Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Qupperneq 14
74 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Ellen og Ragnheiður kátar Tónlistarunnendur hafa tekið tiltölu- lega lágstemmdum plótum þeirra opnum örmum og plötur þeirra beggja hafa selst i meira en 10 þúsund eintökum. Ellen og Ragn- heiður í platínu Þær Ellen Kristjánsdóttir og Ragnheiðar Gröndal fengu í gærmorgun afhentar platínu - viðurkenningar fyrir sölu á plöt- um sínum Sálmar og Vetrarljóð. Útgefandi þeirra, Steinar Berg, er að vonum kátur: „Platínu- plata er æðstu söluverðlaun tón- listarútgefenda. Þau eru veitt fyrir sölu á 10.000 eintökum." Steinar tekur fram að fyrir þessi jól var reglum vegna af- hendingar á gull- og platínu- plötum breytt þannig að nú miðast salan við seld eintök í smásölu, það er yfir búðarborð- ið, en ekki miðað við selt upplag frá útgefanda. „Það gefur auga leið að miklu erfiðara er að ná gulli (5.000) eða platínu (10.000) samkvæmt þessum nýju reglum en áður var.“ Birgitta á toppn- um Listinn yfir söluhæstu íslensku plöt- urnar á fs- landi f síð- ustu viku lít- ur annars svona út: 1. Birgitta - Perlur 2. Ellen Kristjánsdóttir - Sálmar 3. Ragnheiður Gröndal - Vetrarljóð 4. Ragnar Bjarnason Vertu ekki að horfa 5. Ýmsii - Pottþétt36 6. Á móti sól - 12 íslensk popplög 7. í svörtum fötum Meðan ég sef 8. Nylon - 100% Nylon 9. Quaraslii - Guerilla Disco 10. Ellý'ViUijálms Alltmittlíf Nylon-stúlkur syngja á svölum Einars Bárðar Skjólstæðingar Einars Bárð- arsonar, stúlkurnar í Nylon flokknum, ætía að syngja fýrir höfuðborgarbúa á útitónleikum í kvöld klukkan 21.30. Og stað- setning tónleikanna má heita nýstárleg, en stúlkurnar ætía að stilla sér upp á svölum hússins við Bankastræti 11 þar sem höf- uðstöðvar fýrirtækis Einars, Consert, eru til húsa. Einar segir að með þessu vilji stelpurnar „þakka fyrir ffábærar móttökur á árinu sem er að Kða“. Nylon-flokkurinn Ætla að syngja á svölum Einars Bárðar iBankastræt- inu i kvöld. Skúli Gautason leikari og tónlistarmaður er höfundur einhvers vinsælasta jóla- lags sem sett hefur verið saman og flutt á íslandi. í ár eru hvorki meira né minna en 20 ár síðan það var samið og höfundurinn er stoltur af að hafa gefið þjóðinni þennan jólahnoðra. „Já, þetta er orðið 20 ára gamalt lag. Það varð til á Görðum á Ægis- síðu þar sem við Þormar Þorkelsson snigill leigðum saman. Þar var hálf- gert svona félagsheimili bifhjóla- manna í árdaga samtakanna. Menn voru mikið að velta fyrir sér hvað gerði mótorhjólamenn að mótor- hljólamönnum. Hvernig æsku menn höfðu átt og ýmislegt í þessu sambandi," segir Skúli Gautason, leikari og tónlistarmaður. Hann er höfundur einhvers vinsælasta jóla- lags íslands. Hér er vitaskuld verið að tala um „Jólahjólin". DV náði sambandi við Skúla þar sem hann var í óðaönn við æfingar á Óliver, jólasýningu Leikfélags Akur- eyrar. Þar fer hann meðal annars með hlutverk útfarastjórans sem kaupir Óliver þegar hann er seldur. Hljómur sem fer í hring Skúli segir ekki beinlínis að með laginu hafi verið gerð tilraun til að samþætta ólíkar ímyndir jóla og svo hjólamanna. „Nei, það get ég ekki samþykkt. Ég held einmitt að bifhjólamenn séu mikil jólabörn upp til hópa. Sniglarnir hafa til dæmis frá upp- hafi