Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDACUR 23. DESEMBER 2004
Jólablað DV
Mikil töf á
lúxusíbúðum
Kaupendur íbúða í sjö
nýjum fjölbýlishúsum í
Skugghverfinu hafa ekki
enn fengið eignir sínar af-
hentar þrátt fyrir að um-
saminn skiladagur hafi ver-
ið í september. Vegna taf-
anna mun
verktakinn,
Eykt ehf.,
hafa þurft að
'■ leigja íbúðir
og hótelher-
bergi úti í bæ
fyrir kaupendurna sem
verða óþolinmóðari með
hverri vikunni. Fólkinu til
óblandinnar óánægju var
nýlega tiikynnt að afliend-
ing yrði ekki fyrr en eftir
áramót. Deilur eru á milli
verkkaupans, 101 Skugga-
hverfis ehf., og aðalverktak-
ans, Eyktar ehf., um ástæð-
ur tafanna.
Dofri þefaði
^iippi hass
Þrír menn voru hand-
teknir í ísafjarðardjúpi á
^órða tímanum í fyrrinótt
þegar þeir
reyndu að flytja
50 grömm af
hassi til norðan-
verðra Vest-
ijarða. Lögreglan
á ísafirði greip
mennina, sem
ailir hafa áður
tengst fíkniefnamálum.
Þeir komu akandi að sunn-
an á tveimur bflum. Einnig
fannst rafmagnsvopn í öðr-
um bflnum. Fíkniefna-
hundurinn Dofri lék lykil-
* hlutverk í aðgerð lögregl-
unnar og þefaði uppi jóla-
hass mannanna. Hann kom
til liðs við lögregluna á ísa-
firði í fyrrasumar í kjölfar
þess að fíkniefnahundurinn
Nökkvi úr Bolungarvík
lagðist í helgan stein. Dofri
útskrifaðist úr fíkniefna-
hundaskólanum með A í
öllum greinum.
Forstjórinn
>við stýrið
Ásgeir Eiríksson, for-
stjóri Strætó, ætíar aö keyra
vagn llOb frá
6.30 til 9.00 í dag.
Vagninn fer frá
Lækjartorgi upp í
Árbæ og er hrað-
leið. Ásgeir tekur
stundum upp á
því að keyra
strætó, en það
gerir hann nú í tilefni jól-
anna. Þetta er ekki í fyrsta
^$kiptið sem hann sest í
vagnstjórastólinn, en hann
tók meirapróf sem ungur
maður og starfaði sem
strætóbflstjóri um skeið.
Bærinn sagð-
ur lögbrjótur
i ; Bæjarstjóm Ilafnarfjarð-
ar hefur gerst sek um lög-
brot. Þetta kemur fram í
nýju jólablaði
Verkalýðsfélagsins
Hlífar í Hafnar-
firði. Þar er fjallað
um útboð á ræst-
ingum á stofnun-
um og skólum
bæjarins. Illíf telur
að með því að
senda starfsmönnum upp-
sagnarbréf og krefjast svara
hvort viðkomandi ætli að
starfa áfram eða ekki, án
þess að fyrir liggi hvaða
breytingar verða á vinnu-
^kipulagi, sé Hafnarfjarðar-
hær að brjóta lög um rétt-
arstöðu starfsmanna.
Gefin hefur verið út ákæra á hendur Eysteini Gunnari Guðmundssyni fyrir ólögleg-
an innflutning á sex Litháum á árunum 2002 og 2003. Eysteinn hefur áður hlotið
dóm fyrir það sama en þá varð klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að Eysteinn
slapp með lága sekt. Litháarnir standa uppi réttindalausir og eru sendir heim.
Dæmdur innflytjandi
Litháa aftur fyrir dúm
Sætir alvarlegum ásökunum Frétt DV af
Litháunum frá því Isíðustu viku. Eysteinn
Gunnar var þar sakaður um slæma meðferð
og svik á samningum við lithálska bygginga-
verkamenn.
