Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Menning DV Öxinogjörðin Jólaverkefni Þjóðleikhússins er að þessu sinni leikgerð Hilmars Jóns- sonará skáldsögu Ólafs Gunnars- sonar, Öxinni og jörðinni. Hilmar leikstýriren Arnar Jónsson bætistí röð þeirra leikara Þjóðleikhússins sem hafa tekist á við síðasta Islend- inginn, eins og Jón Arason hefur ver- - í iö nefndur. Þá syni hans, Björn og Ara, sem lutu með föður slnum á stokkinn í nóvember 1550, leika þeir Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason. Siðaskiptin, eitt mesta átakatíma- bil í sögu Islensku þjóðarinnar var vettvangur ógurlegra og ofbeldis- fullra átaka. Stórar persónur stíga fram á sjónarsviðiö; vígreifur trú- maðurinn Jón Arason biskup á Hól- um, synir hans og dóttir, fjölskyldur þeirra, veraldlegir sem andlegir höfðingjar, kvenskörungar, almúga- fólk o.fl. Skáldsagan Öxin og jörðin hlaut Islensku bókmenntaverðiaunin 2003. Magnað verk um trú og efa, sjálfstæði og kúgun, þar sem saga þjóðar er samofín grimmum örlög- um. Öxin og jöröin erstórsýning og skartar helstu leikurum Þjóðleik- hússins: Arnar Jónsson, Ingvar E. Sig- urðsson, Hilmir Snær Guðnason, Anna Kristln Arngrlmsdóttir, Arn- björg HllfValsdóttir, Atli Rafn Sigurð- arson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Erlingur Glslason, Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guöjónsson, Kristján Frank- lin Magnússon, Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Sól- veig Arnarsdóttir, Þórhallur Sigurðs- * son, Þórunn Lárusdóttir og Þorvald- ur Davlð Kristjánsson auk sjö barna sem koma fram í sýningunni. Höfundur tónlistar er Hjálmar H. Ragnarsson, um sviðshreyfíngar sér Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lýsingu hannarBjörn Bergsteinn Guð- mundsson, búningar eru I höndum Þórunnar Maríu Jónsdóttur, höfund- ur leikmyndar er Grétar Reynisson. Verkiö verður frumsýnt að kvöldi annars jóladags sem erheföbund- inn frumsýningardagur jólasýninga Þjóöleikhússins. Eyðir gömlum bábiljum og veitir kattaeigendum ánægju Kettir á Islandi er fræðslurit um ketti sem kom útnú fyrir þessi jól. Fyrir ári síð- an kom stór hundabók út og svipar þessari bók til hennarog ersett upp á svipaðan máta. Hún er handhæg I notk- un og það var sannarlega kominn tlmi til að bók á íslensku kæmi út um þenn- an heimilisvin fjölda fjölskyldna I gegn- um árin. Það hefur vantað aðgengilega bók með fræðslu á einum stað um kett- ina okkar. Og ekki hefur veitt af, enda á kötturinn skilið aö um hann sé ritað og fólk frætt um meðferö hans. I bókina er að finna allar helstu kattategundir sem hér lifa, sagt frá helstu eiginleikum þeirra og hvaö helst beri að varast I vali á heimilisketti. Þá er skemmtilegur kafli um llkams- tjáningu kattarins, hvernig hann hreyfir sig og hvað hann er að segja með því látbragði. Ekki veitir af, því kötturinn talar á sama hátt og aörir á heimilinu og tjáirsína llðan. Þaö þarfaðeins aö skilja hvað hann er aö segja. Um það má lesa I þessari bók. Langurkafli er um umhiröu katta og það á væntanlega eftiraö koma mörg- um á óvart að kötturinn hirðir sig ekki alveg sjálfur og aö ýmsu er að huga I Kattabókin eftir Ritstjóri: David Taylor. ^ fig Þýðing: Björn Ksr rtSæl Jónsson Almenna ■ \ y-'W bókafélagið n.4éJI Verð: 5.990 kr. Bækur því sambandi. Bókin um köttinn erafar eiguieg og á að vera til á hverju