Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 Fréttlr DV Háskóla- menn borga hálfa leigu Háskólamenntaðir starfsmenn Mýrdalshrepps njóta sérstakra kjara á húsaleigu hjá hreppnum. Fyrstu tvö ár í starfi greiða háskólamennirnir aðeins helming venjulegrar leigu, þó aldrei meira en 30 þúsund krónur á mánuði. Þriðja árið þar á eftir verða há- skólamenntaðir að greiða fuila leigu, sem á reyndar að hækka um 10 pró- sentum áramót. Fyrir utan þessi fríðindi fá leigjendur húsaleiugbæt- ur eigi þeir á annað borð rétt til þeirra. Rússar á Sirkus í kvöld, fimmtudags- kvöld, munu tveir plötu- snúðar kynna það heitasta sem er að gerast í rúss- neskri tónlist á Sirkus við Klapparstíg. Það eru þeir dr. Oleg Nikiforov ffá Moskvu og Ritums Rozen- bergs frá Riga í Lettlandi sem hér um ræðir en þeir hafa snúið skífum af mikl- um móð í heimalöndum sínum og víðar. Aðgangur er ókeypis. Dollarinn undir 60 lcrónur? Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka. „Dollarinn gæti hæglega farið undir 60 krónur eins og stað- an er I dag. Fer þar saman að dollarinn er aö lækka á al- þjóðamarkaði á sama tlma og krónan helduráfram að hækka hér heima." Hann segir / Hún segir „Bandarlkjadollari hefur veikst verulega gagnvart öðrum myntum I töluverðan tíma. Þessu til viðbótar hefur krón- an styrkst töluvert undan- farna daga. Ég tel að þessi þróun get vel haldið áfram til skemmri tlma og reikna þvl al- veg eins með þvl að Banda- rlkadollari fari niöur fyrir 60 krónur." Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbanka. Ung kona sem fann hlerunarbúnað í fataskáp í svefnherbergi sínu fyrir skemmstu er flutt til foreldra sinna af hræðslu við fyrrverandi sambýlismann sinn sem grun- ur leikur á að hafi komið búnaðinum fyrir. Lögregla rannsakar málið sem er án hliðstæðu hér á landi og þykir bera vott um sjúklega afbrýðisemi. Fjölbýlíshúsið við Veghús Vettvangur ótrúlegra atburða og ofsafenginnar afbrýðisemi. 1 í i ; ' _ ; ' • ' ll ,, „ J < f - [M. leikiir lausum hala Maðurinn sem hleraði íbúð íyrrverandi sambýliskonu sinnar í fjölbýlishúsinu að Veghúsum 29 leikur enn lausum hala. Lög- reglan verst allra frétta af rannsókninni nema hvað að staðfest er að hún sé í gangi. Eins og fram hefur komið í frétt- um DV þá hleraði fyrmm sambýlis- maður konunnar íbúð hennar og þá sérstaklega svefnherbergið. Hafði hann komið þar fyrir GSM-síma með sérstökum búnaði sem hann gat hringt í án þess að heyrðist og þannig numið öll hljóð í herberginu. Var konunni að vonum mjög bmgð- ið þegar hún fann búnaðinn fyrir til- viljun þegar hún var að sækja sér klæðnað snemma morguns. Óhugnaleg sjón Um tíma vom grunsemdir uppi um að verið væri að ljúga verknað- inum upp á meintan hlerunarmann sem nú er aldrei kallaður annað en svefnherbergismaðurinn í fjölbýlis- húsinu við Veghús. Það þykir nú hins vegar með öllu útilokað þar sem nágrannar konunnar hafa vitn- að um að hafa séð búnaðinn í svefnherbergisskáp konunnar. Eða eins og einn nágranninn orðaði það: „Við sáum þetta og það var óhugnaleg sjón.