Eysteinn Gunnar Guðmundsson er eini maðurinn sem til þessa
hefur hlotið dóm fyrir að flytja vinnuafl ólöglega hingað til lands.
Það var árið 2002 en þá hafði Eysteinn flutt inn níu Litháa í nafni
þáverandi fyrirtækis síns, Eystrasaltsviðskipta. Lögreglu bárust
ábendingar um að mennirnir níu byggju í gámi í Gufunesi og
voru þeir sóttir þangað og handteknir þar sem þeir reyndust ekki
hafa leyfi til að stunda vinnu hér á landi. Lögregla sendi svo
mennina níu úr landi áður en þeir voru yfirheyrðir. Eysteinn
Gunnar slapp við refsingu og greiddi 300 þúsund krónur í sekt.
Þingfesta átti málið gegn Eysteini
Gunnari í Héraðsdómi Reykjaness í
gær. Eysteini Gunnari hafði þá ekki
verið birt fyrirkall og hann mætti því
ekki. Málinu er því frestað þar til
fram yfir áramót.
Fleiri kærur á leiðinni
Ákærurnar gegn Eysteini Gunn-
ari nú eru samsvarandi þeim sem
hann var dæmdur fyrir áður. Hon-
um er gefið að sök að hafa flutt ólög-
lega til landsins verkamenn frá Lit-
háen. Mennirnir voru hér við
vinnu á vegum Eysteins Gunn-
ars, sem rekið hefur fyrirtæki í
byggingariðnaði um nokkurra
ára skeið.
Þessir menn eru ekki þeir
einu sem hafa slæma sögu að
segja af viðskiptum við Ey-
stein Gunnar, því fyrir
skemmstu var sagt frá því hér í
DV að sex aðrir Litháar hefðu
fengið aðstoð íslenskra vinnufé-
laga sinna vegna vangoldinna
launa. Eftir að kvörtunum mann-
anna hafði verið komið á
framfæri við stétt-
arfélagið Eflingu og lögfræðingur fé-
lagsins leitaði til lögreglu var náð í
mennina og þeim vísað úr landi eft-
ir yfirheyrslur. Ekki liggur fyrir hvort
mál þeirra endi með kæru.
Tryggvi Marteinsson, starfsmað-
ur Eflingar-stéttarfélags, hefur
reynslu af meðferð slfkra mála en
fyrir stuttu síðan leituðu sex Litháar,
sem störfuðu hjá Eysteini Gunnari,
til Eflingar vegna slæms aðbúnaðar
og vangoldinna
launa. Haft var
samband við
lögreglu
sem hand-
tók menn-
ina, yfir-
heyrði og
sendi þá
úr landi.
„Aðalatriðið er að
menn séu dæmdir fyr-
irsvona, annars hætt-
irþetta ekki."
Á ekki að líðast
Samkvæmt heimildum DV er
megn óánægja með löggjöf um er-
lenda verkamenn og réttindi þeirra
hér á landi. Bent er á að þegar mál
sem þetta koma upp sé það venjan
að lögregla handtaki þá erlendu
verkamenn sem um ræðir en þeim
sé síðan gert að yfirgefa landið að
loknum yfirheyrslum og því sé ekki
hægt að fylgja því eftir að mönnum
séu greidd þau laun eða að staðið sé
við það sem þeim var lofað.
„Þessir menn fá þar að leiðandi
aldrei þau laun sem upp á vantaði
þótt vel geti verið að gefinn verði út
ákæra á hendur atvinnurekandan-
um vegna veru þeirra hér á landi.
Sökum þessa sjáum sjaldnast slík
mál, heyrum hins vegar mikið um
þau,“ segir Tryggvi sem telur að það
skortí löggjöf sem verndi erlent
verkafólk sem fengið er hingað til
lands í góðri trú. „Aðalatriðið er að
menn séu dæmdir fyrir svona,
annars hættir þetta ekki,“ segir
Tryggvi.
