Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004 9 Fjórum sinnum 70 mínútur Sveppi, Auddi og Pétur Jóhann í 70 mínútum eru að klára þætti sína á Popp Tíví. Þeir byrja eftir áramót með fullorðinsútgáfu af þætti sínum á Stöð 2. Ekki er komið nafii á nýju þætt- ina, sem verða á dagskrá íjóra daga vikunnar. Að sögn Páls Magnússonar, sjónvarpsstjóra á Stöð 2, er enn unnið að und- irbúningi nýrra þátta sem hefja göngu sína eftir áramót á Stöð 2. Enn á eftir að taka ákvörðun um endanlegt form þáttarins. Ennþá fleiri Hafnfirðingar Gert er ráð fýrir því að Hafhfirðingum fjölgi um 2.500 fyrir árið 2008 í nýrri ramma- ijárhags- áætfun sem var lögð fyrir bæjarstjórn á þriðjudag. Verða Hafn- firðingar orðnir 25 þús- und í árslok 2008, og hefur þá fjölgað um rúmlega eina Húsavlk og eitt Kópasker eða svo. Við þetta aukast skatt- tekjur um milijarð. Flotinn í heimsókn Þrjár freigátur úr fasta- flota Atlantshafsbandalags- ins áAtlantshafi (Standing Naval Force Atlantic) munu heimsækja Reykjavík dagana 11. til 13. desember. Freigát- umar em frá Hollandi, Kanada og Þýskalandi. Yfir- maður flotans er hollenski flotaforinginn Léon Bruin. Síðasta heimsókn flotans til íslands var í júlí 2000. Frei- gátumar munu liggja við festar við Sundabakka og gefst almenningi kostur á að skoða þær á laugardag og sunnudag milli klukkan 13.30 og 16.00. Lyfjaeftirlitið varar við nýrri tegund af Viagra í gelformi sem er ætlað til áts og er gott á bragðið. Lyfinu hefur verið dreift til kynningar á skemmtistöðum. Gelið er ekki á skrá hjá lyfjaeftirlitinu og því trúlega flutt ólöglega til landsins. í hjálpar- tækjaverslunum kannast menn ekki við þetta nýja sælgæti sem veldur áukínni stinningu karlmanna. Hættulegt Viagra-gel á skemmtislöDum „Ef þetta er lyf þá er það ólöglegt. Annars er verið að plata fólk til að kaupa svikna vöru,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún kannast ekki við að nýja Viagra-gelið, sem kallað er Mahagara, hafi verið skráð hjá stofnuninni. Rannveig varar við notkun óskráðra lyfja. „Algjörlega. Til að selja lyf hér á landi þarf að sýna fram á margs konar leyfi. Það er mjög strangt eftirlit með lyfjum," segir Rannveig Gunnarsdóttir. Hún segir heilbrigð- iseftirlitið fara með þau mál en lyfjastofnun skoði náttúrulyf eða lyf sem innihalda ekki virk eftii. „Þetta Viagra-gel er ekki á skrá hjá okkur og því er annað hvort ver- ið að gabba fólk til að kaupa eitt- hvað sem ekkert er - eða hitt - að þarna sé ólöglegt lyf á ferðinni," segir Rannveig. Gefið á skemmtistöðum DV hefur heimildir fyrir því að síðustu helgi var fólki boðið nýja Viagra-gelið á skemmtistað í mið- bænum. Að sögn „dreifingaraðil- ans“ voru þetta sýnishorn. Hann hygði á frekari markaðssókn á næstunni. Einn kúnni sem DV ræddi við sagðist hafa fengið gelið í hendurn- ar. Það hafi lyktað ágætlega en hann hafi ekki viljað leggja sér það til munns. Rannveig ítrekar að til að skrá- setja nýtt lyf á markaðnum þurfi markaðsaðilar að fara í gegnum strangt eftirlit; senda niðurstöður úr rannsóknum til heilbrigðisstofn- unar og sýna fram á að lyfið sam- ræmist íslenskar reglur. „Pað ersvo umhugs- unarefni efungir menn eru farnir að éta Viagra á skemmti- stöðum." Ungir menn á uppleið „Við erum ekki með neitt Viagra- gel á boðstólum," segir Þorvaldur Stefánsson, framkvæmdastjóri Ad- ams og Evu. Aðspurður hvort hann kannaðist við efnið sagði hann nafnið, Mahagara, hringja einhverj- um bjöllum. „Við erum mjög strangir á því að allar okkar vörur eru samþykktar af Lyfjastofnun. Við seljum ekki lyf með virkum efnum, aðeins náttúrulyf og oh'ur,“ segir Þorvaldur og bætir við: „Það er svo umhugsunarefhi ef ungir menn eru farnir að éta Viagra á skemmtistöðum, þó að fólki sé auð- vitað frjálst að gera hvað sem er.“ Varasamt gelát Víagra hefur á síðustu árum valdið byltingu í kynlífi eldra fólks. Miðað við þessa þróun á íslenskum skemmtistöðum virðist yngra fólk orðið meðvitaðra um kosti lyfsins. Bæði Rannveig hjá Lyfjastofnun og Þorvaldur hjá Adam og Evu taka þó skýrt fram að fólki sé ekki ráðlagt að nota lyf af þessu tagi nema í sam- ráði við lækni. Viagra-töflur Nýjastaæöiö ergelsem er gott á bragöiö. Gelát á skemmtistöðum getur því verið vafasamt. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.