Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 21
r
DV Helgarblað
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 21
Og drekka meira kaffi en góðu hóíi
gegnir. Ég myndi oft og iðulega ekki
vilja vera samstarfsmaður minn.
Svona rétt eins og Groucho Marx
sem sagðist ekki vilja vera meðlimur
í klúbbi sem legðist svo lágt að hafa
sig á meðlimaskrá."
Rekst illa í flokki
Gísh Rúnar getur vitanlega verið,
við réttu aðstæðurnar, hvers manns
hugljúfi. En Gísli Rúnar er ekki fyrr
búinn að játa á sig þetta að vera
erfiður að það brestur á með annarri
játningu:
„Markmið mitt í hfinu hefur um
nokkra hríð verið að verða Jón Jóns-
son. Og vel að merkja, það er sko
ekki heiglum hent að verða Jón Jóns-
son. En það er eftirsóknarvert vegna
þess að Jón er í svo góðu jafnvægi.
Hann lifir ekki tiibreytingarlausu lífi
heldur fremur svona frábrotnu. Sem
er gott fyrir sálartetrið. Þar eru ekki
miklar sviptingar, sem gerir þessari
tegund fólks sem við vorum að ræða
um áðan auðveldara að lifa með
sjáifu sér. Fyrst það reynist svona
erfitt að rekast í flokki með öðrum
verður að finna sér farveg. Og svo
þarf auðvitað að sjá sér farborða.
Nú, talandi um þennan mann
sem kostar kapps að verða Jón Jóns-
son og drekkur mikið kaffi við annan
mann, sko líttu á, þegar hans ær og
kýr hafa gengið út á að hafa núning
við fjölda manns, starfs síns vegna og
það er hætt að ganga sökum skap-
bresta, sérvisku, jafnvægisleysis og
taumlauss hárvaxtar á öxlum, hvað
getur garmurinn gert? Hvað kann
hann skást? Fyrir utan að drekka
kaffi og greiða á sér axlarskúfana.
Sem gæti skapað honum einbúavett-
vang í starfi?
Niðurstaðan varð: Ritstörf og
þýðingar sem ræfhlinn hafði hvort
eð er ahtaf unnið meðfram öðru.
Einmanalegt? Já, já, stundum. En þá
skapast næðið, þú veist, aðstæður
fyrir friðarjóhn sem Jón Jónsson
keppir að og sér í hilhngum. Ég hef á
undanfömum missemm gert tvær
tilraunir til að Jifa eingöngu af þessu,
það er að skrifa og þýða fyrir svið,
sjónvarp og útvarp. I fyrra skiptið
komst ég að því að það var ekld hægt.
Það er liins vegar hægðarleikur að
drepast af ritstörfum."
Sérsviðið sviðið
AJveg óhætt er að segja Gísla hafa
vakið mikla eftírtekt fýrir snjallar
þýðingar sínar og núna em tvö verka
hans í deiglunni. Hann þýddi söng-
leikinn Óhver sem nú er verið að
setja upp hjá Leikfélagi Akureyrar og
einnig er bók í flóðinu með þeim
hommum í Queer Eye for the
straight Guy sem Gísh þýðir sem
„Betur sjá hýr augu en auga“. En
sérsvið Gísla Rúnars er vitanlega að
þýða fyrir leiksviðið.
„Ég fékk eiginlega eldskímina
ungur með því að doktorera hinar
ýmsu þýðingar. Þetta hefur iðulega
verið hlutskipti leikara og leikstjóra á
æfingatímanum. Að laga þýðingar
sem höfðu htla sem enga þýðingu.
Fattarðu? Oft gat helmingur æfinga-
tímans farið í þetta. Ég hafði því
allgóða reynslu af svona doktering-
um eftir tuttugu ára tímabil, þegar ég
ákvað að snúa mér alfarið að þessu.“
Algerlega einráður við þýð-
ingarnar
Sumir halda að Gísli Rúnar sé að
spauga þegar þegar hann lýsir
reynslu sinni af þýðingum. En svo er
ekki. „Þegar ég fór að þýða fyrir
alvöm uppgötvaði ég eitt. Það er
geysilega mikið út úr þessu að fá, fyrir
utan þetta, sjáðu, að glíma við skáld-
skapinn sjálfan, lausa máhð, bundna
málið og auðvitað leikgerðirnar.
En - þegar ég sit við þetta gerist
hið brjálaða; ég fæ aht það kikk sem
ég var vanur að fá þegar ég var að
vinna í leikhúsinu hér í denn og mér
þóttí enn gaman að þeirri vinnu.