katta- heimili. Ekki aðeins að það efli skilning okkar á kettinum, heldur verður til þess að það verður margfalt skemmtilegra aö búa með ketti eftir lágmarksfræðslu. Hvað honum er fyrir bestu og hvernig sambúð manna og katta getur orðið eins ánægjuleg og raun ber vitni. Þá er ekki síöur gott að eytt er öllum göml- um bábiljum um ketti sem gengið hafa mann fram að manni og eiga sér enga stoð I raunveruleikanum. Þörfbók og skemmtlleg fyriralla kattavini. Beigljót Davíðsdóttii Mikli bókmeð stórkostlegum myndum Saga islenska hestsins eftir þá Hjalta Jón Sveinsson og Gísla B. Björnsson er mikið verk sem ekki verður fjallað um I nokkrum orðum. Þetta er vegleg bók I stóru broti, afar eiguleg fyrir þá sem áhuga hafa á hestinum auk þess sem hún ætti að gagnast öllum sem þurfa að leita upplýsinga og heimilda um þennan þarfasta þjón islendinga um aldir. Bókin er afar falleg og myndirnar sem hana prýða vel valdar, teknar af færustu Ijósmyndurum og sýna hest- inn i öllum sínum tignarleik. Enda hefur hesturinn verið mörgum manninum tilefni til myndatöku. Bókin skiptist i nokkra kafla en I byrjun er fjallað um hvert rekja megi uppruna íslenska hestsins en talið er að hann komi jafnvel alla leið frá Mongólíu. Þá er kafli þar sem fjallað er um hvernig hann náði hér fótfestu og annar um hvernig hann þjónaði mönnum frá upphafi landnáms. I bókinni er rætt um eiginleika hans, ræktun, tamningu og þjálfun auk fjölda annarra áhugaverðra iKSTl iu\> V Islenski hesturinn eftir Gísla B. Björnsson og Hjalta Jón Sveinsson Mál og menning Verð: 19.980 kr. Bækur kafla um þennan einstaka hest sem er alveg sérstakur. Þessi bók er fyrst og fremst fyrir þá sem áhuga hafa á hestamennsku en ekki siður er gaman fyrir þá sem lítið vita en vilja vita meira að fletta henni. Eini ókostur hennar er þetta stóra brot og þyngsli hennar sem gerir það að verkum að erfitt er að fletta henni nema á borði. Myndirnar eru stórkostlegar og hrein unun að fletta bókinni og skoða allar þær fjöl- mörgu myndir sem prýða hana. Bergljót Davíðsdóttii Orðaflaumur í uudirheimum Já, ég veit að maður á ekki á að lesa viðtöl við höfunda áður en maður les bækurnar þeirra. Þeir eru engan veginn marktækir um verk sín, allra síst þegar þau eru nýkomin út, og það er stórhætta á að ein- hverjar yfirlýsingar þeirra um mark- mið og tilgang með bókunum liti skoðanir lesandans og það með vit- lausum litum. Þetta veit ég en eigi að síður glaptist ég til að lesa viðtal við Stef- án Mána hér í DV nokkru áður en ég fór að lesa bókina hans, Svartur á leik, og nú hefur einmitt þetta gerst sem ég óttaðist; orð hans í viðtalinu hafa orðið til að skemma fyrir mér hluta af ánægjunni við lestur bók- arinnar. Vísindaleg úttekt Mergurinn málsins er sá að í við- talinu gerði Stefán Máni mikið úr því að bókin hans væri nákvæm, að ég segi ekki vísindaleg úttekt á und- irheimum Reykjavfkur. Hann talaði um heimildarmenn sína og rann- sóknir sem hann hefði stundað meðan á bókaskrifunum stóð og þó ég muni ekki hvort hann sagði það berum orðum eður ei, þá lá milli lín- anna að bókinni væri ætíað að gefa sannferðuga mynd af þeim hinum sömu undirheimum - gott ef ekki til þess að vara óbreyttan almúgann við, sýna þeim hvað væri á seyði í þeim afkimum samfélagsins sem fáir frétta af. Og - því miður - eftir að hafa les- ið bókina, þá bara kaupi ég það ekki. Stefán