo vinsælir, sér- staMega hjá þeim yngri. Þessi leikur hefur að vísu aðeins dekkra yfir- bragð en leikir eins og Sly og Ratchet and Klank og því ætti hann að höfða til aðeins eldri hóps. Leikurinn byrjar á því að Jak er gerður útlægur úr heimabæ sínum og er tekin inn í samfélag utangarðs- manna sem hafa aðsetur í eyðimörk mikilh. Þar verður hann að vinna sig upp í það að geta snúið aftur til borgarinnar sem hann var bann- færður frá og losa hana við illindin sem þar geysa. Framleiðendumir hafa troðið nánast öllum mögtflegum mögu- leikum í þennan leik til að gera hann sem hressilegastan. Maður brunar um á bflum, eðlum, svifbrettum og spjallar við fólkið á götunni til þess að fá verkefni til að leysa. Þannig byggir maður upp vopnabúr og getu og er tilbúinn í slaginn þegar þar að kemur. Grafíkin er mjög góð og litrík. Umhverfið stórt og mikið, fullt af persónum sem eru allar vel gerðar. Leiklestur er betri en maður á að venjast og hreyfingamar em líka frá- bærar. Það hefur hrjáð marga leiki sem hafa mismunandi spilunar- mögtfleika að stjórnun getur verið góð á einum stað en orðið vafasöm þegar einhver þarf að setjast undir Jak PS2/hasarleikur SCEA ★ ★★ Tölvuleikir stýri. Það á ekki við hér. Stjórnun er auðveld og maður er fljótur að ná tökum á pinnanum. Þetta er einn af þessum leikjum sem gn'pa mann og maður ánetjast fljótt þannig að maður á eftir að fá að heyra nöldrið í kæmstunni eða foreldrunum fljótlega eftir það. Skemmtilegur leikur sem sárt verður að klára því að eftir þennan er þetta allt búið, eða þangað til næsta persóna tekur við. Ómar öm Hauksson Stjörnuspá Hermann Gunnarsson dagskrárgerðar- maður er 58 ára í dag. Það sem maður- inn gerir, hugsar og hvernig hann hegðar sér hefur gríðarleg áhrif á framhald- ið hjá honum. Hann er fær um að sá eigin rök- hugsun yfirtilfinn- ingalegar þrár sínar en ætti ekki að halda aftur af sér því hann er þess verður að vera elskaður. Hermann Gunnarsson VV Mnsberm (20. jan.-l8.febr.) v Ekki gefa fólkið sem þú elskar upp á bátinn þó þú finnir ekki fyrir því jafnvægi sem eflir þig eins og þú þráir. Hlustaðu vel á lífsins hljómkviðu og reyndu að bera kennsl á það sem er gefandi. \í Fiskarnirfi9. febr.-20. mars) ■' ' Hér koma fram smáatriði sem koma í veg fyrir samkomulag sem er mikilvægt varðandi framhald (verkefni sem hófst fyrr á árinu) sem tengist þér. Þú ættir að huga vel að áherslum þín- um og jafnvel (huga að breyta forsend- um þínum í umtöluðu máli. Ekki sýna kunningjum þínum stöðuga tortryggni. Cyí tiVÍHUÚm (21.mars-19.aprll) Lærðu að treysta. Spennandi og langt ástarsamþand er jafnvel að þróast í áttina að öllu alvar- legri málum ef þú ert ekki lofuð/lofað- ur. Líttu í kringum þig og þú áttar þig skjótt á því að vinur/vinkona sér ekki sólina fyrir þér. b NaUtið (20. april-20. mal) Opnaðu hjarta þitt, minnkaðu væntingar þínar og framkvæmdu áhugamál þín. Hér hefst annatími hjá stjörnu nautsins. t Tvíburamirei . maí-21.júnl) Um þessar mundir ættir þú ekki að þera langanir þínar á torg held- ur láta þær aðeins í Ijós við þá sem eru þér nákomnir og traustsins verðir að þínu mati. Kttbb'm (22.júni-22.júii) Staða sólar segir þig þurfa að berjast fyrir rétti þfnum ef þú tilheyrir stjörnu krabbans og niðurstaðan verður þér vissulega hagstæð. Áætlanir þínar munu standast. Ljónið (23.júli-22.ágúst) Það stefnir allt í að nýr kafli í lífi þínu hefjist. Stundum er eins og þú finnir fyrir óöryggi sem virðist koma þér á óvart og á það vel við í desember. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Fólki fætt undir stjörnu meyju þykir jafnvel, þessa dagana, að öðrum sem meira gefið en því sjálfu. Þannig er það alls ekki heldur er hér jafnvel á ferðinni þín eigin líðan. Ekki gera þér óraunhæfar væntingar kæra meyja, því allt blessast farsællega þegar og ef þú sleppir áhyggjum þínum lausum. Q Voqm (23. sept.-23.okt.) Þú ættir að leggja þig fram við að sjá líf þitt í raunsærra Ijósi með því að skoða það utan frá kæra vog. Þér er einnig ráðlagt að þakka í auknum mæli fyrir það sem þú færð daglega og sjá, hlutirnir reynast auðveldari en þú þorðir aðvona. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.nm.) Fólk fætt undir stjörnu sporð- drekans er minnt á að láta nægjusemi, styrk og sjálfstæði efla eigin getu til framfara og hætta að taka að sér vanda- mál annarra. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.0es.) Þú birtist hér sérlega meðvit- aður/meðvituð um þig sjálfa/n sem er jákvætt í fari bogmanns. Nýttu hæfi- leika þína með komu jóla og leyfðu þér að láta skoðanir þínar í Ijós í meira mæli í starfi, námi eða á heimilinu. z Steingeitin (22.des.-19.jan.) Hættu að veita viðnám og leyfðu hlutunum að vera eins og þeir eru. Þegar þú opnar huga þinn fyrir öðrum sjónarmiðum og ert ekki bund- in/n neinu lifna þrár þínar einfaldlega við. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.