Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 4

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 4
76 GEISLINN her fullur áhuga fyrir pessu frelsunaráformi. Englarnir elskuðu mennina líka. Dað var „gleði hjá englum Quðs“ (Lúk. 15, 10), og þeir boðuðu hinn mikla gleðiboðskap fyrir hinum einlægu hirðum, sem höfðu, ásamt öllum Quðs börnum niður í gegnum aldirnar, væntst „hugg- unar ísraels." (Lúk. 2, 25) Vitringarnir voru meðal peirra, er væntu hans. Peir voru leiddir af stjörnunni til pess staðar, sem Jesú-barnið var. Peir gáfu honum dýrindis gjafir og til- báðu frammi fyrir honum. Pað hefði verið eðlilegt, að alt mannkynið hefði staðið tilbúið og gefið til kynna þakklátssemi sína fyrir um- hyggju Guðs og gjöf hans til pess, með pví að færa honum ríkulegar gjafir og tilbiðja hann á sama hátt og vitringarnir; en pað var pví miður svo, eins og Ritningin fyrir sagði, að „hann kom til sinna, ,en hans eigin tóku ekki á móti honum.“ Umhyggja himinsins fyrir mönnunum kom pó best og fegurst í ljós í hinu líknarfulla lífi Jesú meðal peirra og hinum kvalafulla dauða hans á krossinum. Mennirnir eru oft fáanlegir til að kenna Guði um alla pá pján- ing, eymd, sorg og dauða, sem heimurinn er fullur af, og með pví að einblína á petta, tapa þeir algjörlega sjónum af umhyggju Quðs fyrir mönnunum. En vjer gjörum vel, ef vjer minnumst pess, að syndin hefir kostað Guð- dóminn meiri pjáningar og sársauka, en mann- kynið hefir reynt. Öll sú eymd, sem ríkt hefir í heiminum á öllum öldum, er ekki Guðs sök. Hún er afleiðing pess, að maðurinn gaf yfir- ráð sín yfir pessum heimi í hendur hins mikla andstæðings, svo að hann varð „höfð- ingi pessa heims.“ En Guð leitast við að breyta neyðinni, sorginni og pjáningunum í gæfu fyrir mennina. Umhyggja Guðs getur einmitt oft opinberast í pannig reynslum i líf- inu, pví að í gegnum pær geta menn komist til pekkingar á pví, hve syndin er hræðileg, en kærleikur Guðs mikill. Pann, sem Guð elskar, pann agar hann. Hebr. 12, 6. Ósk Guðs er, að mennirnir fylgi hans föðurlegu leiðbeiningum og uppfræðslu f Orði hans; en þeir eru svo tregir til að hlusta á hina blíðu rödd hans, og ganga heldur sínar eigin göt- ur eftir fýsnum holdsins, en afleiðingin er hinn illi og ömurlegi heimur, sem við nú byggjum. En velpóknun sú á mönnunum, sem engl- arnir sungu um, mun fyrst fyllilega koma í ljós pegar Jesús kemur aftur til að taka hina rjettlátu til himins. Hann hefir sjálfur lofað: „Jeg fer burt að búa yður stað. Og þegar jeg er farinn burt og hefi búið yður stað, kem jeg aftur og mun taka yður til mín, til pess að pjer sjeuð og par sem jeg er.“ Jóh. 14, 2. 3. Og að lokum, þegar hinn síðasti páttur af syndarinnar sorgarleik er á enda, mun Guð skapa nýjann himinn og nýja jörð, par sem rjettlætið mun búa. Velpóknun Guðs á mönnunum verður pá svo mikil, að hann mun taka sjer bústað meðal peirra. „Og peir munu vera hans fólk, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð peirra. Og hann mun perra hvert tár af augum peirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur nje vein, nje kvöl er framar til; hið fyrra er farið.“ Op. 21, 3. 4. Dá fyrst er til fulls náð tilgangi Guðs, pegar hann sendi sinn eingetinn son sem barn hingað til jarðarinnar, til pess að hann skyldi mæta öllum peim prautum í fylsta mæli, sem mönnunum geta mætt, og til að bjarga peim, sem hans náð vilja þiggja, frá eilífum dauða. Dá verður „friður á jörðu.“ Takið eftir orðum englanna: „Með peim mönnum, sem hann hefir velpóknun á.“ Gættu að umhyggju Guðs og Frelsarans fyrir pjer. Þú ert í raun og veru elskaður á himnum. Hugsið yður, að vor mikli Guð á himnum skuli hafa velpóknun á okkur, dufti jarðar, og að pað er innileg löngun hans, að pú á sínum tíma verðir íbúi hinnar nýju jarðar! Hefir pú löngun til að vera par með? Dú ert boðinn velkominn: „Og andinn og brúðurin segja: Kom pú!“ Op. 22, 17.

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.