Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Blaðsíða 25
DV Menning Ammanerflogin Höfundur þessa ævintýrís um Óla og ömmu hans, Björk Bjarkadóttir, hefur á undanförnum árum sent frá sérþrjár sögur fyrir ung börn þar sem blandaö ersaman einföldum sögutextum við skemmtilegar myndlýsingar í persónu- legum stíl. Markhópur eru ung börn sem lesa þarffyrir eða endursegja söguefnið. Sagan afömmu er furðusaga, sú gamla er sprækur fiuggarpur sem að næturþeli fangar brotamenn. Lestext- inn er skemmtilegur, settur upp með misháu letri til áherslu i sögunni sem mætti ætla að væri styrkur fyrir unga lesendur, en þar trúir þessi lesandi að Atburðarásin er hröð og mikið gengur á í myndheími sögunn- ar sem ætti að duga til drjúgr- arathygli hjá ungum augum. sögumanni og höfundi skjöplist: sögu- efnið er fyrir yngri lesendur en þá sem farnir eru að stauta sig. Þannig gætir misvisunar í frágangi texta í letrí, söguefni og myndskreyt- ingum, sem annars eru fjörlegar og skemmtilegar f lestri og á að horfa. At- burðarásin er hröð og mikið gengur á i myndheimi sögunnar sem ætti að duga til drjúgrar athygli hjá ungum Amma og þjóf- urínn í safninu eftir Björk Bjarka dóttir Mál og menning Verð 1.990 kr. Bækur augum. Rétttrúnaður læðist að manni: hér er lögreglan fávís andspænis kláru gamalmenninu og þjófarnir hafa ekki roð við henni. Sagan öll er fjörugt tiltæki sem gaman verður að prófa á áhugasömum mönn- um sem ég þekki um spennandi sögu- efni og litríkar myndir afþessu tagi. Páll Baldvin Baldvinsson t fr" BORGARLEIKHUSIÐ Leikfólag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík ■--SJrÚDÁGÚR^-m--LÁuGÁRDÁGnrrT7T2-I BROT AF ÞVl BESTA - BÓKMENNTAKYNNING Krínglusafns, Kringlunnar og Borgaríeikhúss: Bima Anna Bjömsdóttir, Bragi Ólafsson, Einar Mir Guðmundsson, Gerður Krístný, Njörður P. Njarðvík, Stefán Máni kl 20 - Aðgangur ókeypls - Ljúfir tónar og léttar veitingar KRAMHÚSIÐ - JÓLAGLEÐI Nemendasýning - tónlist - dans. Lifandi tónlist og ball i forsal kl. 20.30 Aðgangurkr. 1.500,- SUNNUDAGUR 12/12 BELGlSKA KONGÓ eftir BRAGA ÓLAFSSON TUDAGUR 10/12 BELGÍSKA KOHGÓ eftir BRAGA ÓLAFSSON Gríman fyrír besta leik / aðalhlutverki - kl 20 Miðasala á netinu: www.borgarleikhus. is Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki - kl 20 GJAFAKORT I BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDIR ENDALAUST Gjafakort fyrir einn kr. 2.700 - gjafakort fyrir tvo kr. 5.400 Gjafakort á Línu Langsokk fyrir einn kr. 2.000, fyrir tvo kr. 4.000 VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU Miöasala, simi 568 8000 Sárir fætur og skortur Lfklegast eru margir orðnir lang- eygir eftir nýrri bók frá Huldari Breiðfjörð en hann sló eftirminni- lega í gegn með fyrstu bók sinni, Góðir íslendingar, sem út kom árið 1998 en sú bráðskemmtilega ferða- saga var á sínum tíma bæði tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna og bókmenntaverðlauna DV. í Góðum íslendingum leggur sögu- maður upp í langferð á Lappland- erjeppa inn í kaldan og nöturlegan, íslenskan, ffostavetur, rekinn áfram af óeirð og ákveðinni von um að finna kjarnann í sjálfúm sér. Meðfædd bjartsýni