Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Qupperneq 41
DV Jólablað FIMMTUDACUR 23. DESEMBER 2004 41 Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vestmanna- eyjum, messar á aðfangadagskvöld eins og alltaf. Honum hefur tekist vel að sameina helgihald um jólin og samveru með Qölskyldunni. Iólahald hjá okkur er blanda af hefð- um frá fjölskyldum okkar beggja. Ég held að okkur hafi tekist að sam- ræma það mínum störfum prýðilega i gegnum árin,“ segir Kristján Björns- son sóknarprestur í Vestmannaeyjum en lengi vel var hann einnig sóknarprestur á Hvammstanga. Þá voru jólin oft anna- söm hjá heimilisföður sem þjónaði sem prestur í fjórum sóknum. Kristján messar alla jafna um jól og segir það hefð hjá fjölskyldunni að koma með til kirkju klukkan sex á aðfangadags- kvöld. „Þá höfum við gert allt klárt fyrir matinn og förum saman í kirkju. Þegar heim er komið er ekki annað að gera en hita upp sósuna og brúna kartöflurnar áður en sest er til borðs. Við höfum líka þann sið að hafa stofuna lokaða og opn- um hana um leið og fjölskyldan samein- ast yfir matnum,“ segir Kristján en hann á þrjá stráka á aldrinum 14 og 15 ára og einn ellistyrk sem orðinn er 17 mánaða. „Já, það eru nokkuð mörg ár þarna á milli en það er mjög skemmtilegt að vera með lítið barn eftir svona langan tíma, kom- inn á miðjan aldur," segir hann hlæjandi og bætir við að auk þess eigi hann tvær dætur frá fyrra hjónabandi, en þær eru nú fullorðnar og dvelja í Bandarflkjunum um jólin. Aðventan hluti jólahaldsins Kristján telur að talsverðar breytingar hafi orðið á jólahald landsmanna á síð- ustu árum. Sumar þeirra til góðs en aðrar ekki. „Mér finnst gott að fólk skuli nú njóta aðventunnar betur en áður. Margir gefa sér tíma til að hlusta á góða tónlist, heimsækja vini, og njóta þessa tíma sem getur verið svo yndislegur. Jóladagarnir eru síðan nokkurs konar hápunktur á þessu öllu en dagarnir eftir jól eru ekki lengur þeir hátíðisdagar sem þeir áður ’ bendir hann Kristján Björnsson prestur í Vestmanna- eyjum Hann er ánægð- ur með hvað teygst hefur úr aðventunni en ekki eins sáttur við hvað dag- arnir eftirjóiin hafa misst hátíðarbraginn. voru, á. Þegar betur er að gáð er nokkuð tilíþessuhjáKrist- jáni því yfir ára- _____ mótum hvílir ekki sama helgi og margir minnast frá æsku. Þá runnu upp jól númer tvö hjá landsmönn- um, en mikill hátíðarbragur var yfir ára- mótum. Nú eru þau eins og hver önnur tímamót. Kristján er sammála þessu og bendir á að því miður hafi Alþingi gengið nokkuð langt í að afnema allar hömlur sem voru á helgidagalöggjöfinni. „Á síð- asta kirkjuþingi þegar helgidagalöggjöfin til umræðu þá lagði ég til að þessi löggjöf yrði þrengd í stað þess að víkka hana út. Menn voru ekki á því.“ Allir daga eins „Ég var að hugsa um allt það starfsfólk sem sjaldan fær frí, eins og afgreiðslufólk í verslunum. Þeim fjölgar ár frá ári dög- unum sem verslanir eru hafðar opnar. Þetta er engin hemja lengur og verður að- eins til að allt rennur saman og við hætt- um að finna kaflaskil í lífinu. Ég er ekki sáttur við það,” segir BCristján og bendir á hvað allt verður hversdagslegt þannig. Helgi sunnudaganna dofnar - allir dagar verða eins." Kristján hlakkar alltaf til jóla og er spenntur nú sem endranær. Hann segist þó vera nokkuð seinn með undirbúning og á til að mynda enn eftir að skrifa jóla- kort. „Ég sé samt um fasta liði eins og setja upp ljósaseríur og annað sem til fellur fyrir jólin. Það verður allt komið á sinn stað og annað sem mér ber að gera verður klárt þegar hátíðin rennur upp," segir klerkur þeirra Vestmannaeyinga, Kristján Björnsson tilbúin að flytja Eyja- mönnum jólaguðspjallið í ár. FRÁ KEFLAVÍK TIL FRANKFURT Á 21JJDD PUNKTUM FÓR í SKÍÐASKÓLA í AUSTURRÍKI Síðast þegar við fjölskyldan fórum í sktðaferð þá gátum við notað Vildarpunktana fyrir stelpuna okkar. Við flugum til Frankfurt með lcelandair og keyrðum svo til Lech í Austurríki. Myndin er tekin þegar við erum að sækja hana í skíðaskólann þar sem hún eignaðist fullt af vinum, m.a. frá Ástralíu, Portúgal og Ungverjalandi. FARÐU UT A VILDARPUNKTUM Viltu komast t hóp þeirra 21.205 VISA korthafa sem nú þegar eiga næga vildarpunkta til að fljúga frttt út með lcelandair? Þú safnar punktum m.a. þegar þú notar Vildarkort VISA hér heima. Ert þú ekki örugglega að safna? Kannaðu málið á www.visa.is/vildarkort til að vera viss. V/SA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.