Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Björk 10 veldur uslaá nætur- klúbbi í NewYork Jolahjolin borga jolagjof kononnar Ragga Gísla Ekki með ör eftir lýtaaðgerðir Bubbi Morthens Það jiýðir ekki ú liggja oo væla 38 Götuspilarinn Jójó hlýtur að teljast sá sem fær fallegustu og bestu jólagjöfina þetta árið. Fyrir nokkrum dögum hringdi sýslumaðurinn í Jójó og tjáði honum að hann væri orðinn tvöfaldur afi. Afabörnin Þessi fallegu börn eru afabörn Jójós, hins þekkta götuspilara, sem hlýtur að teljast sá sem fer eina bestu jólagjöf- ina þetta árið. finningar af stað. „Maður fer að hugsa öðruvísi um lífið, vissulega." Og nú íhugar hann að breyta um lífsstíl. „Það er kannski tímabært. Þegar einvígi aldarinnar var hér 1972 þá krýndi Fischer mig með sigurkransinum mikla. En Sæmi rokk hafði þá útvegað mér einka- viðtal við heimsmeistarann sem ég tók upp á kasettutæki. Það var stór stund, ég þá tólf ára gamall en þá voru menn mikið í því að safna árit- unum á skákumslög. Einhvern veg- inn upp úr þessu fór Jójó af stað uppúr þessu með gítarinn og allt það. Kannski er við hæfi, nú þegar Fischer er á leið hingað aftur, að þeim ferli sé lokið. Jójótímabilinu er lokið og nú tekur afahlutverkið við." James segir þetta svo nýtt að hann hefur ekki einu sinni náð að hugsa fyrir jólagjöfum fýrir afa- börnin. „Ég er ekki búinn að átta mig almennilega á þessu. Þau koma þá bara á næsta ári. Og þau geta lit- ið svo á að jólalagið mitt, fullkomið jólahippalag sem nú heyrist af og til í útvarpi, sé mín gjöf til þeirra nú sem komið er.“ jakob@dv.is „Það er þannig að ég fékk símtal í fyrravor frá stúlku sem sagði mér að ég væri faðir sinn. Ég sagðist náttúrlega bara vilja fara í DNA því þetta kom mér algerlega í opna skjöldu. Svo förum við í DNA og svo er það að sýslumaðurinn hringdi í mig fyrir skömmu og sagði að ég væri orðinn afi," segir götuspilarinn Jójó. Götuspilarinn góðkunni féllst á að segja DV söguna sem sannarlega má teljast jólasagan í ár. Tíðindin eru svo óvænt að Jójó íhugar nú að styðjast fremur við nafn sitt James Clifton í framtíðinni. Það sé virðu- legra og meira við hæfi. „Tilvera mín hefur breyst, þetta er vissulega annað landslag. Davíð Þór stór- skáld heldur því ffam að ég sé með þessu að endurfæðast. Fyrir utan þetta barn sem ég styrki á Indlandi hef ég alltaf litið sem svo á að heim- urinn væri mitt barn. Að öðru leyti hef ég alltaf verið einn." gamall. En dóttir mín heitir Linda, indæl stúlka sem búsett er á Stykk- ishólmi og stendur sig ljómandi vel í lífinu. Hún er 27 ára gömul og tveggja barna móðir, þannig að James er nú orðinn virðulegur afi. „Hún sendi mér myndir af börnun- um, sem eru sjö og tveggja ára, og svei mér ef ég sé ekki svip í drengn- um.“ Hann segir þetta voðalega skrít- ið og vitanlega fari einhverjar til- Aðspurður um tilfinningar þá segist James ekki almennilega átta sig á þeim eins og er. Eftir þrjátíu ár með gítar fýrir framan fólk á hann erfitt með að greina í sundur hvað séu alvöru tilfinningar og hvað ekki. En þetta er óvænt. „Þetta er eins og köld sturta. Ég hef alltaf verið einn, nánast frá því ég var níu ára Linda með dóttur sinni Linda, dóttir Jójós, er búsett á Stykkishólmi þar sem hún undir hag sfnum vel. fm f Jójó eða James Clifton Eignaöist fyrir skömmu tvö afabörn og vissi ekki einu sinni fyrr en nýlega að hann ætti dóttur. Eipoist ovænt tvö banHböni Ef illa fer með skaupið sitja höfundar og leik- stjóri í súpunni „Þetta er atriði um iðnaðar- menn sem eru að leggja lokahönd á Þjóðminjasafnið nýja. Þetta eru ekki þjóðþekktir karakterar, enginn okkar á að vera neinn sérstakur. Bara svona bananar einhverjir," segir Halldór Gylfason leikari um þetta atriði sem hér er myndað en það er úr Áramótaskaupi Sjónvarps sem nú er beðið með mikilli eftir- væntingu. Skaupið er, sem kunnugt er, í umsjá Spaugstofumanna og í leikstjórn Sigurðar Sigurðssonar. „Það er alltaf gaman að vera í skaupinu. Alltaf," segir Halldór sem aldrei hefur upplifað neina pressu því samfara, en hann hefur leikið í þeim nokkrum. „Ég hef alltaf verið í skaupum sem þjóðin hefur elskað. Báðum skaupunum hans Óskars Jónassonar og svo var ég eitthvað örlítið í fyrra. Mér skilst reyndar að þjóðin hafi tekið frekar dræmt í það. En ég var að mestu klipptur út. En maður fer og skemmtir sér. Og sprellar. Ég veit vel að ef þetta mis- heppnast verður mér ekki kennt um neitt. Það er einhver annar sem er hengdur. Þeir sem skrifa og leikstýra, þeir sitja í súpunni. Þetta er win win situation fýrir leikara." Það er afar eftirsótt meðal leik- ara að komast í skaup. Það er svo vel borgað. „Málið er með sjón- varpið að þeir borga best í bransan- um. Gott að vinna í sjónvarpi fyrir leikara og þú færð launin á réttum tíma. öfugt við það sem tíðkast víða í þessum geira." Halldór segist hafa verið tvo Kjartan, Halldór og Þröstur Leó Ansi brattir sem iðnaðarmenn sem leggja lokahönd á endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. daga í tökum og þá leikið með Kjartani Guðjónssyni og Þresti Leó Gunnarssyni auk þess að vera með Pálma Gestssyni og Jóhannesi eftir- hermu í atriði. „Ég leik nú bara hann þarna félagsmálaráðherra, er engan þekktan utan hans." jakob@dv.i:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.