Máni við steininn upphefur ótrúlegt orðagjálfur af minnsta tilefni. Efnilegur orðsmiður Ef ég hefði ekki lesið þetta viðtal, þá hefði ég verið miklu ánægðari eft- ir lesturinn. Því Stefán Máni kann að skrifa, sumir kaflarnir eru innblásnir feikna krafti og frásagnargleði, og sem hreinræktaður reyfari þá virkar þessi bók bara á köflunum alveg ágætíega. Og rúmlega það á stund- um. Stefán Máni er bersýnilega maður sem hefur fundið fjölina sína og þótt hann eigi eftir að sníða hana svolítið til, þá er þarna á ferð veru- lega efnilegur orðsmiður. Ófögur mynd En ekki sannferðugur samfélags- rýnir, ekki í þessari bók að minnsta kosti. Sko - bókin fjallar um samfélag smákrimma sem eru reyndar óðum að verða stórir, þarna vaða uppi eit- urlyfjasalar, handrukkarar, dóp- smyglarar og fleira fólk af því tagi. Og ófögur er sú mynd sem dregin er upp af samfélagi þeirra. Það er rétt að taka mjög skýrt fram að ég dreg alls ekki í efa að flestallt það sem bókin segir frá og fólgið er í sjálfum söguþræðinum geti ekki hafa gerst í undirheimum Reykjavfkur - og hafi kannski einmitt gerst. Moriarty mastercriminal Það þarf náttúrlega ekki segja neinum lesendum að þar er vissu- lega margt ófélegt á kreiki og furðu- leg grimmd skýtur upp kollinum þegar minnst varir. Nei... það eru ekki atburðirnir sem bókin lýsir sem gera það að verkum að þessi lesandi hér getur ekki tekið mark á bókinni ef það er yfirlýst markmið hennar að lýsa sannleikanum. Það er orðræðan. Þá meina ég ekki bara að sögu- maðurinn upphefur ótrúlegt orða- gjálfur af minnsta tilefni við hvern sem er - sjá blaðsíðu níu. En það er einfaldiega svo fráleitt að íslenskir handrukkarar og dópdílerar tali saman af þvílíkri innfjálgni og inn- blæstri að þegar þeir upphefja í tí- unda sinn ræður sínar um hvernig þeir ætli að breiða kalt myrkur næt- urinnar yfir borgina í miskunnar- lausu leifturstríði og í þeirri skugga- veröld verði spilað eftir þeirra regl- um... ja, þá var mér að minnsta kosti farið að leiðast, fyrst og fremst. Orðaflaumur Orðaflaumurinn sem vellur út úr söguhetjunum er henni reyndar til stórskaða - það sem á að verða há- Svartur á leik eftir Stefán Mána Mál og menning Verð 4.690 kr. Bækur punktur, eins og til dæmis ræða Brúnós við opnun skemmtistaðar, verður bara fáránlegt rugl - nema maður kjósi að skilja söguna sem ex- pressjóníska dæmisögu en það er þá bara svo margt sem gengur gegn þeim skilningi. Sumt er beinlínis ambögulegt - ferð á líkamsræktarstöð þar sem vel þjálfuðu handrukkaranir halda fýrir- lestra yfir nýliðanum er svo klunna- leg að Dan Brown hefði verið full- sæmdur af. Og tilraunir Stefáns Mána til að búa til voðalega meðvit- aðan „master criminal" a la Moriar- ty í íslenskum undirheimum verða einkennilega gamaldags. Andrés Önd í heildina séð? Jú, leiði yfir því að maður sem kann svo augljóslega að segja sögu og nýtur þess svo mjög skuli sjálfur skemma svo fyrir sér með dómgreindarleysi í stíl, fýrst og fremst í samræðunum. En hann á lrka ýmislegt ólært í uppbyggingu sögu og þegar í ljós kom að meistaraglæpamaðurinn var ekki bara voðalega vondur maður heldur líka „master of disguise“ þá datt mér satt að segja bara í hug Andrés Önd og ég lagði frá mér bókina í miklu verra skapi en bestu sprettirnir hefðu átt að gefa tilefni til. Blugjjökulsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.