haldið jólaball og allur ágóði runnið til barna sem eiga um sárt að binda um jólin." Lagið samdi Skúli á gítarinn sinn. Hann segir það að semja lag byggjast á því að menn detti niður á einhverja góða laglínu eða góðan hljómagang. „Og hljómaganginn upplifi ég svona eins og hjól. Hann gengur í skemmtilegan hring. Og svo kom hugmyndin að textanum þaðan: Að þetta væri hjól og svo að jólin væru að nálgast. Um ósk okkar sem barna að fá hjól í jólagjöf." Þarna er sem sagt rándýrt innrarím bæði að efni og innihaldi. Stoltur af laginu í desember óma Jólahjólin grimmt á öllum útvarpsstöðvum og f eyrum landsmanna. Og nú er spurt hvort það fari fyrir brjóstið á höfundinum - einhver leiði? En svo er ekki. Skúli segist alltaf verða voðalega glaður þegar hann heyri lagið. „Sérstaklega þegar ég heyri nýjar útgáfur af laginu. Margar hljóm- sveitir eru með þetta á sinni efnis- skrá og gaman að heyra mismim- andi menn flytja þetta og syngja. Fyrir síðustu jól frétti ég af ein- hverjum sem var að gera orgelút- setningu af laginu og ætíaði að flytja í kirkju. Ég vissi reyndar ekki hvernig það fór. Þá kom lagið út á Strumpaplötu fyrir nokkrum árum. Já, það er gaman að heyra lagið í ólíkum útgáfum þótt ég sé afskap- lega sáttur við gömlu útgáfuna. Ylj- ar mér alltaf um hjartaræturnar. Stoltur af því að hafa getað gefið þjóðinni lítinn fallegan jóla- hnoðra." Stefgjöldin ekki há í kvikmyndinni „About a Boy“ þar sem Hugh Grant fer með aðal- hlutverk er að finna mann sem lifir góðu lífi á stefgjöldum fyrir jólalag sem pabbi hans heitinn samdi. Víst er að þeir eru margir sem gera sér háar hugmyndir um hlunnindi sem felast í stefgjöldum. En líklega er það ofmetið. Segir upphæðina sem hann fær fyrir Jólahjól ekki háa. „Ég er svo sem alveg viss um að ef ég hefði slysast til að vera fæddur í stóru landi þá væri ég á grænni grenijólagrein. En ég held að til þess að lifa af stefgjöldum þurfi menn að eiga aragrúa laga sem spiluð eru mikið allan ársins hring. En þetta dekkar jólagjöfina fyrir konuna þetta árið.“ Sniglabandið, þar sem Skúli fer fyrir fríðum hópi tónlistarmanna, er í hléi nú sem stendur. Skúli segir að þeir hafi ákveðið að koma ekki saman nema sjaldan til að stöðug gleði r£ki. En þeir vonast til að verða í sumar með óskalagastund á Rás 2 og svo stendur til að gefa út tvær plötur fremur en eina á næsta ári. Það er til svo mikið efni. jakob@dv.is Tónar af svölum Kaffi Sólon Undanfarin ár hefur sú hefð skap- ast að í miðju Þorláksmessustressinu og jólainnkaupunum óma kraft- miklar og fagrar raddir af svölum Kaffi Sólon á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis. í kvöld klukkan 20.30 munu þrír tenórar syngja þar, þeir Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, Þorgeir J. Andrésson og Snorri Wium og sópransöngkonurnar Hulda Björk Garðasdóttir og Auður Gunnarsdótt- ir. Einnig er von á leynigesti því ung- ur og efnilegur söngvari, sem enn er í námi á Ítalíu og hefur ekki sungið hér heima opinberlega, hefur boðað koma sína á svalirnar. Steinunn Bim- ar Ragnarsdóttir annast píanóleik á þessum svalatónleikum sem em að verða ómissandi hluti af stemning- unni í miðborg Reykjavíkur að kvöldi Þorláksmessu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.