Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Reynir Pétur Ingvarsson og Hanný María Haraldsdóttir hafa bæði búið á Sólheimum frá þvi þau voru börn. Þau hafa verið í sambúð í 20 ár og kunna ýmis ráð til að viðhalda ástinni. „Mér finnst vænt um Sólheima og vil helst hvergi annars staðar vera,“ segir Reynir Pétur Ingvars- son sem hefur búið á Sólheimum frá því að hann var þriggja ára og hefur því búið þar í 53 ár. Reynir man tímana tvenna og segir mikið hafa breyst frá þeim tíma. Upp- bygging hefur verið mikil auk þess sem frelsi og lífsgæði íbúa á Sól- heimum hefur aukist verulega. Reynir býr með konu sinni Hanný Maríu Haraldsdóttur í litlu fallegu raðhúsi á Sólheimum. Hanný hefur eins og Reynir verið á Sólheimum frá því hún var barn. „Ég kom hingað þegar ég var 12 ára. Það er rosalega gott að búa hér,“ segir Hanný sem nú er 54 ára. Hún fæddist í Hamborg í Þýskalandi og flutti til íslands með móður sinni þegar hún var þriggja ára. Reynir Pétur og frúin í Hamborg „Foreldrar mínir voru báðir Þjóðverjar. Þegar pabbi dó flutti mamma til íslands en svo dó hún líka,“ segir Hanný en henni var komið í fóstur í sveit eftir að hún varð munaðarlaust barn í ókunnu landi. Hún segist þó lítil tengsl hafa við Þýskaland enda langt um liðið. „Ég tala smá þýsku. Ich liebe dich,“ segir Hanný einlægt og beinir því að sjálfsögðu til Reynis Péturs sem er eini maðurinn sem hún hefur nokkurn tímann elsk- að. „Svo get líka sagt; eine kleine kinder," segir Hanný og syngur litla fallega vögguvísu, á „þýsku". Tínir egg á meðan Reynir ræktar grænmeti Hanný og Reynir vinna bæði fullan vinnudag á Sólheimum. Hanný sér um að tína eggin und- an hænunum í fjósinu á meðan Reynir vinnur í gróðurhúsunum. Hanný kemur svo við í kertaverk- smiðjunni um miðjan dag á meðan restin af hænunum kemur frá sér síðdegiseggjunum. „Við Reynir förum svo í sund þegar við erum búin að vinna. Mér finnst gaman að kasta í hann snjó í sundinu. Hann kallar mig þá hrekkjalóm," segir Hanný og Reynir ítrekar að hún geti verið jafn stríðin og hún er elsku- leg. Sjálfstæðari nú en áður „Það hefur náttúrlega rosalega mikið breyst hérna síðan ég kom hingað fyrst," segir Reynir sem löngu er orðinn landsfrægur fyrir ótrúlegt minni sitt. „Það voru tvö hús hérna og strákar bjuggu í einu og stelpur í öðru. lólin voru líka allt öðruvísi. Það var lesið upp úr guðspjöllunum á aðfangadag og svo var sungið og borðað. Pakk- arnir voru opnaðir á jóladag. Núna borða allir sem búa á Sól- heimum saman, eins og áður, en svo fer maður heim og opnar pakkana. Það er ágætt mál,“ segir Reynir en honum þykir ennþá ágætt að fá pakka. Hann segir sjálfstæði íbúanna hafa aukist mikið. „Nú höfum við meiri peninga til þess að sjá um okkur sjálf og kaupum okkar jólagjafir og svo- leiðis. Við fengum ekki peninga hér áður fyrir okkur. Nú höfum við peninga á milli handanna til þess að nota þá í það sem okkur Hvergi betra að Hljómgæðin skipta miklu máli Reynir hefur reiknað nákvæmlega út hvar hljómurinn er b estur Istofunni. hjónabandinu við veðráttuna. „Stundum er rigning, það er ekki alltaf sól. Það verða veðraskil,“ út- skýrir Reynir og tekur það fram að sólin sé sterk á Sólheimum. „Mér finnst hún alltaf rosalega sæt. Ástin þarf ekki að fjara út ef maður fer vel með hana. Maður viðheldur kynlífinu - ég vil að það sé óskert og