og gott skopskyn í glænýrri bók, Múrnum í Kína, leggur Huldar upp í aðra langferð en hér virðist ástæða ferðarinnar helst vera sú að sögumaður er nýhættur að reykja, búinn að ganga sig upp að hnjám í reykvísku umhverfi og lang- ar að prófa eitthvað nýtt. Svo aftur er það óeirðin sem rekur kappann af stað nema nú nægir ekkert minna en Kína. Glaðbeittur bítur hann í sig að ganga eftir Kínamúmum endi- löngum, sækir nokkra einkatíma í kínversku, kaupir sér viðlegubúnað og leggur svo í hann. En hann er ekki búinn að vera lengi í landinu þegar sárir fætur gera áþreifanlega vart við sig ásamt öðr- um óþægindum sem aðailega felast í skorti á munaði; tæm vami, nær- ingarríkum mat og viðunandi hrein- lætisaðstöðu. Svo ekki sé minnst á Murinn i Kma 'J eftir Huldar Breiðfjörð Bjartur 2004 murmmkmk Verð: 4.250 kr. Bækur óbærilegan hitann og tungumála- örðugleika sem kínverskutímarnir mega sín lítils gagnvart. Hann harm- ar örlög sfn og feigðarflan, rétt búinn að feta örfáa kílómetra af þeim 2.800 sem bíða hans, en þrammar þó ótrauður áfram, með smáfrávikum. Oft er tæpt á þreki sögumanns sem margsinnis lendir í slæmum og væg- ast sagt óþægilegum aðstæðum. Hann nær þó að klóra sig í gegnum hremmingamar, stundum með að- stoð góðra manna en oftar en ekki kemur meðfædd bjartsýni og gott skopskyn honum til bjargar. Fræðandi og sjarmerandi saga Huldar sýndi og sannaði í Góð- um íslendingum að hann hefur skemmtilegan húmor fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu og þessi hæfi- leiki blómstrar ríkulega í Múrnum í Kína. En Huldar hefur ekki aðeins næmt auga fyrir skoplegum hliðum tilverunnar. Lýsingar hans á fólki og umhverfi eru myndrænar og hlýleg- ar og þó hann skilji ekki alltaf það sem fyrir augu eða eyru ber skynjar hann sterkt fegurð landsins og íbú- anna. Stundum er hann við það að tryllast yfir fólksmergðinni, hrika- legri fátæktinni, hrákaáráttu íbú- anna og þeirri staðreynd að í Kína virðist einkah'f vera merkingarsnautt fyrirbæri. En hann dáist líka að hjálpsemi, náungakærleika og glaðværð íbú- anna og er ólíkum kenndum hans best lýst með hans eigin orðum: „Þú elskar Kína. Þú fílar dreka. Að öil hús standa opin. Að enginn munur er á úti eða inni. Og allt rennur saman. Þú dýrkar öll þessi hlæjandi andlit. En mollan yfir rúmpöllunum hentar þér iila. Flæmar í rúmunum fara illa í þig. Þér líkar hvorki svækjan frá kolaeldavélunum né blóðblettirnir á veggjum. Þú fílar tónana fimm. Þú elskar Kína. Hvernig allt er öðruvísi. En samt ekki. Og nýtur þess að hafa það í maga, munni, eyrum og aug- um.“ (183). Þetta er vissulega snarbrjálað uppátæki. Að æða af stað með tak- markaða tungumálakunnáttu í gjör- ólfkt menningammhverfi og ætla sér að ferðast fótgangandi tæpa 3000 kílómetra og það á lélegum gönguskóm! Og skrifa aukinheldur bók um ævintýrið. En brjáluðu upp- átækin em oft best. Það sannar Huldar Breiðfjörð með þessari líf- legu, fræðandi og sjarmerandi sögu um múrinn og fólkið í Kína. SigríðurAlbertsdóttir Elly Vilhjálms Alltmittlíf Úrval dægur- söngva frá árunum '60-'95 Skífan Gunnari við gríðarlega I fagnaðarlæti. Hún brást K ™ ekki. Söng afkrafti, lyfti ^ % sér upp á linunum og sveif Bfcg yfir öllu, skýr svoaf bar. Það mun hafa verið siðasta framkoma hennar opinber- lega. Engin hljóðritun í gangi. Það hafði enginn vit á því, sagði Gunnar. Eftir það söng hún lag inn á disk með Stórsveit Reykjavíkur sem er reyndar lokalag á þeim tvöfalda disk sem hér um ræðir. Það varseinna sem maður frétti að þessa mánuði hefði hún ver- ið helsjúk. Þeir eru orðnir nokkrir diskarnir sem eru einhverskonar safnyfirlit um feril Ellýjar og ná um flest aflitlu plötunum sem hún söng inn á, sóló- og dúó-plötur hennar eru flestar komnar á diska. Það er synd að með Það er ekki skrýtið að maður fædd- ur 1953, sama ár og Ellý Vilhjálms kom fyrst fram opinberlega, skyldi aðeins sjá hana einu sinni á sviði, eins og hljóðritanir hennar og ímynd voru stór hluti afþeim árum þegar maður barn tók að hlusta á islenska tónlist í útvarpi. Það liðu reyndar þá bara nokkur misseri áður en ensk og amerísk tók allan hug manns. Ég fór ekki að hlusta aftur á Elly fyrr einhvern tíma um 1970. Það voru fyrst hljóðritanir hennar frá 1963 sem heilluðu mann mest Vegir liggja til allra átta, Ég veitþú kem- ur... þessum lögum safnaði maður á gömlum 45 snúninga plötum, leitaði þær uppi hvar sem þær fundust, enn voru ekki komar út endurútgáfur af músik sem var svo rikur partur af manni. Og þegar þær komu var fátt annað að gera en að draga saman heilstæðari söfn. Það var engum vafa blandið að Ellý var einstök söngkona. Hljóðrit- anir hennar áLP plötum SG-hljóm- platna voru ekki beint að smekk manns og jafnvel á þessum árum bölvaði maður að enginn afyngri tónlistarmönnum skyldi hafa vit á að fá hana til að syngja með sér, hvorki i sjónvarpi eða á plötum. Svo tóku að koma út eldri hljóðrit- anir með henni, safnplötur afáður útgefnu efni. Feillinn var sá að mað- ur gekk einhvern veginn út frá því að ferli hennar væri ekki lokið. Það væri hlé á ferli sem um síðir myndi hefjast á ný. Svo var það 1995 á afmæli Gunnars Þórðarsonar á Broadway að ég sá hana loksins taka sviðið og syngja Bláu augun þin til heiðurs w jjj þessu ágæta úrvali skuli ■ ekki vera almennileg Smli diskografia, en útgáfunni ,J2sS fylgir æviágrip hennar jJBjPl sem mun mörgum ókunn- jdHBI ugt: uppruni hennar i Höfnum og hljómsveitar- ferillinn frá 1953 til 1965 og seinna frá 1986. Þetta er vel unnið verk hjá Jónatan Garðssyni og öllum til sóma. Væri æskilegt að allar upptök- ur hennar yrðu gerðar aðgengilegar á neti fyrirþá mörgu aðdáendur hennar sem vildu eiga öll hennar lög i safni. Svo má velta fyrir sér hvað það var irödd hennarsem varsvona ein- stakt: svalur blærinn, dýptin, skýr hugsun í flutningnum þar sem hald- ið er um hvert hljóð, sú list að kunna að flytja kvæðið, sem kempur á borð Plötudómur við Ellý og Hauk Morthens kunnu af því að það skipti öllu máli: að skila Ijóðinu. Úrvalið sem hér er komið á tveimur diskum er fínt. Það sýnir listamann í stöðugri þróun um skamma hríð, sem kemur aftur tvíefldur og heldur einkennum sínum og kostum til hins síðasta. Það var gott að hún kom og söng þessi lög. Páll Baldvin Baldvinsson * C"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.