Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 10

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 10
82 GEISLlNN visnuðum allir sem laufblað, og misgjörðir vorar feyktu oss burt eins og vindur.“ Eftirfarandi dæmisaga skýrir pað fyrir oss, að rjettlæting kemur af trúnni á náð Guðs og miskunnsemi, og að hún byggist ekki á neinni af dygðum vorum, jafnvel ekki á hlýðninni. „En hann sagði líka dæmisögu þessa við nokkura, sem treystu sjálfum sjer, að peir væru rjettlátir, og fyrirlitu aðra: „Tveir menn gengu upp í helgidóminn til að biðjast fyrir; annar var farisei og hinn tollheimtumaður. Faríseinn stóð og baðst pannig fyrir með sjálfum sjer: Guð, jeg pakka pjer, að jeg er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglæt- ismenn, hórkarlar eða pá eins og pessi toll- heimtumaður. Jeg fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem jeg eignast. En tollheimtu- maðurinn stóð langt frá, og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sjer á brjóst og sagði: Guð, vertu mjer synd- ugum líknsamur! Jeg segi yður: fJessi maður fór rjettlættur heim til sín, en hinn ekki, pví að sjerhver, sem upp hefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, en sá, sem niðurlægir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.“ Lúk. 18, 9—14. Trú Abrahams. Annað greinilegt dæmi um sanna trú og rjettlætingu höfum vjer par sem Abraham er; en um hann er skrifað: „Og hann trúði Drottni, og hann reiknaði honum pað til rjettlætis.“ 1. Mós. 16, 6. En um petta kemst postulinn Páll pannig að orði: „Hvað eigum vjer pá að segja um Abra- ham, forföður vorn eftir holdinu? Dví að ef Abraham rjettlættist af verkum, pá hefir hann hrósunarefni, en ekki fyrir Guði. Ðví að hvað segir ritningin: En Abraham trúði Guði, og pað var reiknað honum til rjettlætis. En peim, sem vinnur, verða launin reiknuð ekki af náð, heldur eftir verðleika; hinuin par á móti, sem ekki vinnur, en trúir á hann, sem rjettlætir óguðlegan, verður trú hans reiknuð til rjett- lætis. Eins og líka Davíð lýsir pann mann sælan, sem Guð tilreiknar rjettlæti án verka: Sælir eru peir, sem afbrotin eru fyrirgefin og syndir peirra huldar. Sæll er sá maður, sem Drottinn tilreiknar ekki synd.“ Róm. 4, 1 -8. begar vjer athugum pessa reynslu Abrahams, ættum vjer að gefa pví gaum, hverrar tegund- ar trú hans var, eða með öðrum orðum: sambandið milli trúarinnar og hlýðninnar. Dað kemur pá greinilega 1 ljós, að pað voru ekki verk Abrahams eða dygðir, sem honum var reiknað til rjettlætis. Eigum vjer pá að draga hjer af pá ályktun, að Guði finnist lítið til um hlýðnina, eða að hann leggi lögmál sitt til hliðar og skoði pað ekki lengur reglu fyrir rjettlæti? Þessu atriði svarar Páll með eftir- farandi orðum: „Gjörum vjer pá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer pví; heldur stað- festum vjer lögmálið." Róm. 3, 31. Nú kann einhver að segja: „Já, en segir ekki postulinn Jakob að trúin sje dauð án verkana?“ Jú, pað gjörir hann í brjefi sínu i 2 kap. og 26 v. „Já, en er pá nokkurt sam- ræmi í pessu?“ Já, pað er pað sannarlega. Skýringin er í stuttu máli á pessa leið: Maðurinn rjettlætist einungis fyrir trú og ekkert annað. En sú trú, sem ekki leiðir í Ijós fullkomna hlýðni við öll boð Guðs, er birtast í hans heilaga lögmáli, er dauð; eða með öðrum orðum: hún er aðeins trúarjátning, sem ein útaf fyrir sig getur aldrei haft gildi fyrir Guðs augliti. Eins og verk vor, hversu góð sem pau kunna að vera, að mannanna dómi, sem gjörð eru án trúar, eru dauð og ónýt, svo er og með trúna, sem engin verk (ávextir) fylgja, hún er dauð. . . Jakob segir: „Hvað stoðar pað bræður mlnir, pótt einhver segist hafa trú, en hefir eigi verk?“ Jak. 2, 14. Hjer viljum vjer benda sjerstaklega á orð- in „Dótt einhver segist hafa“. Dað er 1 raun og veru pannig með oss, pegar vjer segjumst trúa á Krist, en gjörum lítið af pví, sem hann biður oss að gjöra, að pá bara segjum vjer ekki sannleika. Jakob segir ennfremur: „Dú trúir að Guð sje einn. Dú gjörir vel; en illu andarnir gjöra pað líka og skelfast." Jak. 2, 19. Abraham rjettlœttist fyrir trú, með því að trú hans birtist i fullkominni, skilyrðislausri hlýðni. „Verið fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn.“ Líf hins kristna er fullkomleiki frá degi til

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.