Líttu á. Ég sit og skrifa textann upp á
íslensku, vel persónunum málsnið og
myl undir persónueinkenni þeirra í
takt við það sem höfundurinn hafði
fyrirhugað á sínu móðurmáh, ég leik
persónumar upphátt við skrifborðið,
syng söngtextana stundum í tvo
mánuði, er þá syngjandi aha daga og
nætur, ég set leikritið upp í hugan-
um, sé fyrir mér leikmyndina, lýsing-
una, ég er á öhum póstum, algerlega
emráður og þarf ekki að hafa núning
við nokkum mann. Það eina sem ég
þarf að gera er að skha verkinu í
hendur leikstjórans og stundum
hljómsveitarstjórans ef um söngleik
er að ræða og svo er ég laus allra
mála. Nú, það gleðhega er að iðulega
gerist það að uppfærslurnar rísa und-
ir þessum draumórakenndu og órök-
réttu væntingum mínum og stund-
um rösklega það.“
30 ára sviðskrekkur Warners
endar með ósköpum
Nú er kannski ekki úr vegi að ætla
þessi skref erfið, það er að breyta sér
í Jón Jónsson frá því að vera þekktur
leikari. Innbyggð í hvern leikara er
ákveðin athyglissýki sem Gísh Rúnar
sver ekki af sér. En hann segist einsk-
is sakna í þeim efnum. Því hlýtur
maður að spyrja hvort þetta hafi ver-
ið sviðskrekkur eða eitthvað sLOct
sem varð tíl þess að hann lætur sig
nú hverfa af sviðinu að mestu.
„Sviðskrekkur? Nei, ekki aldehis.
Leikari verður auðvitað að hafa tíl að
bera það element mannskepnunnar
sem kahað er sýniþörf en þetta verð-
ur að vera í hæfilegum hlutföhum.
Það má ekki haha á neinn. Athyglis-
sýkin verður að vera umhverfisvin-
gjarnleg. Vistvæn. Á mínum þrjátíu
ára ferli þá hefur nú svona heldur
dregið úr þessu hjá mér, þ.e. sýni-
þörfinni. Sem sjá má glögglega á
þeirri staðreynd að í dag fæ ég meira
út úr því að sitja og standa fyrir
framan tölvu en því að standa fyrir
framan áhorfendur."
Þýðir fyrir skúffuna
Gísli Rúnar starfar fyrir sitt hug-
læga starfsafdrep fyrir starfsemi sína
og þeirra sem með honum vhja
starfa, sem hann segir sjálfur að séu
sárafáir, en hattur þessi ber heitið
Grínarar hringsviðsins. Karl verður
seint sakaður um leti, því hann á það
tíl að þýða fyrir skúffuna! Sennhega
Á mínum þrjátíu ára
ferli hefur nú svona
heldur dregið úr
þessu hjá mérf þ.e.
sýniþörfinni. Sem sjá
má glögglega á þeirri
staðreynd að í dag fæ
ég meira út úr því að
sitja og standa fyrir
framan tölvu en því
að standa fyrir fram~
an áhorfendur.
fáir sem það gera. „Nei, nei. Þetta er
það sem flestír þýðendur vhja, það er
að hafa svo rúman tíma th ráðstöf-
unar að þeir getí þýtt eftírlætísverk
sín og geymt þau í skúffu þar til ein-
hver öðhngur með smekk gimist þau
og falast eftir þeim. Ég nefni aldavin
minn og kohega Karl Guðmundsson.
Úr hans munni heyrði ég raunar í
fyrsta skiptí þetta orðasamband, að
þýða fyrir skúffuna. Það ber því vart
við að ég leikstýri eða leiki núorðið
nema stöku sinnum fyrir ehilífeyris-
sjóð Kaffibrúsakarlanna. Nú, stund-
um em þýðingar pantaðar hjá mér
en ég hef sárasjaldan boðið þýðingar
að fyrra bragði. Og svo á ég nokkrar
þýðingar á lager, þú veist, í skúff-
unni. Sem ekki lúta neinu sérstöku
markmiði eða mörkuðum, öðrum en
uppátektarsemi. Ligg á þessu eins og
„ormur á epli", eins og ráðherrann
sagði um árið.“
Gísli Rúnar Jónsson þýðandi
þýðir
Að sögn Gísla Rúnars telur hann á
mörkunum að nokkur maður geti
orðið matvinnungur hérlendis af
bókmennta- eða leikritaþýðingum
einvörðungu. „Þetta er eldd eins og
að þýða framhaldsmyndaflokk í
sjónvarpið og er ég síst að lasta þá
tegund þýðinga. Þetta er bara svo
fjári tafsamt. En skítt með það, þetta
er það skemmtilegasta sem ég hef á
ævi minni gert. Enda hefði ég ekki
farið út í þetta öðruvísi.
í dag hef ég náð því markmiði að
verða Jón Jónsson, sem notar þýð-
andanafnið Gísh Rúnar og htur fyrst
og fremst á sig sem þýðanda. „Það var
einhver sem sagði einhvers staðar fyr-
ir skemmstu að þýðingin væri eftir
Gísla Rúnar Jónsson leikara. Ég varð
afskaplega móðgaður fyrir hönd Jóns
Jónssonar, ahas Gísla Rúnars þýð-
anda, sem þýddi bókina." Og sam-
Jhiða þýðingarstörfum sínum er Gísli
Rúnar með bók í smíðum. „Já, hún
hefur verið í smíðum í 25 ár. Ég mun
gefa hana út á eigin reikning þegar ég
verð 70 ára ef ég finn ekki útgefanda.
