Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Síðast en ekki síst W Útgáfufélag: Fréttehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, slmi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Drelfing: <r dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um 1. Hvar er það að finna? 2. Hvaða útgáfu þekkjum við? 3. Hver er elsta útgáfa þess? 4. Síðan hvenær er okkar útgáfa? 5. Hver þýddi hana? Svör neðst á síðunni. Borqarmenn Jeríkó sögðu ^ við Elísa: „Borg þessi liggur að vísu vel, eins og þú sjálfur sérð, herra, en vatnið er vont, og landið veldur því, að konur faéða fyrir tím- ann.“ Hann sagði við þá: „Færið mér nýja skál og lát- ið í hana salt.“ Þeir gjörðu Brot úr Biblíuniti Síðari konungabók 2,19-22 svo. Og hann gekk út að uppsprettu vatnsins, kastaði saltinu í hana og mælti: „Svo segir Drottinn: Ég gjöri vatn þetta heil- næmt. Upp frá þessu skal það eigi valda dauða né ótímaburði." Þá varð vatnið heilnæmt samkvæmt orði Elísa, því er hann hafði tal- að, og er svo enn í dag. ídean Málið Idea er auðvitað tökuorð úr ensku eða dönsku og merk- ir það sama og hugmynd eöa hugdetta. Idealisti er hugsjónamaður, andstæð- an við realista eða raun- hyggjumann. Sögnina videre notuðu Rómverjar um að sjá en samsvarandi orð I grisku er idein. Grikkir leiddu afsögninni nafnorð- ið idéa sem þýddi ásýnd, form og hugmynd. Bæði orðin eru skyld sögninni að vita enda vita menn það sem þeir sjá í huganum. Platón skrifaði fjölmörg rit og þar er ídean kjarnahug- tak, hún er sú frummynd hlutanna sem við skynjum í huganum. Islenska orðið hugmynd er lýsandi fyrir þessa kenningu þvf einung- is þar er raunveruteikinn að mati Platóns. Svörviðspumingum: 1. Matteusar- og Lúkasarguðspjöllum. 2. Úr Matteusarguðspjalli. 3. Hómelíubókin frá 13. öld. 4.1540.5. Oddur Gottskálksson. *o QJ *o <o fU *o m *o £ ro Lengri jól * Iminningunni eru jólin alltaf langur tími. Margir langir dagar, fullir af þeirri stemningu sem ekki verður al- mennilega sett í orð en heitir „jdlaskap". Sú stemning nær vonandi að fanga sem flesta fullorðna líka en er þd ævinlega sterkust í huga unga fólksins, barnanna. Því þegar maður er barn, þá líður tfminn öðruvísi en þegar maður eldist. Hann er einfaldlega lengur að líða, maður hefur meiri og betri tíma til að njdta hverrar stundar. Núna, með aldrinum, þá æðir tíminn hjá og maður er varla búinn að átta sig á því að jólin eru komin þegar aftur er orð- ið tfmabært að taka niður jólaskrautið. Þessu verður að breyta! Við gamla fólkið verðum að fá að njóta jólanna örlítið lengur, fá að vera ögn lengur í jólaskapinu. Því miður er ég smeykur um að seint muni takast að hægja svo á upplifun fólks af tfmanum að við sem komin erum af barnsaldri getum aftur farið að skynja frfdagana um jólin sem langan tíma. En þá er aðeins eitt að gera - lengja sjálf jólin. Ég veit ekki hvað oft ég hef hreyft því í pistlum eða greinum að við ættum að bæta einum frídegi við jólin. Allt al- manaksárið úir og grúir af lítt skiijanleg- um frídögum sem fáum verða til verulegs gagns af því þeir eru alltaf á flmmtudög- um. Og það er tillaga fleiri en mín að eitthvert af þessum flmmtudagsfríum verði fellt niður en þriðji í jólum í stað- inn gerður að almennum frfdegi. Svo við fáum að vera í almennilegu jólaskapi örlftið lengur. Alltaf þegar ég eða aðrir hreyfum þessari tillögu, þá kinka allir kolli og segja, já, sniðugt, það væri kjörið. En svo er aldrei gert neitt í málinu. Má ég nú biðja einhvern alþingismann - því allt veltur þetta náttúrlega á þeim - um að gera eitthvað í málinu næsta árið? Að öðru leyti vona ég náttúrlega að allir fái að eiga sem gleðilegust og ham- íngjuríkust jol. niugt Jökulsson Jón Gnarr. I Óli Gneisti I Sóleyjarson. Er kona Jfins Gnarr til? En AvefnumvantrO.net standa yfir- leitt miklar umræður um trú og trúleysi en þær hafa verið sérlega fjörugar að undanförnu, ekki síst eftir greinaskrif Steindórs J. Erlings- sonar í Fréttablaðinu sem kveikt hafa ýmis viðbrögð þeirra Vantrúar- manna. Eitt nýjasta innleggið á Vantrú er svo hins vegar sprottið af annarri grein í Fréttablaðinu en það var baksíðupistill eftir grínistann góð- kunna, Jón Gnarr. EINN HELSTI PENNI Vantrúar er ÓU Gneisti Sóleyjarson og hann er ekki beint ánægður með pistil Gnarrs sem hann helgar sérstakan pistil undir fyrirsögninni: „Er konan þín til?" „Gallinn viðþessalík- ingu Jóns er sá að konan hans er til (nema að hann sé skrýtnari en ég hélt) og allir geta fullvissað WMI ■ sig um það efþeir hafa áhuga á því. Spurningin um trú er allt annars eðlis." 