Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Nú er jólatónlistin í al- gleymingi. Trausti Júlíus- son skoðaði nokkrar jóla- plötur sem staðist hafa tímans tönn. Sígilt jólapopp Þegar þetta er skrifað er jólalagasukkið í hámarki. Gömlu jólalögin eru búin að hljóma stanslaust síð- ustu vikur í bland við nokkur ný. Mest ber á þessum íslensku: Hátíðar- skap með Þú og ég, Jólahjól, Jólaköttur- inn, Snæfinnur snjó- karl, Nei, nei ekki um jólin og svo framvegis. Einhvem veginn hefur maður það á tilfinning- unni að þetta séu aUtaf sömu lögin á hverju ári, en það bætast samt alitaf einhver ný við. í ár má t.d. nefna lög með Ragn- heiði Gröndal, íslensku dívunum og Þremur systr- um. Jólatónlistarflóran er samt mun fjölbreyttari en úrvalið á Jólastöðinni og Bylgjunni gefur til kynna. Það em til soul-jólaplötur, reggí-jólaplötur og pönk-jóla- plötur svo eitthvað sé nefnt. Og jólaplötur með fönki, swing, þungarokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Jólaplötur fyrir kokteilboð og piparsveinapartí og þegar höfundur þessarar greinar var að svipast um eftir jólaefni á netinu nýlega rakst hann meira að segja á teknó-jóla- plötur! Hentugt fyrir þá sem ætla að dansa sveittir alla hátíðina. Svo er alltaf eitthvað um jólalög með stæla líka: Skrítin, tilraunakennd, hrá og bjöguð og jafnvel með dónalegum textum. Sum frá- bær, önnur hörmung, rétt eins og venju- legu jólalög- Sum jólalög lifa að því er virðist endalaust á meðan önnur gleymast strax á næsta ári. Hér em nokkur dæmi um jólaplötur sem hafa stað- ist tímans tönn: I.James Brown- RakjrCkfbbns Útgáfa þar sem safnað er saman jólalögum með fönk-kóng- inum frá sjöunda áratugnum. Hér em einhverjir jólaslagarar í fönk- búningi en líka frumsamin jóla- lög eins og Go Powe At Christmas Time og Santa Claus Goes Straight To The Ghetto. Snilld. 2. Ehrts Prtslty- EMs'ChrisdmJUbaa Ein af bestu rokkjólaplöt- um sögunnar. Það em til ótal útgáfur en þessi er nákvæm endurgerð af meistaraverki rokkkóngsins frá árinu 1957. Platan er það góð að aðdáendur Elvis hlusta á hana allt árið. 3. Phll Spector - A Christmas Gtft For You From Phil Spector Besta jólapoppplata allra tíma? Það eru mjög margir þeirrar skoðunar. Platan kom út árið 1963 og á henni má heyra Wall Of Sound- hljóminn í öllu sínu veldi. Phil sá um tónlistina, en á meðal þeirra sem hann fékk til að syngja lögin má nefna The Ronettes, Crystals og Darlene Love. Ef þú kaupir bara eina jólaplötu þá ættirðu að velja þessa. 4. Christmas With The Rat Padr Á þessari plötu er safnað sam- an nokkrum af helstu jólasmellum The Rat Pack sem voru þeir Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. Sumr vilja meina að ná- the beach boys "Zfttk æszxssssssásxsSS? kvæmlega svona eigi einmitt að syngja jólalög. Það er til hellingur af flottum jólaplötum með Frank einum, en þessi er sérstaklega flott. 5.EllaFHzgerald- Ella Wbhes You A Swinglng Christmas Ella hljóðritaði þessa plötu árið 1960 og eins og við var að búast ger- ir hún öll þessi sígildu jólalög (Jingle Bells, Winter Wonderland, Frosty The Snowman...) að sínum. Það er allt önnur stemning á þess- ari plötu heldur en á hinni dæmi- gerði jólaplötu og hún er eiturfersk enn í dag. Hér koma tvær öðruvísi jólasafn- plötur sem klikka ekki: 6. Ultra-Lounge Christmas Coctails Jólaplöturnar gerast ekki mikið svalari en þessi. Mambó, samba, cha-cha-cha og flytjendur á borð við Billy May, Nancy Wilson, Peggy Lee, Lou Rawls og Capitol Studio Orchestra. 7. Hlpsters' Holiday Nafnið segir allt sem segja þarf. Louis Armstrong, Ertha Kitt, Lena Home, Miles Davis, The Tim Fuller Experience. Eins og að eyða jólunum á ofurheitri djassbúllu í New York. verulega áhrifarík. Páll Baldvin, Stöð 2 . hún er óhrædd við að busla og ólátast og hrella og trylla. Úlfhildur Dagsdóttir, Bókmenntir.is afspyrnu kraftmikið verk... . kemursífelltá óvart... Melkorka Óskarsd. Frbl. besta skáldsaga K.Ó. tilþessa... Allt er þetta frábærlega vel gert sýnir enn nýja hliðmeðþessari bók. Hrund Ólafsdóttir, Mbl. KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Billie veit ekki af hverju hún komst lífs af. Hún veit ekki af hverju hermaðurinn myrti allt heimilisfólkið en þyrmdi henni. Salka AFSPYRNU KRAFTMIKIÐ VERK!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.