ég held að það séu bara tröllasögur að það minnki með árunum. Ekki á meðan mað- ur er með góða heilsu. Ég hjóla mikið og ætla að gera það alla ævi. Maður verður náttúrlega að borða hollan mat og hugsa vel um líkamann sinn,“ segir Reynir heimspekilega. Allir eru þroskaheftir á ein- hvern hátt Þau eru ánægð með lífið og líta á það björtum augum þrátt fyrir fötlun sína. „Við erum öll meira eða minna þroskaheft á einhvern hátt, bara allir á misjöfnu stigi. Fólk skarar fram úr á misjafnan hátt. Þú getur skarað fram úr í ein- hverju öðru formi en aðrir," segir Reynir og Hanný kinkar kolli og grípur orðið á lofti. „Ég spila til dæmis á blokk- flautu, get spilað hvað sem er á flautuna án þess að hafa nótur. Allt eftir eyranu," segir Hanný og Reynir heldur áfram að útskýra mikilvægi þess að líta alla jöfnum augum. „Ég lít á okkur öll sem jafningja þótt enginn sé eins. Við verðum að horfa björtum augum á hlut- ina. Maður getur ekki leyft sér að hugsa sjálfan sig eða aðra sem einhverja hálfvita. Maður verður fyrst og fremst að hugsa um hvar hæfni manns liggur," segir Reynir. Hann hefur fundið hamingju sína í fallegri lífspeki sem margir mættu tileinka sér. langar til. Við vinnum náttúr- lega fyrir okkar peningum," segir Reynir sem á mörg áhuga- mál sem sum hver kosta mikla peninga. Milli trilljón og billjón áhugamál Reynir safnar geisladiskum og á yfir 3000 diska sem hann hefur keypt í gegnum árin. Nýjasta safn- ið eru DVD-myndir en hann á orðið um 300 myndir. Græjurnar eru ekki af verri endanum, fjórir risastórir hátalarar í litlu stofunni þeirra gætu hæglega fullnægt hljómflutningskröfum í sæmilega stórum samkomusal. Reynir hefur reiknað staðsetn- ingu hátalaranna vandlega út og sett niður sófa í stofunni þar sem hann hefur samkvæmt útreikn- ingum sínum fundið út að bestu hljómgæðin séu. „Áhugageirinn er mikill, svona örugglega milljón, trilljón, billjón," segir Reynir. Auk geisla- og mynddiska hefur hann áhuga á þjóðfánum og stærð- fræði, auk kynlífs, sem hann segir allt ástfangið fólk þurfa að rækta. Á náttborðinu er bókin „Super flört“ sem Hanný er að lesa þessa dagana í þeim tilgangi að við- halda rómantíkinni í samband- inu, en þau hafa verið saman í 20 ár. Rækta sambandið vel „Okkur þykir rosalega vænt um hvort annað,“ segir Reynir þegar hann útskýrir leyndardóminn á bak við gott samband hjóna sem honum finnst mikilvægt að rækta vel og viðhalda þannig hamingj- unni saman. Hann segir formúl- una einfalda þótt alltaf komi ein- hverjir brestir í sambandið eins og eðlilegt er. „Ef maður er með konu þarf manni að þykja vænt um hana. Maður má ekki bara vera að hugsa um að komast á bak, ef maður getur orðað það þannig. Maður verður líka að hugsa um hana. Það eru til menn sem hugsa bara þannig. Ef maður er með konu þá hugsar maður náttúrlega hvað það væri gaman að sofa hjá henni og margt fleira. En hún vill líka hafa þig sem félaga og þú náttúr- lega hana líka,“ útskýrir Reynir. Hjónabandið eins og veðráttan Hann segir mikilvægt að pör komi sér upp sameiginlegum áhugmálum og geti þannig rætt saman um heima og geima. „Auð- vitað koma stundum upp slettur á milli hjóna,“ segir Reynir og líkir Reym og Hanný líður vel saman Hanný fmnstgott að liggja uppilrúmimeð Reyni sfnum og loðdýrunum sem hún safnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.