Geislinn - 01.01.1929, Side 23

Geislinn - 01.01.1929, Side 23
GEISLINN 23 Hvers vegna erum við til? Það var skvifað um þessa spurningu ekki alls fyrir löngu í eitt af aðal dag- blöðum Lundúnaborgar, með því að lesendur blaðsins höfðu verið beðnir að láta í Ijósi skoðanir sínar á þessu atriði. Það komu mörg góð svör við spurningunni, en margir fóru framhjá marki, þar eð þeir höfðu vanrækt að gefa gaum að því sem bók bókanna upplýsir um þetta. Eru nokkur’ líkindi til að alvitur skapari láti ekki skepnur sínar vita um tilgang tilveru þeirra? Hefir Hann, sem við lifum og hrærumst í, gefið nokkru sinni upplýsingar um tilgang lífsins? Það sem Ritningin segir um þetta. Það er ein ritningargrein, sem gefur til kynna, að alt sem skapað var hafi átt að vera Guði til heiðurs. (Op. 4, 10). Og líka stendur í 1. Mósehók að Guð skapaði manninn í sinni mynd, og að alt, sem Guð hafi gjört var harla gott. Frásögnin heldur svo áfram og opinberar að hin fullkomna sköpun hafi orðið afskræmd fyrir óhlýðni mannsins, sem þannig varð Guði van- þóknanlegur. Ad bregtu punuig er ckki liltjangur lilveru vorrar. í Nýja-testamentinu lesum við um hinn annan Adam — Jesúm frá Nasar- et — sem að öllu leyti fór að vilja Föðursins. Og þetta líf, sem var Guði þóknanlegt var gefið sem lausnargjald fyrir fallið mannkyn. Þannig gat mað- urinn komist í sátt við skapara sinn, og mönnum var gert mögulegt að fullnægja hinum tveimur hugmyndum: sætt og endurfæðingu. Með því að taka gilt frelsunaráform Guðs geta menn hætt hinu gamla framferði, sem er Guði van- þóknanlegt, og í stað þess lifað nýju lífi og endurspeglað lunderni Guðs. Það sem náttúran opinberar. Líti maður i hina stórfenglegu hók náttúrunnar, verður maður strax var við að eitt er notað til stuðnings og við-

x

Geislinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.