7 Chandler, oðru Joey, öðru nafni Matt Le Blanc. nafni Matthew Perry. JÓN GNARR TALAR UM TRÚ ÍFrétta- blaðinu þann 16. desember. Þar notar hann gamalt bragð trúmanna að líkja trú við ást. Þetta er að sjálf- sögðu blindgata hjá Jóni en gefum honum orðið: Mér finnst trúin vera eins og kærleikurinn. Það er ekki hægt að rökræða um þau. Fyrir mér sem trúuðum manni er trúin persónuleg reynsla mín eins og hjónaband mitt. Ég get ekki rifist við einhvem í fjöl- miðlum um það hvort ég elski kon- una mína eða hvort ég sé hálfviti að treysta henni. Ég elska konuna mína. Einhver sem elskar hana ekki Fyrst og síðast getur ekki skilið það. Við værum ekki að ræða um það sama.“ GALLINN VIÐ ÞESSA LÍKINGU Jóns er sá, “ heldur Óli Gneisti áfram, „að konan hans er til (nema að hann sé skrýtnari en éghélt) ogallirgeta full- vissað sig um það efþeirhafa áhuga áþví. Spurningin um trú er allt ann- ars eðlis. Ég er viss um að Jón segir satt þegar hann talar um að elska konuna sína og ég er viss um að hann trúir á guð. Trú er til, ást er til og konan hans Jóns er til en guð er ekki til. Þetta er semsagt ekki spurn- ingin hvort trúin eða ástin sé raun- veruleg. TIL ÞESS AÐ SÝNA hvers vegna það er munur á trú á guð og að elska konuna sína þá er gott að vitna í þann fróðleiksbrunn sem bandarísk dægurmenning er. íeinum Friends- þætti þá byrjaði Joey að vinna á sama stað og Chandler vinur hans. Af einhverjum ástæðum fór Joey að búa til karakter til að nota í vinn- unni. Þessi karakter varkallaður Jos- eph, hann átti konu og börn. Það fór fijótt þannig að Joseph fór að verða til vandræða. Chandler ákvað að lokum að losna við þessar leiðinda- lygar Joeys og sagðist hafa sofíð hjá eiginkonu Josephs. Þrátt fyrir að Chandler hefði einungis logið því að hafa soBð hjá ímyndaðri konu þá særðihann Joeymeð orðum sínum. Vissulega er þetta bara bjánalegur sjónvarpsþáttur en þama var Joey eiginlega farinn að trúa eigin lygum og minnti því óneitanlega á trú- mann. CHANDLER FÓR EKKI þá leið að spyrja Joeyhvort hann elskaðiþessa ímynduðu konu sína í alvömnni því það kom málinu ekkert við, það er ekki heilbrigt að bera raunverulegar tilBnningar til ímyndaðrar vem. “ Hátíð í bæ með meistaranum Á Svarthöfða dynja jólalög úr öll- um áttum. Það virðist ekki vera til sá sótraftur í stétt tónlistarmanna sem ekki hefur gefið út jólaplötu. Fyrir því er löng hefð. Sum jólalögin em góð og gild. Oft útlensk dægurlög sem hafa verið stað- færð og löguð að því sem útgefendur telja vera smekk íslendinga. Mörg em þó afar slæm og særa viðkvæmar sálir. Although outside there is snow and crap. Og líka Bicyclechristmas. En það er ástæðulaust að tefja sig á vondu lögunum. Málið er að einbeita sér að góðu lögunum. Þau em með Hauki. Sá kunni á því lagið. Fyrir Svarthöfða standa engin jól undir nafni ef þau em jól án Morthens sem þolinmóður syngur sig hring eftir -- Svarthöfði hring í kringum einiberjarunn alla vikuna á enda með barnastrolluna í eftirdragi. Nú er hún Gunna á nýju skónum. Nú em að koma jól. Siggi er í síðum buxum. Solla á bláum kjól. Að Svart- höfði tali ekki um mömmu sem er inni í eldhúsi að færa indælis steik upp á stærðar fat á meðan pabbi er við það að flippa út á dularfulla flibbahnappshvarfinu. Þetta er algjör killer. Að minnsta kosti fyrir þá sem drukku Spur úr gleri og spændu í sig kattatungur þegar jól gengu í garð á Bítlaárunum. Og svo em menn náttúrlega í helgum ffling um öll heimsins ból og gríðarlega bjart yfir Betlehem. Það er komið að því og það klikkar aldrei. Ljósadýrð loftin gyllir. Lítið hús yndi fýllir. Og hugurinn heimleiðis leitar því æ. Man ég þá er háú'ð var í bæ. Svarfhöfði ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.