Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Fréttaskýring Dópsalar reyna að flytja jóladópið til íslenskra neytenda. Mikið hefur verið tekið af kókaíni í tollinum síðustu daga. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, segir aukna eftir- spurn vera eftir fíkniefnum um jól og áramót. Talað sé um jólapakka. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir að tvisvar hafi burðardýr verið hársbreidd frá því að deyja af því pakkningar hafi gefið sig í iðrum þeirra. Þessir pakkar sem koma inn fyrirjólin hafa verið kallaðir jólapakkar afþeim sem standa í þessum innflutningi. ardýr eru stundum burðardýr að at- vinnu, stundum félagar og vinir fQcniefnasalanna en líka fólk sem er í fjárþörf. Það kemur líka fýrir að fólk sé beitt þvingunum, ef það skuldar mikla peninga og getur ekki borgað öðruvísi en að fara í svona hættulegar sendiferðir fyrir dópsal- ana,“ segir Ásgeir Karlsson. Hittust á hóteli Fíkniefnadeildin í Reykjavík rannsakar mál íslendingsins á spít- alanum líkt og mál sem kom upp fyrir skömmu þegar Ámi Geir Norð- dahl Eyþórsson, rúmlega þrítugur Reykvíkingur, var handtekinn. Hann var tekinn þegar hann tók við um 300 grömmum af kókaíni af hol- lenskri stúlku á hóteli í Reykjavík. Hún var tekin sem burðardýr en hann er grunaður um að hafa ætíað að koma efninu í umferð hér á landi. Þrír nýdæmdir í vikunni var Sigurður Rúnar Gunnarsson, hafnfirskur bisness- maður, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fýrir að hafa smyglað kílói af kókaíni og kílói af am- fetamíni tif íslands í gegnum Kefla- vfkurflugvölf í sumar. Og nýlega voru þeir Sigurjón Gunnsteinsson og Salvar Björnsson dæmdir í langa fangelsisvist fyrir að koma með kókaín í endaþarmi frá Hollandi. Þeir voru teknir í desember í fyrra klæddir í landsliðsgalla hnefaleika- landsliðsins. Ekki er langt sfðan tvær afrískar konur voru dæmdar í langt fangelsi sem burðardýr, önnur frá Nígeríu en hin frá Sierra Leone. kgb@dv.is íslendingur liggur á sjúkrahúsi eftir að kdkaín sem hann var með innvortis voru fjarlægð. Hann gat ekki losað sig við efnin með eðlilegum hætti. Vaidas Jucevicius lenti í höfninni í Neskaupstað af því að fflcniefni stífluðust í iðrum hans. Fjögur stór kókaínmál eru í rannsókn út af burðardýrum sem hafa verið stoppuð í Keflavík. „Það hefúr verið fólk í höndun- um á okkur sem hefúr verið með umbúðir inni í sér sem hafa verið að gefa sig,“ segir Jóhann R. Benedikts- son, sýslumaður á Keflavíkurflug- velli. „í alla vega tveimur tilvikum hefur fólk verið hársbreidd frá bana.“ Þó að menn séu með efnin pökk- uð inni í sér er nóg að ein pakkning gef! sig til að valda dauða," segir hann. Jóhann og hans menn á Keflavík- urflugvelli rannsaka nú tvö stór mál þar sem útíendingar hafa smyglað miklu af kókaíni inn ílandið.Nýjasta málið snýst um smygl á 850 grömm- um af kókaíni. Því smyglaði brasilísk stúlka með því að líma pakkningar ofanvert á læri sín. Samkvæmt upplýs- ingum DV var efn- ið, sem kom lík- lega frá Brasilíu, óvenju hreint og því mikils virði á götum borgarinnar. ýk Böndin berast að ís- lendingum sem hafa verið í Brasilíu um lengri eða skemmri tíma. Johann R. Benedikts- son Tvö burðardýr verið hársbreidd frá þvi aó devia. Jóladópið „Þetta kemur í bylgjum. Það er oft sagt að neysla á hörðum ffkniefn- um, amfetamíni og kókaíni, aukist um jól og áramót. Þessir pakkar sem koma inn fyrir jólin hafa verið kall- aðir jólapakkar af þeim sem standa í þessum innflumingi," segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Upp á síðkastið