Félagsmálaráðherra skipaði
nýlega þingnefnd sem falið er að
vinna tillögur að löggjöf um starfs-
mannaleigur á íslenskum vinnu-
markaði. Ekki náðist í félagsmála-
ráðherra í gær til að spyrja hann um
hvort tekið verði á löggjöf varðandi
rétt erlendra verkamanna í tilfellum
eins og þeim sem nú eru til með-
ferðar hjá dómstólum.
helgi@dv.is
I Eysteinn Gunnar Guðmundsson virðist I
I hafa haldið uppteknum hætti og flutt hingað ólög-
I lega lithálska verkamenn eftir dóm árið 2002. Arvida
I og Rimas eiga inni laun hjá Eysteini Gunnari eftir
| nokkurra mánaða vinnu hjá honum.
Yfirlögregluþjónn hvetur til stillingar
DVD-sjónvörpum skilað umvörpum
Slegist á bílastæðum
stórmarkaðanna
„Fólk spennist upp í umferðinni
um jólin. Þess eru meira að segja
dæmi að bflstjóra hafi slegist eftir
smávægilegan árekstur," segir Geir
Jón Þórisson yfirlögregluþjónn og
hvetur ökumenn til að sýna stillingu:
„Þó svo að jólaum-
ferðin gangi bæri-
; legaíheildsinnier
alltaf einn og einn
sem er að skjótast á
milli akreina á ailtof
miklum hraða, aka of
nærri þeim sem er
fyrir framan og
í raun að
Geir Jón Þórisson
legt Ijólaumferðinni.
hleypa umferðinni upp. Þessa menn
þurfúm við að taka og tala við,“ segir
yfirlögregluþjónninn.
Slagsmál ökumanna á bflastæð-
um stórmarkaðanna og annars stað-
ar í umferðinni eru meðhöndluð sem
hver önnur lögreglumál. Ekki veit
Geir Jón til þess að kært hafi verið
vegna jólaslagsmála bflstjóra á höf-
uðborgarsvæðinu:
„Fólk á að vera JJýtt og rólegt í
jólaumferðinni; ekki ískalt og stress-
að. Fólk verður að gefa sér þann tíma
sem þarf og þeir sem eru æstastir
verða að vita og skflja að öðrum ligg-
ur jafn mikið á. Allt tekur sinn tíma.
Jólaumferðin líka," segir Geir Jón
------------------Þórisson yfir-
lögregluþjónn.
Gölluðtæki í jólapökkunum
Miky-sjónvarpstækin
með innbyggðum DVD
spilara hjá BT hafa óvenju
háa bilanatíðni. Af 162
seldum tækjum hefur 35
þegar verið skilað. „Skelfi-
legt,“ segir Guðmundur
Magnason, fram-
kvæmdastjóri BT.
„Ég ætíaði að gefa
dóttur minni annað í
jólagjöf og við byrjuðum að nota
hitt,“ segir Eva Björk Ásgeirsdóttir,
sem keypti tvö Miky-sjónvörp. „Eftir
tvær vikur var það ónýtt. Við skiluð-
um því í BT. Þeir báðu okkur að bíða
í nokkra daga eftir sendingu sem
væri búið að laga. Við fengum svo
annað sjónvarp á fimmtudag. Á
sunnudaginn var það ónýtt."
Eva Björk skilaði báðum sjón-
vörpunum til BT á mánudag. „Ég vil
ekki gefa gallaðar vörur í jólagjöf né
Miky sjónvarpstækin f BT. Göll-
uð vara og vinsæl Ijólapakkana
eiga þær,“ segir hún og bæt-
ir við að henni hafi brugðið
þegar hún sá fólk á leiðinni
út úr búðinni með eins
tæki. „Það verður greini-
lega mikið af óánægðum
krökkum sem fá gallaðar
jólagjafir."
Guðmundur
Magna-
segir að þrátt fyrir að
tækin hafi verið yf-
irfarin af innflutn-
ingsaðilanum hafi
þau enn reynst
biluð: „Því
ákváðum við
að taka þau ,
úr sölu.“
son
Guðmundur Magnason framkvæmda-
stjóri BT „Slæmt fyrir okkur og kúnnana. “