Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Síða 47
DV Menning FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 47 Efnisskrá: Menfredini: Konsert f. Tvo trompeta Vivaldi: konsert í C-dúr RV 560 Manfredini: Jólakonsert op. 3, nr. 12 Bach: Brandenburgar- konsertnr. 1. Áskirkja 19. desember. Tónlist Hámenning á jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur Fínt og flott og æðislegt ítölsk strengjatónlist á barokktím- anum er einhver besti vitnisburður um hámenningu sem um getur í list- um. Þar er ekkert nema háklassi, há- menntun og hákúltur. Nú er víst af sem áður var á tónlistarsviðinu! Jafn- vel músík Manfredinis, sem ekki var sérlega mikið tónskáld, hefur í sér fólgin þennan menningarlega eleg- ans sem aðeins sprettur úr ræktuð- um listjarðvegi margra alda. í konsert Manfredinis fyrir tvo trompeta leiðir samleikur trompetanna vel fram þessa ræktuðu eðalmennsku, ekki síst þegar svo glæsilega er spilað eins og raunin var í leik Asgeirs H. Stein- grímssonar og Eiríks Amar Pálssonar. Jólakonsertinn eftir Manfredini er haglega saminn, einfaldur og skýr, þó ekki jafnist hann á við jólakonsertinn eftir Corelii sem gaman hefði verið að heyra á þessum tónleikum því í konsertum Corellis kemur þessi ítalski háklassi betur fram en í nokk- urri annarri barokkmúsík. Spila- mennskan í jólakonsert Manfredinis var mjög falleg svo jafnvel örlaði á óvæntri dýpt í þessari tónhst sem er meira fáguð og fín en djúp. Konsert Vivaldis íyrir tvö óbó, tvö klarínett og strengi er bráðskemmti- legur og músíkalskur eins og reyndar allt sem þessi næstum því stórmeist- ari barokksins setti á blað. Verkið var spilað með glaðværð og miklum til- þrifum, ekki síst af einleikurunum, Daða Kolbeinssyni og Peter Tomkins á klarínett og Einari Jóhannessyni og Rúnari Óskarssyni á klarínett. Fyrsti Brandenburgarkonsert Bachs bar auðvitað af öðrum verkum á eíniskránni íyrir dýpt og fjölbreytni. Hann var leikinn af mikilli snerpu og miklum stíl. Hornin brilleruðu og að mestu leyti lika óbóin. Fagottið stal senunni þegar það lét til sín taka. Strengjasveitin var aðalfín. Samt sem áður hefðí mátt gæða leikinn ofurh't- ið meira af þeirri dihandi kátinu sem einkennir þennan frábæra konsert. í heild voru þó tónleikarnir vitni um það að enn er hámenning, fín og flott og æðisleg, við lýði í tónhstariðkun hér á landi. Og ekkert meira með það bara. SiguröurÞór Guöjónsson Gunnar og Selma Sannarlega rómantlskur diskur. íK’ *ljg \ og Selmu Gunnar Kvaran, selló; Selma Guðmundsdóttir, píanó: Chopin: sónata; Dvorák: Wald- esruhe op. 68, nr. 5, Rondó op. 94; Mendelssohn, Lag án orða op. 109; Schumann: Fantasiestucke, op. 73. Útgefandi: Smekkleysa. ★ ★★★ Plötudómur Þetta er sannar- lega rómantiskur diskur. Öll verkin voru samin á róm- antíska skeiðinu. Sónata Chopins er þeirra lengstog veigamest. Chopin var vissulega snill- ingur.