Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 6

Geislinn - 01.12.1930, Blaðsíða 6
78 GEISLINN sjónleikurinn tekur aðra stefnu. „Sjerhver mikill trúarbragðahöfundur“, segir hann, „verð- ur alveg útaf fyrir sig að umlykjast andrúms- lofti goða og helgisagnanna. Og á sjerstakan hátt hlaut petta að verða svo I kristindóminum, sem varð til par sem kraftaverkasögur o. s. frv. var pað, sem fólk átti daglega að venj- ast“ (Bls. 42). Á sama hátt og menn fyrir mörgum árum hafa dirfst að kalla sögur Gamla-Testament- isins um Nóa, Abraham og aðra ættfeður, helgisagnir og æfintýri, pannig er nú þroskinn innan sjerstakra trúarbragðafjelaga kominn á pað stig, að allar pær frásagnir Nýja-Testa- mentisins um Jesúm, er hafa að geyma nokk- uð yfirnáttúrlegt, eru einungis taldar vera goða- og helgisagnir. En hvorki Schjelderup nje aðrir færa sönnur á mál sitt. Nei, peir koma aðeins með ágiskanir og ályktanir sjálfra sín og annara og vilja svo láta pað nægja sem sannanir. Ýmsir láta leiðast afvega með pessu; en sem betur fer getur slík aðferð ekki haft áhrif á pá, er byggja trú sína á hinu inn- blásna Orði! Dr. S. leitast við að líkja trúarbragðasög- unum saman, og vitnar hann pá einkum í Búddatrúna. „Þegar ræða er um hina yfirnátt- úrlegu fæðingu Jesú, já, pá höfum vjer alveg hliðstætt dæmi I helgisögnum Búddatrúarinnar. Yfirleitt er hugmyndin um yfirnáttúrlega fæð- ingu og guðasyni, mjög útbreidd. Frá fyrstu tímum og alt til hinna síðustu Faraóa, álitu Egyftar konunginn eina af verum guðdóms- ins, holdi klædda." (Bls. 43). Svo Jesús er ekki meiri Guð en Búdda eða Faraóarnir! Hvað við kemur „fórnardauða Jesú“, heldur dr. Schjelderup pvl fram, að sú saga sje bygð á hinum gamla sið, að stjórnandi einhverrar borgar eða pjóðar varð, er einhver sjerstök stórhætta vofði yfir, að framselja son sinn til dauða sem fórn, er kæmi sættum á milli mann- anna og hinna reiðu guða; og sagnirnar um að Jesús hafi dáið og risið upp aftur, eigi rót sína að rekja til hinna egyftsku goðasagna; en samkvæmt peim var Osiris myrtur af Set bróður sínum, en liíði svo aftur í Hóris syni sínum. Og hugmyndin um að Jesús sje upp hafinn sem konungur konunganna, pað er einungis samsvarandi trú Búddatrúarmanna á mikilleik trúarhöfunds peirra, með pví að hann nefnist nöfnum svo sem: „Gleði alheimsins, hjálpari hjálparlausra, guð ’ guðanna, hinn eini frelsari, faðirinn, vinurinn, gimsteinn al- heimsins" o. s. frv. Guðdómi Jesú opinberlega neitað. Á 45. blaðsíðu segir dr. S.: „Þær samsvar- andi trúarbragðasagnir, er jeg hefi hjer að framan minst á, eru nægar til að sanna, að pær hugmyndir, sem hin fyrsta kristni hefir sótt frumdrættina I myndina af Jesú sem Guðs syni, endurlausnaranum, hinum upprisna og upp hafna, eru ekki kristilegs eðlis, heldur eru pær ávöxtur ímyndunaraflsins og leiða í ljós alrnent álit manna á trúarsviðinu." Og ennfremur segir hann á 47. blaðsíðu: „Það er mitt álit að oss sje afaráríðandi að halla oss að peirri trú, að Jesús hafi aðeins verið mað- ur. Vjer getum ekki lengur sætt oss við pá hugmynd, að Jesús sje fortakslaust öðruvísi en vjer, að hann sje að ofan, en vjer að neðan. . . látum oss viðurkenna pað hrein- skilnislega: Vjer getum ekki lengur játað trúna á guðdóm Jesú. Guðasynir fæðast ekki í heiminn, hvorki sem Jesús, Búdda eða Kristna. Það er trúarlegt hugmyndaflug mannanna sjálfra, sem skapar guði úr hinum miklu trúarbragðahöfundum." Þetta eru pó orð, sem ekki er unt að mis- skilja, og petta eru orð manns, er sækir um prestsembætti við hina norsku, lúthersku ríkis- kirkju, par sem ein af máttarstoðunum er ein- mitt trúin á pað, að Jesús frá Nazaret hafi verið Guðs sonur. Að sönnu var umsókninni hafnað, en pað að dr. S. fjekk ekki embættið, vakti mikla gremju hjá mörgum, og er pað sönnun pess að „nýtískuguðfræðin“, sem dr. S. hefir gjörst málsvari fyrir, hefir rutt sjer mjög til rúms í Noregi. Hinn sögulegi Jesús. Um líkt leyti og bók dr. Schjelderups kom út, kom út í Danmörku bók eftir dr. D. Niel- sen, er hann kallar „Hinn sögulegi Jesús“, og svipar mjög til áðurnefndrar bókar. Skömmu seinna kom út lítil bók eftir Georg Brandes

x

Geislinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Geislinn
https://timarit.is/publication/870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.