Þetta eru atvikssögur úr leikhúsi sem
ég hef safnað. Eilífðarverkefni. Þetta
er svona amatörsagnfræði. Ég er ahtaf
að þreyta fólk með þessum sögum
svo það hlýtur að enda með því að
þær verði gefhar út.“
jakob@dv.is
„Varðandi atvikssögubókina þá
mun titih hennar verða í fyllingu
tímans: „Tekur hatt sinn og staf og
gengur út th hægri" sem er ein fyrsta
atvikssagan sem ég heyrði sem ung-
lingur og líkast th ein sú útbreiddasta
sinnar tegundar - og greinir, eins og
glöggir menn sjá, frá leikaranum sem
ekki lærði bara utanbókar textann
upp úr handritinu, heldur og innan-
svigaleiðbeiningar leikskáldsins - og
því endaði replikan hans svona:
Verið þér sælir, herra minn, tekur
hatt sinn og staf og gengur út th
hægri,“ segir Gísh Rúnar sem var svo
vinsamlegur að gefa okkur sýnishom
úr þeirri miklu bók sem vonandi
kemur sem allra fyrst fyrir sjónir
almennings.
Atvikssögur geta fjahað um aht
mihi himins og jarðar, meðal annars
um það sem gerist baksviðs, á æfing-
um, á sýningum, á sviðinu, úti í sal
(og stundum það sem gerist á
báðum stöðum samtímis og varðar
samskiptí leikara og áhorfenda) og
svo framvegis. Hér á eftir fara þrjár af
ólíkum toga.
Kaffiþambandi skrýtlumakar-
ar
Einhvetju sinni vorum við Júhi
Brjáns að skemmta sem Kaffibrúsa-
karlar. Það var á fyrra tilverustigi okk-
ar ástkæru kaffiþambandi skrýtlu-
makara, sumsé fyrir þetta 32 árum
eða svo. Hvað viðtökur áhorfenda
snerti vorum við yfirleitt svo góðu
vanir að þá sjaldan áhorfendur ekki
tóku okkur með kostum og kynjum
urðum við yfirleitt hálfhvumsa. Þeg-
ar við vorum u.þ.b. að Ijúka atriðinu
okkar að þessu sinni segir einn af
ffamámönnum fyrirtæksins sem við
vorum að skemmta fyrir stundarhátt
- og vel við skál: Þetta er ekki gott
skemmtiatriði. Þá missti ég út úr
mér: Nú, hélstu að þú fengir al-
mennilegt atriði fyrir þennan pen-
ing?
Séra Pálmi kemur til hjálpar
Á sýningu í Þjóðleikhúsinu
gerðist það fyrir fáeinum árum að
áhorfandi fékk fyrir hjartað og leið út
af. Einhver rauk á fætur og hrópaði:
Er læknir á staðnum? Sýning var
stöðvuð tafarlaust og aftarlega í saln-
um kvað við rödd sem hrópaði: Ég er
læknir. En doktorinn var varla búinn
að sleppa orðinu þegar sessunautur
hans stökk á fætur og bauðst th að
liðsinna þeim hjartveika - og reynd-
ist þar vera kominn Séra Pálmi
Matthíasson sóknarprestur. Þá varð
doktomum að orði: Heyrðu, á ég
ekki að kfkja á hann fyrst? Það er ekki
víst það sé komið að þér.
Brimklóarháseti og fyrrum
Selfoss-Máni
Ragnar Hólmarsson leikmynda-
meistari hjá Leikfélagi Reykjavíkur
hefur átt veg og vanda af frágangi og
iðulega smíði velflestra leikmynda
sem settar hafa verið saman fyrir fé-
lagið á sL 35 árum eða svo. Ein af fjöl-
mörgum uppfærslum sem Ragnar
átti þátt í að skapa umhverfi var
söngleikurinn Jesus Christ Superstar
í Austurbæjarbíói 1972 en þá fór með
hlutverk frelsarans Guðmundur
Benediktsson, núverandi fréttaþulur
RLTV-hljóðvarps, Brimklóarháseti og
fyrrum Selfoss-Máni með mefru. Um
það bh aldarfjórðungi síðar var sami
söngleikur færður upp á nýjan leik
hjá Leikfélaginu en í það skiptið í
Borgarleikhúsinu og þá fór með hlut-
verk frelsarans enginn annar en Pét-
ur, sonur fyrmefrids Guðmundar. Á
einni af síðari æfingum verksins,
skömmu fyrir frumsýningu, rann
upp sú stund að krossinn skyldi
reistur á sviðinu. Ragnar Hólmars-
son stjómaði verkinu með sínu eigin
lagi sem fólst í því að tréverk krossins
var lagt á sviðsgólfið, frelsarinn festur
við krossinn, og krossinn síöan reist-
ur upp. Þegar Ragnar var nýbúinn að
tyha Pétri á krossinn og bjó sig undir
að hífa hann upp, staldraði hann við
andartak, hallaði sér yfir leikarann
unga og sagði með tvírætt blik í aug-
um: Veistu að ég krossfesti líka hann
pabba þinn!