Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Þann tuttugasta og þriöja desember á því herrans ári 1193 sálaðist sætlega í drottni sínum Þorlákur biskup helgi Þórhallsson í Skálholti. Jóhannes Páll páfi annar útnefndi Þorlák verndardýrling íslands meö tilskipun 14. janúar 1985, en hér á landi var helgi hans leidd í lög á Alþingi á Þingvöllum árið 1199. Stjórnsamur biskup og hreinlílur með afbrigðum Þorlákur Þórhallsson fæddist á þeim sögufræga stað Hlíðarenda í Fljótshlíð árið 1133. Hann var sagður hæverskur og hlýðinn og talið senni- legt að honum hafi ekki verið haldið mjög til líkamlegrar vinnu. Hann var sendur til lærdómssetursins í Odda á Rangarvöllum til að nema hjá Eyjólfi, syni Sæmundar ffóða. Þar var einnig að vaxa úr grasi Jón litli Lofts- son sem síðar varð mestur verald- legra höfðingja á landinu og nokkur andstæðingur Þorláks biskups. í Odda hefur Þorlákur lært latínu, messuform, almenn prestsverk, rím- fræði og útlagningu ritninganna en skólasveinar tóku þátt í tíðahaldi og messugjörð. Af móður sinni, Höllu, lærði hann hins vegar ættvísi og þjóðleg fræði. Út í framhaldsnám Þorlákur var ekki nema 17 ára þegar hann tók prestsvígslu og þremur árum síðar lá leið hans til náms í útlöndum. í Parísarborg lærði hann latneska málfræði, bók- menntaffæði eða rökfræði, þar sem saman fóru lögfræði og rétt samsetn- ing bundins máls og óbundins en geómetría var blanda af landa- og náttúruffæði og arímatík aðallega tímatals- eða rímfræði. Einnig nam Þorlákur músík, hljómfræði og kirkjusöng á Signubökkum, astrónó- míu, eða gang, brautir og áhrif him- intungla, en ekki síst guðffæði og kirkjulög. Frá París hélt hann síðan yfir Ermasundið og nam kirkjurétt og kirkjulegt skipulag í Lincoln á Englandi. Að loknu sex ára ffam- haldsnámi í útíöndum sigldi Þorlák- ur heim og þótti hvorki vel búinn vopnum né klæðum þegar hann kom heim árið 1159, en klerkum var ekki bannað að bera vopn fyrr en 1189. Prestur og ábóti Þorlákur varð fyrst prestur að Kirkjubæ í Síðu en árið 1168 varð hann príor, næstráðandi, og síðan ábóti í nýstofnuðu klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri, fyrsta klaustri af reglu Ágústínusarmunka hér á landi, en hún byggir á reglum Ágústínusar kirkjuföður um klaust- urlíf. í elstu grein hennar, kanúka- reglunni ffá 11. öld, lifðu prestar munkalífi í samfélagi, svörtum kuflum með herðarslám og hettum. Fljótlega byrjuðu menn að leita til Þorláks með meinsemdir sínar og plágur, blessun hans þótti kröftug til að bægja slíku frá. Hann hélt ætíð klausturreglu í daglegum háttum; þegar hann vaknaði söng hann Fað- irvorið, fór með Gregoríu-bæn með- an hann klæddist, þá fyrsta Davíðs- sálm en þann þrítugasta og fjórða meðan hann gekk að matarborði og þann fimmtánda þegar hann af- klæddist. Staðamál Þorláks Þorlákur var kosinn til biskups í Skálholti á Alþingi árið 1174 en hann fór ekki utan til vígslu lyrr en þremur árum síðar og var vígður til biskups af erkibiskupnum í Niðarósi 2. júlí 1178. Hann þótti stjórnsamur í embætti og átti mikinn þátt í að efla kirkjuvald á landinu. Bændur höfðu sjálfir reist kirkjur á jörðum sínum og áskildu sér og niðjum sínum umráð yfir þeim og tekjum af þeim, auk þess að ráða presta. Kirkjan vildi hins vegar að bændur myndu fá kirkjustaði að léni frá biskupum og hefðu aðeins tillögurétt um ráðningu presta. Að undirlagi erkibiskupsins í Niðarósi reyndi Þorlákur biskup að ffamfylgja þessari stefnu og tókst að ná nokkrum jörðum irndir biskups- stól en mættí þá eitilharðri mót- spyrnu Jóns höfðingja Loftssonar og annarra. Lét biskup þá málin niður falla en viðraði iðullega skoðanir sín- ar á ffillulífi Jóns, en frilla hans var engin önnur en Ragnheiður, systir Þorláks. í dýrlingatölu En Þorlákur barðist ekki bara við ffillulíf höfðingjans í Odda, hreinlífi allra landsmanna var honum ekki síður baráttumál svo og allt sem