hafa lög- regla og tollur komið upp um mikið smygl af kókaíni hingað til lands með burðardýrum sem hafa verið stoppuð í Leifsstöð. Fyrir nokkrum dögum var Níger- íumaður stoppaður við komuna til landsins. ToUverðir tóku hann í tékk þar sem eitthvað einkennilegt fannst í bakpoka hans. Þar var sokkur sem greinUega eitt- hvað var í. Þegar Nígeríu- maðurinn var spurður hvað væri í honum, sagði hann toUvörðum að athuga það sjálfa. Þá komu í ljós smokk- |w ar fuUir af kókaíni sem hann , hafði reynt að smygla í enda- þarmi en misst út í flugvélinni á leið hingað tíl lands. Svo kom í ljós að hann var fuUur af eit- Ásgeir Karlsson Verðum varir við meiri eftirspurn um jól og áramót. urlyfjum innvortís, eða með samtals 670 grömm af kókaíni innan í sér. Nígeríumaðurinn er 25 ára og kom frá Austurríki í gegnum Kaup- mannahöfn. Skorinn upp Á sunnudaginn var kom svo ung- ur íslendingur hingað tU lands frá Frankfurt með Flugleiðavél. Hans vandamál var akkúrat öfugt við vandamál Nígeríumannsins. Þegar hann var tekinn tU skoðunar kom í ljós í röntgenmyndum að hann var með aðskotahlutí í maganum. Hon- um voru gefin efni tU að flýta fýrir niðurkomu efnanna, en sólarhring síðar höfðu efnin ekki gengið niður. Ekki þótti á annað hættandi en að skera manninn upp þar sem maga- sýrur gætu tært upp pakkingarnar sem hann var með í maganum. Það hefði getað drepið hann. Maður- inn, sem er tæplega þrítugur, var skorinn upp á sjúkrahúsinu í Reykjavík þar sem efnin voru fjarlægð. „Þetta sýnir hvað getur gerst og við sáum það vel í Norð- fjarðarmáUnu hvernig svona mál geta farið þegar mönnum í þessari aðstöðu er ekki komið tU hjálpar," segir Ásgeir Karls- son. Alþjóðlegir glæpahringir Jóhann sýslumaður segir að í fyrra hafl á sama tíma og nú komið upp 7 mál á eUefu dögum. „Þetta sýnir hverju við stöndum andspæn- is - alþjóðlegum glæpahringum sem eru að útvega innlendum aðilum þessi efni. Það blasir við úr því sem við höfum séð hér. Hann segir að eftir að fíkniefnadeUdin var endur- skipulögð árið 1999, hafi tekist að taka á því þegar flkniefnum er smyglað innvortis. „Þeir óttast okk- ar eftirlit og reyna að fela þetta svona fyrir okkur. Samt náum við þeim hér í toUinum,“ segir Jóhann. Ásgeir segir að lögreglan haldi baráttunni áfram gegn fíkniefnun- um. „Baráttan vinnst ekki þegar eft- irspurnin er enn svo mikil en við gerum okkar besta. Þetta eru lög- brot og við ætíum að gæta þess að lögum í landinu sé fylgt.“ Hann hef- ur heyrt að neysla á hörðum fíkni- efnum hafi aukist í næturh'fí Reyk- víkinga. „Það er eins og neysla am- fetamíns og kókaíns sé orðið hluti af skemmtanamynstri landsmanna, það er mUdð um neyslu á skemmti- stöðum borgarinnar, samkvæmt okkar upplýsingum, en við reynum að sporna við þessari neyslu eins og kostur er.“ Burðardýr alls staðar að Ásgeir segir að útíendingar sem ekki séu búsettir hér á landi og flyji hingað eiturlyf, séu í flestum tilfeU- um svoköUuð burðardýr. Það sé ólíklegt að mennirnir komi fíkniefn- unum í verð án þess að fá aðstoð fólks hér heima. „Það fer ekki að setja upp sölubása tU að koma efn- unum í umferð. Það hljóta því að vera samverkamenn hér. Það er oft erfitt að sanna hverjir það eru og ef við höfum engar vísbendingar tU að vinna eftir aðrar, þá náum við ekki þeim sem eru að skipuleggja söluna og dreifinguna." Burðardýrin hafa komið víða að, síðast frá Austurríki og BrasUíu en áður frá Spáni, Noregi, Nígeríu og Sierra Leone, svo nokkur lönd séu nefnd. „Þeir sem smygla sem burð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.