Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 3

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 3
„Með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ „Dýrð sje Guði í upphæðum, og iriður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ Lúk. 2, 14. ■p-^egar hinn dýrlegi engla-skari söng þessi undurfögru orð um nóttina forðum yfir úthögum Betlehems fyrir hirðunum, gáfu þeir með þessu til kynna, að þeir skildu greinilega, að Jesús, sem nú var fæddur og lá í jötunni, var hin mikla sönnun fyrir óskiljanlegri um- hyggju Guðs, mönnunum til handa. Guð gat ekki sýnt kærleika sinn til þeirra á nokkurn annan betri eða greinilegri hátt, en einmitt með því, að senda son sinn eingetinn hingað. „Dví að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn;“ já, pannig elskaði hann. Dað er ljóst fyrir oss, að skaparinn hefir borið umhyggju fyrir sköpunarverki sínu frá upphafi. Hið undursamlega fagra heimili í aldingarðinum í Eden, sem hann gaf hinum fyrstu foreldrum vorum, sannar petta. Að hann skapaði manninn fullkominn og hamingjusam- an, gaí honum frjálsan vilja og tilveruskilyrði, sem á allan hátt voru svo fullkomin, sem hinn alvitri, almáttugi skapari gat best veitt honum, var kröftug sönnun fyrir umhyggju skaparans. En sálnaóvinurinn kom manninum til að trúa pví, að Guð væri í raun og veru ekki góður við hann. Hann taldi honum trú um, að Guð vildi takmarka frelsi mannsins. „Guð veit,“ sagði hinn mikli svikari, „að jafnskjótt sem pjer etið af honum“ (ávexti skilningstrjesins) skuluð pjer verða „eins og Guð.“ Satan full- vissaði manninn um, að Guð vildi undiroka hann, með pví að hefta skilning hans, og á pann hátt koma í veg fyrir að hann hlyti sanna gæfu. Dað sýndi sig pegar, að orð hins gamla höggorms voru lýgi. Ef mennirnir hefðu haldið áfram að vera Guði hlýðnir, hefðu peir komist hjá allri peirri eymd, sem átti upptök sín í heiminum í óhlýðni mannanna. í öllu hefir Guð sýnt umhyggju sína fyrir velferð mannanna. Jaínvel í sjálfri refsingunni fyrir syndina, sem sje í hinum eilífa dauða („á þeim degi, sem pú etur af pvl, skalt pú dauða deyja“) opinberast miskunnsemi Guðs, Dað gæti ef til vill litið pannig út í augum hins grunnfæra athugara, að pað hafi verið harðneskjulegt af Guði að reka Adam og Evu burt frá hinu indæla heimili peirra; en einn- ig í pessu sýndi Guð gæsku sína við menn- ina; hversu hræðilegt hefði pað verið fyrir pá að lifa eilíflega undir eyðileggingu syndarinn- ar og hennar óttalegu afleiðingum. Dess vegna ljet Guð loka veginum að lífstrjenu, svo að mennirnir ekki skyldu borða ávexti pess og lifa eiliflega. Degar hinir fyrstu foreldrar vorir sáu hverj- ar afleiðingar pað hafði fyrir pá að hlýða hinum mikla afvegaleiðara, kom Guð til þeirra og sýndi, prátt fyrir óhlýðni þeirra gagnvart honum, að hann bar umhyggju fyrir peim, að hann elskaði pau og miskunnaði peim náðar- samlega. í myrkri syndarinnar, sem pau voru stödd í, tendraði hann vonarbjarma, með pvl að lofa pví, að á sinum tíma mundi koma lífgjafi, sem mundi frelsa pau. 1. Mós. 3, 15. Degar tíminn var kominn til að petta fyrir- heiti gengi í uppfyllingu, var allur himinsins

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.