“ Til fyrirmyndar Svo virðist sem ofsafengin af- brýðisemi hafi stjórnað fáheyrðum verknaði svefnherbergismannsins sem bjó með konunni í þrjú ár. Hann kom nágrönnum sínum þá fyrir sjónir sem fyrirmyndarmaður og í viðtali við DV fyrir nokkrum dögum, sagði hann: „Við skulum sjá hvernig þetta fer. Meira segi ég ekki.“ Flúði Að sögn nágranna konunnar hefur hún ekki sést í húsinu eftir að málið kom upp enda mun henni hafa verið mjög brugðið. Þó sér- staklega eftir að málið varð opin- bert í fjölmiðlum. Telja nágrann- arnir að hún hafi flutt til foreldra sinna af ótta við fyrrverandi sam- býlismann, eða eins og einn ná- „Það er ekki langt síðan landsmenn fréttu afmorði vegna sjúklegrar af- brýðisemi. Það er skiljanlegt að fólk verði hrætt." granninn orðaði það: „Það er ekki langt síðan að landsmenn fréttu af morði vegna sjúklegrar afbrýði- semi. Það er skiljanlegt að fólk verði hrætt.“ Ekki er hægt að segja til um hvaða refsing liggur við því að hlera svefnherbergi fyrrverandi sambýlis- konu sinnar en það kemur í hlut dómstóla að ákvarða það þegar sannast hver var á ferð í íbúð kon- unnar að Veghúsum og hverra er- inda. Nágrannar kvarta undan Kaffi- og menningarhúsi í Hafnarfirði Sofa ekki fyrir látum „Hávaðinn er slíkur að ekki er hægt að una við í íbúðarhverfi," seg- ir Gísli Sigurðsson í bréfi til Hafnar- fjarðarbæjar. Gísli býr á Mjósundi í Hafnarfirði. í götunni er einnig Kaffi- og Menn- ingarhús fyrir ungt fólk þar sem tón- leikar og hópamyndun unglinga veldur friðsælum nágrönnum erfið- leikum. Gísli segir að þegar starfsemi hússins hafi verið kynnt í hverfinu hafi bærinn lagt upp með að ónæði yrði sem minnst af starfseminni. „Því miður hefur fátt af því sem þar kom fram staðist og sé ég mér ekki annað fært nú en að biðja um úr- bætur," segir Gísli í bréfinu. Hann segir lætin sem fylgi tón- leikum ekki það eina: „Mikið er um að krakkarnir safn- ist saman á tröppunum fyrir framan húsið og á götunni og er h'tið sem ekkert eftirlit með þeim. Af þessu skapast töluvert ónæði og fylgir oft mildll sóðaskapur, bréfarusl og sígarettustubbar sem kemur í hlut nágranna að tína upp.“ f samtali við DV sagðist Gísli hafa rætt við Geir Bjarnason, forstöðu- mann hússins, en kvartanir hans hafi ekki fengið hljómgrunn. Svefn- herbergisgluggi hans vísi að kaffi- húsinu og oft séu hundruð krakka fyrir utan húsið langt fram á nótt. Geir Bjarnason kannast við þess- ar kvartanir. Hann segir aðsóknina að Kaffihúsinu hafa aukist til muna og vissulega fylgi meiri fjölda aukið ónæði. „Við höfum gripið til ýmissa ráð- stafana. Tónleikar eru aðeins á fimmtudagskvöldum og búnir fyrir ellefu. En það er rétt. Tónleikar eru háværir. Þannig er það bara," segir Geir. simon@dv.is Miltisbrandur á Vatnsleysu Þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi á bænum Sjónarhóli á Vatnsleysu- strönd og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Hross í nágrenni við Sjónarhól hafa verið sett í aðhald og fýigst verður með heilsufari þeirra. Ekki er enn vitað hvernig smitið barst í hrossin en það er nú í rannsókn. Umferð fólks og dýra um svæðið verður einnig takmörkuð um sinn en ekki er talin hætta á ferðum fyrir fólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.