stuðlaði að auknum völdum kirkj- unnar. Hann lést í Skálholti eftír 15 ára setu í biskupsstóli og fljótíega fór orð af helgi hans að berast um Skál- holtsbiskupsdæmi. Bein Þorláks biskups Þórhallssonar voru tekin upp og lögð í skrín 20. júlí 1198 og helgi hans lögtekin á Alþingi og voru tveir messudagar helgaðir honum á ári hverju, Þorláksmessu á sumar 20. júli og Þorláksmessa á vetur á dánar- dægri hans 23. desember en páfirm í Róm hafði áskilið sér einkarétt til að velja dýrlinga 1172. Helgi biskups varð biskupsstólnum í Skálholti mik- il og drjúg tekjulind en heitgjafir til dýrlinga voru um allan heim með helstu tekjustofhum kaþólsku kirkj- unnar. Áheit voru ein af fáum vörn- um almennings gegn hinu illa og áður en helgi biskupsins var lögleidd hafði áheitféð steymt úr landinu, einkum til Ólafs helga í Niðarósi, til skaða fýrir íslensku kirkjuna og landslýð allan. Því vildi erkibiskups- stóllinn í Niðarósi ekki viðurkenna heilagleik Skálholtsbiskups öldum saman. Því samþykkti páfinn hann ekki sem dýrling því meðmæli erki- biskups töldust nauðsynleg. Jóhann- es Páll páfi II. útnefndi Þorlák vernd- ardýrling íslands árið 1985. Þörláksmessa um sumar í kaþólskum sið var Þorláksmessa um sumar frekar haldin hátíðleg en sú sem er um vetur. Fjöldi fólks safn- aðist kom Skálholtsstaðar og var mikið haft við í helgisiðunum. Dýr- legastur atburða var þegar skrínið með jarðneskum leifum biskupsins helga var borið út úr dómkirkjunni og skrúðganga fór um kirkjugarðinn með vaxljós og klukknahringingar. Biskup og annar kennilýður skrýddir dýrustu messuklæðum fóru ffemstir en fjöldinn fylgdi á eftir með söng og talnalestri. Að athöfn lokinni hélt biskup veglega veislu og komust þar færri að en vildu. Þetta helgihald var afnmnið opinberlega við siðbreyt- inguna um miðja 16. öld. Þorláksmessa síðari f kaþólskum sið hvarf dagurinn nokkuð í skugga jólanna en einmitt þess vegna á hún ríkari sess í hug- um fólks á seinni tímum en hin er næstum gleymd. Á Þorláksmessu síðari var undirbúningur jólahátíð- arinnar á lokastigi, hangikjötið til jólanna sauð í pottum, klæði og hý- bíli voru þvegin enda oft talað um fátækraþerri á Þorláksdag eða dagana á undan. Fátækt fólk átti sjaldnast rúmföt til skiptanna og varla nærföt heldur, því var þurrk- urinn nauðsynlegur. Á jólaföstu föstuðu menn á kjöt og er skötuát á Þorláksmessu ekki bundið við Vest- fjarðakjálkann einan, það þekktist með allri vesturströndinni suður að Álftanesi. í innsveitum bar minna á þessum sið enda misjafnt framboð á fiski. í Árnessýslu og á Mýrum voru horuðustu harðfiskarnir soðn- ir í hangiketssoðinu til að fá af því bragð og hétu megringar. Annað- hvort hefur þótt við hæfi að eta sl£k- an föstumat á degi Þorláks eða þeir töldu við hæfi að búa við rýrt fæði þennan dag svo viðbrigðin yrðu meiri þegar jólaveislan hæfist. Þorlákstíðir Um Þorlák biskup og jarteinar hans eru til mörg kvæði og lesmál en einna merkast hlýtur að teljast tíðasöngurinn á Þorláksmessu, hin- ar svonefndu Þorlákstíðir. Þær eru varðveittar í skinnhandriti í Árna- safni, á messubók frá dómkirkjunni í Skálholti. Textinn er allur á latínu og rímaður, söngurinn einraddaður og allur með nótum. Ort er eftir ís- lenskum rímreglum og bragarhátt- um og hafa menn talið að lagið við sönginn sé einnig íslenskt. Þorláks- tíðir eru þó byggðar á erlendri fyrir- mynd, gömlu grísku tóntegundirn- ar eru á sínum stað og söngurinn í anda Gregors páfa: há- og lág- söngvar skiptast á, laudate, magni- ficat, reponsarium, antifona, versus et psalmi. Bjarni Þorsteinsson segir í þjóðlagasafni sínu: „En allt inni- hald söngsins bendir að öðru leyti til þess, að tíðasöngur þessi sé al-ís- lenskur og mun því verða haldið fram uns hið mótsetta verður sann- að.“ Heimildir: skalholt.is, musik.is og Saga daganna eftirÁrna Björnsson. rgj@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.