Geislinn - 01.01.1929, Qupperneq 8
8
GEISLINN
langar til. Hugsa þú hvorki um fortíð
né framtíð, reglu eða tísku — gerðu að-
eins það, sem þér sjálfum dettur í hug!
„En, sjá! Einnig það er hégómi“. I
hinu ótakmarkaða frelsi var heldur
ekki virkilega ánægju að finna! „Um
hláturinn sagði eg: hann er vitlaus.
Og um gleðina: hverju fær hún til veg-
ar komið?“
En úr því að óhófið hafði enga
gleði í för með sér, var eftir að vita
hvort hófsemin færði ekki heim sanna
ánægju. „Mér kom til hugar að gæða
líkama mínum á víni — en hjarta mitt
skyldi stjórna öllu viturlega“. Hann
hugsaði sér að halda áfram: „halda
fast við heimskuna“ aðeins til þess að
vita hvernig það væri, og þannig geta
séð „hvað gott væri fyrir mennina".
Hátt takmark sett og því náð.
„Eg gjörði stórvirki“. Hann hafði
sett sér það mark. Það átti að sjást, að
hann með „visku“ sinni hefði getað gert
það sem samtíð og þeir er síðar lifðu
hæru virðingu fyrir. Þetta hlaut að
vera „ávinningur“, því að vita sig meiri
og voldugri en „alla sem undan hon-
um höfðu verið í Jerúsalem", hlaut
að fullnægja þrá hjartans. „Eg reisti
mér hús og plantaði víngarða". En við
það óx óskin eftir einhverju öðru. Þá
gjörði hann jurtagarða og aldingarða"
með allskonar aldintrjám. Og svo var
gróðursettur skógur og útbúnar „vatns-
tjarnir“ til prýðis. Og hann keypti þræla
og ambáttir til þess að sjá um þetta
með hinum heimafæddu hjúum. Og líta
eftir „sauða- og nauta-hjörðunum“. Og
hann bætti enn við auð sinn: „Eg safn-
aði mér silfri og gulli og fjársjóðum
frá konungum og löndum“. En ekki að-
eins það, sem augað girntist prófaði
hann; hann reyndi líka að skemta eyr-
anu: „eg fékk mér söngmenn og söng-
konur“. Hallir og skógar og aldingarð-
arnir áttu að fyllast ungum mönnum
og stúlkum, sem ásamt fuglunum syngi
leiðindin burt. Og hann fékk sér
„fjölda kvenna“, til þess að skapa un-
aðslegt heimilislíf — „hjartað átti að
stjórna öllu viturlega“, en -— því mið-
ur „augað verður aldrei mett af að sjá
og eyrað verður aldrei mett af að
heyra“. Þetta léði þvi
enga ánægju
sálu hans, heldur sannfærði hann enn
betur um að alt þetta var „aumasti hé-
gómi og eftirsókn eftir vindi“. Hann
var húinn að koma öllum þessum stór-
virkjum á laggirnar, en þá kom hugs-
unin: „Hvað mun sá gjöra, sem kemur
eftir konunginn“. Hver veit, hvort hann
verður vitur maður, eða heimskingi?
„Og þó á hann að ráða yfir öllu striti
mínu, sem eg hefi streist við og vitur-
lega með farið undir sólinni!“ Einnig
það er hégómi. „Getur verið að eftir
stuttan tima verði alt jafnað við jörðu,
sem eg hefi bygt og streist við og hver
er þá „ávinningurinn?““
„Og eg gerðist óánægður með lifið“.
„Og mér var illa við alt mitt strit,
er eg streittist við undir sólinni". Hver
er orsök þess? Hann segir sjálfur: „Alt
það sem augu mín girntust lét eg eftir
þeim; eg neitaði ekki hjarta mínu um
nokkra gleði". Og saint var honum illa
við alt það strit, sem hann hafði lifað
fyrir. Á vegi auðs og metorða fann
hann aðeins óánægju.
Aftur á móti lesum við í Nýja-testa-
mentinu urn mann, sem gagnstætt Salo-
mon konungi, er kvartaði mjög um
fánýti og kallaði alt „aumasta hégóma“,
mann, sem er fjarri því að hata lífið
(sbr. 2. Kor. 12, 10.) og sem gefur
þessa yfirlýsingu:
Jeg er „vel ánægður“I
Þarna höfum við mann, sem fann
það, sem Salomon var allaf að leita að.
En hvernig í ósköpunum gat hinn fá-