Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 14

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 14
86 GEISLINN allan hátt eins og vör“, getur hann talað máli voru. Dess vegna er hann framsettur sem „talsmaður“ vor hjá Föðurnum. Hversu dýrð- legt! Vjer höfum pann, er mun tala máli voru hjá hinum Almáttga. Sá, sem er maður og einnig Guð, vill taka að sjer mál vort, pví að „hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegningin, sem vjer höfðum til unnið, kom niður á hon- um, og fyrir hans benjar urðum vjer heil- brigðir.“ (Jes. 53, 5). En er hann birtist í annað sinn, verður pað „án syndar til hjálpræðis peim, er hans bíða. (Hebr. 9, 28). Dá kemur hann I „mætti og mikilli dýrð“. Pá kemur hann með hinum mörgu púsundum engla „til pess að halda dóm“. Við komu hans munu peir viðburðir eiga sjer stað, er miða að stofnun „friðarrík- isins“. Sagt íyrir um stofnun friðarríkisins. Jesús er kallaður „friðarhöfðingi". (Jes. 9, 6). Degar hann var hjer I heiminum, var hann hjer til pess að veita frið — ekki til pess að stofna frið á jörðunni, heldur til pess að gefa hjartanu og samviskunni frið, pann frið, er fæst fyrir rjettlætingu af trúnni. (Róm. 5, 1). Meðan hann var hjer á jörðunni, átti hann í ófriði. Roma hans var árás á ríki Satans, á myrkravöldin. Og hann hopaði ekki pótt bar- daginn væri strangur. Líf hans var barátta frá jötunni til krossins. Hann segir sjálfur: „Jeg er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð“. (Matt. 10, 34). Kristur gat ekki kom- ið friði á, nema pað væri gjört á grundvelli sannleikans. En sannleikur er ekki eign pessa heims. Og Satan, sem kallast „höfðingi pessa heims“, stendur ekki í sannleikanum, pví að sannleiki er ekki I honum“. (Jóh. 8, 44). Dess vegna verður að kollvarpa ríki hins vonda, „föður lyginnar“ og alt afkvæmi hans verður að upprætast. (Dan. 7. 14). í pessu ríki mun „friðurinn engan enda taka“. (Jes. 9, 7). Og er petta ríki verður stofnsett, mun alt stríð og ófriður taka enda, „pví að öll harkmikil hermannastígvjel og allar blóð- stokknar skikkjur skulu brendar og verða eldsmatur.* (Jes. 9, 5). Hið gamla víkur fyrir hinu nýja. Allar hugsandi manneskjur hljóta að hafa áhuga íyrir stofnun pessa friðarríkis. Dað mun hafa í för með sjer nýtt ásigkomulag hlutanna á öllum sviðum. Drottinn hefir sagt: „Sjá, jeg gjöri alla hluti nýja.“ (Op. 21, 5). Dað hefir í för með sjer algjörða byltingu í pjóð- Myndin sýnir einn hluta af hinum frœga baðstad i Miami, Flor- ida, eftir fellibyl, er geysadi yfir ú þessu svœði Br hœgt að hugsa sjer friðarriki hjer á jörðu á medan jarð- skjálftar, fellibyljir og aðrar eyðileggingar ganga yfir á vixl, nœstum hvar sem er?

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.