Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Yfir hátíðarnar tjalda sjónvarpsstöðvarnar öllu því besta sem þær eiga í fórum sínum. DV hafði samband við dagskrárstjóra innlendrar dagskrár á tveimur stærstu sjónvarpsstöðvunum, Stöð 2 og RÚV, og komst að því að ýmissa grasa kennir á skjánum um jólin. Jólastundin Er sérlega stór í sniðum aö þessu sinni en Gísli RúnarJónsson ferþar með hlutverk Skröggs hins niska. Snorri Már Skúlason Fer til Englands og hittirþar Hermann Hreiðarsson. „Við erum ákaflega ánægð með dag- skrána," segir Jóhanna Jónasdóttir, vara- dagskrárstjóri hjá RÚV. Og engin ástæða til annars. Þar er fetuð lína miili hefða og ný- mæla. Jóhanna á reyndar í stökustu vand- ræðum með að nefna það sem stendur upp úr. „Heimildarmynd um Gerði Helga- dóttur listakonu og myndhöggvara verður í tveimur hlutum sem við sýnum 1. og 2. jún- úar og heitir Líf fyrir listina eina. Við erum með Hestasöguna hans Þorfinns Guðna- sonar. Ogvið erum með NóaAlbínóa á dag- skrá," segir Jóhanna. Mikil tónlist Hún nefnir einnig til sögunnar árlega jólamessu með biskupnum sem að þessu sinni er í Víðisstaðakirkju í Hafnarfirði ásamt kór kirkjunnar og fleira góðu fólki. „Á aðfangadag verður síðan árlegt prógramm sem heitir Fyrir þá sem minna mega sín. Þetta er tónlistardagská frá Fíladelfíusöfn- uðinum og margir bíða spenntir eftir henni enda stórkostlegir tónlistarmenn þar á ferð. Á jóladag verður svo mynd eftir Erlu Skúla- dóttur, Bjargvættur, og hefur hún unnið til fleiri verðlauna og viðurkenninga en ég kann að telja. Svo verða glænýir jólatón- leikar Karlakórs Reykjavíkur á dagskrá en þeir fór til London og sungu þar. Já, það er mikil tónlist." Stórmyndin Hafið verður á nýársdag og Jólastundin verður óvenju glæsileg í ár. Þar er stílfærð útgáfa á Jóladraumi Dickens og fer Gísli Rúnar Jónsson með hlutverk Skröggs. Skaupið, annálar frá fréttastofu og svo Kveðja frá Ríkissjónvarpinu sem Mark- ús Örn Antonsson útvarpsstjóri annast, en hann fór á Austurland til að taka kveðjuna upp. „Svo frumsýnum við leikna mynd eftir Egil Eðvaldsson sem heitir Danskeppnin og er ætluð börnum.“ Aiveg má ljóst vera að heldur þykir Jó- hönnu sér þröngur stakkur sniöinn því enn er ýmislegt ónefnt sem markvert má teljast á dagskrá Sjónvarps yfir hátíðarnar. „Ellen og KK koma fram á tónleikum Norska hjálpræðishersins, við erum með Maður eins og ég með Jóni Gnarr í aðaihlutverki og einnig má nefna athyglisverðan þátt frá Unisef þar sem ungt fólk alls staðar að úr heiminum býr til einnar mínútu vídeóatriði - þetta er góð dagskrá." Grín og alvara „Ég vil sérstaldega nefna þátt Sjálfstæðs fólks þar sem þeir Jón Ársæll og Steingrím- ur Jón sækja óperusöngvarann Kristinn Sig- mundsson heim,“ segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrár á Stöð 2. Þessi þáttur verður á dagskrá 26. desember. „Og svo verð ég að biðja fólk að missa ekki af íslensku sveitinni. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Hvort verið er að hafa mann að fífli eða ekki. Ég bara gapti. Þetta er heimildarmynd sem þeir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson gerðu og viðmælendur þeirra tala frjálslega enda er þetta fyrir skelfilega teppabúðaratvikið." Idolið, sem hefur verið flaggskipið á dag- skrá Stöðvar 2 er í jólafríi en Heimir segir að nú sé verið að smíða stórfenglega sviðs- mynd fýrir lokaátökin. Þess í stað fái áhorf- endur sárabót í formi sérstakrar jólaútgáfu ameríska Idolsins. „Svo minni ég bara á, þótt það heyri undir fréttastofuna, Kryddsíldina, annála Fréttastofunnar þar sem blandast grín og alvara og Silfur Egils. Svo má einnig nefna sérstaka sjónvarpsupptöku sem gerð var með dávaldinum frábæra, Sailish, og einnig þáttur um amerískan uppistandara, Pabló Francisco og vini, sem tekin var síðasta vor.“ Jólajóla á Skjá 1 „A nýarsdag verður á dagskrá þáttur um fótboltamanninn Hermann Hreiðarsson en Snorri Már heimsótti kappann á heimili hans í Bretlandi í haust. Hver er Hermann Hreiðarsson sem við sjáum reglulega á skjánum í enska boltanum og hvernig lifir hann? Snorri Már heimsótti Hermann og fjölskyldu í haust sem komið hefur sér vel lýrir í fínu hverfi rétt utan við London," kemur fram í upplýsingum frá Helga Her- mannssyni dagskrárstjóra Skjás eins, en þar verður lögð áhersla á fótbolta. En það verð- ur meira á boðstólum Skjásins. Sirrí verður með jólafólk í sínum þætti á jóladagskvöld, Vala Matt er í jólaskapi, lítur inn á tvö bresk heimili og fylgist með jóla- undirbúningi Bergþórs Pálssonar og Al- berts Eiríkssonar á heimili þeirra. „Á gaml- ársdag verður boðið upp á áramótaútgáfu af Sunnudagsþættinum og verða þau Illugi, Katrín, Guðmundur og Ólafur Teitur í sínu fínasta pússi þegar þau líta yfir farinn veg. Fjöldi skemmtikrafta treður upp og búast má við fjörugum þætti í beinni útsend- ingu.“ Og ekki má gleyma undrakokkinum Völla sem hefur slegið í gegn með einföld- um en mjög hjálplegum húsráðum. Annan í jólum Id. 20.30 sýnir hann hvernig skal undirbúa áramótaveisluna." jakob@dv.is Jóhanna Jónasdóttir Fulltrúi Ríkissjónvarpsins er verulega ánægð með þaö sem I boði verður á skjánum.Jóhanna átti fstökustu vandræðum með að stikla á stóru fþvfsambandi. Heimir Jónasson Vekursérstaka athygli á Islensku sveitinni. Þegar Heimir sá hana vissi hann ekki hvort hann ætti heldur að hlæja eðagráta. Helgi Hermannsson Dagskrár- stjóriSkjás eins en þar verður eink um lögð áhersla á enska boltann yfir hátfðarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.