Árni Krist- jánsson kallar hann eðalmennið meðal tónskálda. En þessi eiginleiki er einmitt helsti ::______________________________________ veikleiki Chopins. Hann er oflokaður inni I sínum fíngerða og þrönga heimi. Það vantar oft einhverja vlðsýni Iplanóverk hans þrátt fyrir fegurð þeirra og ótrúlegan hagleik hvað varðar notkun hljóð- færisins. Samt eru stundum átök í Chopin og þau eru nokkuð vel útfærö í leik Gunnars og Selmu í útköflum verksins en hefðu samt mátt vera kraftmeiri. Ljóðrænan, þunglyndið og ýmis blæbrigði hljóðfæranna koma betur fram og ekki síður hin hálfsinfóníska hlið þessa eina kammerverks Chopins sem eitthvað kveöur að. Þetta er afar vel hugsað og samið verk. Verkin eftir Dvorák eru óvenjulega falleg skógar- og nátt- úrurómantík. Dvorák var líka hálfheilagur maður fyrir hóg- værð og látleysi. Þarna er rómantískur flutningur upp á sitt besta. Píanóleikurinn er næmur og fallegur og sellótónninn blíður og syngjandi. Verkið eftir Medelssohn er dæmigert fyrir hina veigaminni en þó áheyrilegu rómantík sem flæddi um allt um miðja nítjándu öld. Það er spilað með þeirri postulíns- legu natni sem viö á og Ijóðræna tónlistarinnarog reyndar viss dýpt nýtur sín einnig vel. Mendelssohn hefur oft meira að segja á sinn átakalausa hátt en ætla má I fljótu bragöi. Schumann var meira tónskáld en Chopin og miklu meiri andi, hvað sem hver segir. Rómantlk hans er frumleg og háskaleg, stundum myrk og geggjuð. Þetta kemst ágætlega til skila I leik Selmu og Gunnars þó að verkið sé reyndar ekki eitt þeirra verka þar sem snilld Schumanns nýtursín alla best. Siguiöm Þói Guðjónsson Maríubænir Gagnrýnandi DV er mikill aðdáandi Sigrúnar Hljámtýsdóttur þótt hann sé ekki lokaður fyrir veikleik- um hennar. Hún á það til að vera ofyfirdrifin og jafnvel væmin. Kostir hennar eru þó miklu fleiri: falleg og glæsileg rödd sem oftast er beitt afmikilli músíkalskri tilfinningu og óvenjulegri fjölhæfni í túlkun á hvers kyns tónlist. Á þessum diski eru kostirnir yfignæfandi, þó svo að gallarnir komi einnig skýrt fram, einkum i lagi Sigurðar Þórðarsonar. Þar hittir væmni fyrir væmni svo út verður Ijót klessa. Áreynslu og rembings verður einnig vart i Ave Mariu eftir Gounond og þar er horna- blásturinn hálfgerð smekkleysa. Bæn Bizets er líka af- leitlega sungin. Þá eru helstu gallarnir upptaldir og kostirnir njóta sína yfirleitt vel í öðrum lögum. Lagið eftir Cherubini bendir til þess að óperuhlutverk þessa ágæta tónskálds liggi vel fyrir Sigrúnu. Vel er far- ið með hið fræga lag Schuberts en samt vantar þar hinn eina og sanna Ijóma. Hann kemur i staðinn, skær og bjartur, í Gömlu sálmalagisem Ave Maria. hmumgamal- dags gagnrýn- Dlddu °<i Blasarasextett Mos- anda finnst vera fellshrepps. mesta gersemi Mariubænir eftir islensk og er- disksins. Grall- lend tónskáld. aralagið og lag Útgefandi: 12 tónar. Einfaldleikinn er mesti listgaldurinn Á þessum geisladiski eru 24 islensk lög sem flest eru gamalkunnug ættjarðarlög. Sem sagt top twennty og rúmlega það á ættjarðarlagasviðinu. En fyrir gæðasakir er diskur- inn einfaldlega númer eitt sem hinn eini og sanni diskur sem hlustað verður á þegar menn vilja sameina ættjaröarást og frábæra tónlist. Allir þekkja þessi lög. Samt hljóma þau hér eins og spáný véfrétt ofan afheiðbláum íslenskum víðáttum. Allar raddir eru ótrúlega skýrar en samt er samhljómurinn unaðslegur. Hlustið til dæmis á lokahljóminn i Visum Vatns- enda-Rósu. Þvilikt og annað elns! Eða bassaraddirnar i Erla góða Erla. Kannski er það einmitt þettasem Þórbergur kallaði nið aldanna. Gamlar lummur eins og Fyrr var oft I koti kátt og Abba labba lá •4»? Plötudómur sálmalagisem Ave MarÍO. hmumgamal- dags gagnrýn- Dlddu °9 Blasarasextett Mos- anda finnst vera fellshrepps. mesta gersemi Mariubænir eftir íslensk og er- disksins. Grall- lend tónskáld. aralagið og lag Útgefandi: 12 tónar. Einars Markans , . eru líka afar X X X fallega sungin. ,,, , FrábærtlagKarls PlötudÓmUr O. Runolfssonar er eitthvert best flutta lag á disknum, lika af blásarasveitinni. íþessum lögum og ýmsum öðrum njóta kostir Sigrúnar sin með miklum ágætum. Útsetningarnar fyrir blásara gerðu Kjartan Óskarsson -------------------------------- og Sigurður I. Snorrason. Þær eru yfirleitt mjög góð- \ * « ar og eiga ekki svo lítinn þátt i þvi að ppPÆpl , ’ * V J / ig geradiskinn SyfawCm? ^ f i áhugaverðan. llftÍwV 'ij 4 v Meðferð Mercurios ‘ á bæn Caccinis er i§| \ hins vegar eins og -----—1-&----------------------- út úr kú og hefði mátt missa sin. Blásarasextett Mosfellsdals leikur með á sérlega nær- færinn og smekkvisan hátt, t.d. í lögum Eyþórs Stefáns- sonar og Mascagnis, svo dæmi séu nefnd. Fyrir aðdaendur Diddúar, sem eru nátturlega allir ís- lendingar, er diskurinn kærkominn viðbót við diska- safnið með söng hennar. Siguiðui Þói Guðjónsson öðlast aftur lystugt lif og ótrúlegur söngur á frábæri útsetningu Jórunnar Vlðar á Barnagælum veldur þessari sæluörvænt- ingu sem kemuryfir tónelskt fólk þegar listnautnin feryfír öll mörk. Hér eru aðeins nefndfáein dæmi um listfengi þessa disks en afmörgu öðru er afað taka. Flest eru lögin strófulög, sama lag er sungið aftur og aftur við mismunandi erindi Ijóðsins. En alúðin og nærgætnin sem lögð erisöng kórsins í textafíutningi, blæbrigðum, áherslum og styrkleika er slík að það er sem nýtt og ferskt lag sé sungiö við hverja endurtekningu. Og allt hljómar þetta svo ein- falt og eðlilega að manni fínnst að einmitt svona eigi þessi lög að hljóma inn íþjóð- arsálina. Diskurinn hefur verið tilnefndur til Islensku tónlistarverðlaunanna. Og söngur Kórs Áskirkju á þessum er enn ein sönnun þess að einfaldleikinn er mesti listgaldurinn. SiguiöuiÞói Guðjónsson BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélng Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Kór Askirkju. Það er óskaland íslenskt. íslensk ættjarðarlög. Stjórnandi: Kári Þormar. Útgefandi: Kór Áskirkju 2004. ★ ★★★★ Plötudómur STÓRA SVIB HIBYLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögum Böðvars Cuðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - gul kort - UPPSELT Su 9/1 kl 20 - aukasýning - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - rauð kort Su 16/1 kl 20 - græn kort Fö 21/1 kl 20 - blá kort Lau 22/1 kl 20 Lau 29/1 kl 20 Su 30/1 kl 20 e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20 Su 23/1 kl 20 NA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14 Su 9/1 kl 14 Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14 Su 30/1 kl 14 Miðasalan í Bnrgtirloikhúsinu <?r opín: 10-18 mánurlagag og þriðjudaga. 10-20 miðviku , fimmtu og föstudnga 12-20 Inugardaga og Minnurlnga Miöasölutimi 568 8000 midnsalð'áiborgarloikhus.ó Mið.i%.-il<i n netinu: www.borgarleiklius.is NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ BELGISKA KONG e. Braga Ólafsson Críman fyrir besta leik í aðalhlutverki Mi 29/12 kl 20 - UPPSELT Su 2/1 kl 20 Fö 7/1 kl 20 Fö 14/1 kl 20 Su 16/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall o ■P77.,TWTVT'.rri,v'rir.fri,t.!i,r:.ryff í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 Su 9/1 kl 20 eftir Harold Pinter Samstarf: A SENUNNI,SÖCN ehf. og LA Mi 29/12 kl 20 Fö 14/1 kl 20 Fi 20/1 kl 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.