Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 25
37V Helgarblað
LAUGARDAGUR 15.JANÚAR2005 25
Á morgun verða tíu ár liðin frá því að snjóflóð féll á Súðavík með
þeim afleiðingum að Qórtán manns létu lífið, þar af átta börn. DV
rifjaði hörmungarnar upp og spjallaði við nokkra af þeim sem
upplifðu hamfarirnar. Sumir þeirra eru alls ekki sáttir við hvernig
að málum var staðið og segja jafnvel að hægt hefði verið að bjarga
þeim mannslífum sem týndust ef hlustað hefði verið á réttu mennina.
1
■
■éMm
If
■ •r'V
Tíu ár verða á morgun liðin frá því
að snjóflóðið milda féll á Súðavík.
Flóðið féll mánudagsmorguninn 16.
janúar kl. 06.25 og hreif það 26
manns með sér. Tólf björguðust en
fjórtán létust, þar af átta böm. Um
tfrna leit út fyrir að byggð í Súðavík
legðist af í kjölfar hörmunganna. „Ég
á ekki von á því að allir Súðvfldngar
snúi til baka eftir að hættuástandi
hefur verið aflýst. Sársatflánn er mik-
ill og margir misstu allt sitt í flóðinu,"
sagði Jónbjöm Bjömsson, íbúi á
Súðavík, skömmu eftir atburðinn.
Sem betur fer lagðist byggðin þó ekki
af því þótt sumir hafi ekki getað
hugsað sér að fara aftur til Súðavíkur
sném margir aftur og búa þar enn í
dag.
Voðinn vís
Sunnudaginn 15. janúar árið 1995
tók að snjóa af miklum krafti á Vest-
fjörðunum. Það er eitthvað sem ger-
ist oft á hverju ári en í þetta skiptið
var samspil hæðar og lægðar mjög
hættulegt. Svo mfldll snjór féll af
himnum ofan að á örskömmum
tíma mynduðust þétt lög af snjó sem
lögðust ofan á þann snjó sem fyrir
var í fjöllunum. Þegar síðan fór að
hvessa fóm menn að óttast snjóflóð
enda var vitað af fenginni reynslu að
þegar svona veðraði var voðinn vfs.
Að kvöldi sunnudagsins 15. janú-
ar vom Almannavamir þess vegna
komnar í viðbragðsstöðu sem og
íbúar á Vestfjörðmn og síðast en ekki
síst snjóflóðasérfræðingar Veður-
stofunnar. Haft var samband við
sveitarstjóra Súðavflcur laust eftir
miðnættí þetta sama kvöld og hon-
um tjáð að vindur hefði snúist og
hættan væri því mfldl fyrir íbúa bæj-
arins. í kjölfarið var tekin ákvörðun
um að rýma flmm hús
syðst r bænum en þar
höfðu oft fallið snjóflóð.
önnur svæði vom hins
vegar talin vera í minni
hættu og þess vegna
látin eiga sig um sinn.
Veðrið var á þessum
tlma svo svakalegt að
engin leið var að sjá
upp r fjallið. Þess vegna
var ákveðið að rýma
aðeins þau hús sem
sannarlega vom talin í
hættu.
Ringulreiðin alger í fyrstu
Skömmu fyrir klukkan hálfsjö um
morguninn féll hins vegar snjóflóðið
mikla á Súðavík. Það kom ekki niður
á svæðið sem talið var í mestri hættu
heldur kom það niður í miðjan bæ-
inn. Flóðið var um 200 metra breitt
og hafnaði á ellefu húsum við Tún-
göm, þremur við Nesveg og einu við
Njarðarbraut. Alls vom 26 manns í
húsunum ellefu.
„Það ríktí alger ringulreið fyrst eft-
ir að flóðið féll og á meðan fólkið var
að ná því hvað hafði gerst. Þegar
mesta ringulreiðin var afstaðin hóaði
ég saman nokkrum mönnum inn f
fiystihús og sýndi þeim hvemig þeir
ættu að nota stikur til leitar. Við fór-
um svo upp eftir og menn byrjuðu að
stinga niður þar sem þeir töldu að
eitthvað væri undir. Það var svo fljót-
lega að menn sáu beran fót. Það var
kallað á skóflumenn og þegar búið
var að moka frá kom í ljós að þama
var bam á lífi,“ sagði Heiðar Guð-
brandsson, eftirlitsmaður Súðavíkur-
hrepps með snjóalögum, í samtali við
DV um sólarhring eftir að flóðið féll.
„Þegar baminu hafði verið bjarg-
að vom björgunarmenn komnir á
vettvang með leitarhunda. Þá fórum
við neðar í plássið, þar sem leitað var
með sama hætti, og þar fundum við
einstakling sem var látinn,“ sagði
Heiðar sem sagði það ljóst strax um
nóttina sem flóðið féll að hættu-
ástand væri mfldð.
„Ég hafði sterka tilfinningu fyrir
því að það væri hættuástand að
skapast. Það var búið að nefna það
um kvöldið að fólk við ofanverða
Túngötu myndi rýma
hús sín. Við vorum
orðnir sammála um
það, ég og menn á
snjóflóðadeild Veður-
stofunnar, að það væri
hættuástand hér
klukkan þrjú um nótt-
ina. Þá höfðu verstu
hlutir sem gátu gerst
orðið og öll þau teikn
á lofti að hætta væri
orðin á snjóflóði."
Flóð fellur utan
hættusvæðis
Eftír að allt var afstaðið var sveit-
arstjórinn, Sigríður Hrönn Elíasdótt-
ir, gagnrýnd fyrir að hafa ekki látíð
rýma fleiri hús um nóttina. Sú gagn-
rýni var að vísu nokkuð ósanngjöm
að sumra matí enda höfðu þeir sem
mest vit áttu að hafa á hættunni, þ.e.
sérfræðingar Veðurstofunnar og aðr-
ir sem þekktu aðstæður vel, sagt að
hættan væri mest fyrir neðan svo-
nefrit Traðargil sem var rýmt um
nóttina. Aldrei hafði svo stórt flóð
fallið á þennan stað áður og reikni-
líkön reiknuðu ekki með að svo stórt
flóð gætí átt sér stað þó að Heiðar
Guðbrandsson hefði reynt að telja
fólki trú um annað. Flóðið féll samt
sem áður og kom það fólki í skilning
um hversu lítið er í raun vitað um
snjóflóð. Það er engu að síður sorgleg
staðreynd að til stóð að rýma svæðið
um það leytí sem flóðið féll en eins
og menn vita var það um seinan.
„Mér sýnist sem forsendur sem
við höfum notað séu brostnar... Nú
erum við búnir að fá þrjú flóð á átta
til m'u mánuðum sem falla á staði
utan hættumats okkar," var haft eftír
Magnúsi Má Guðmundssyni, helsta
sérfræðingi Veðurstofunnar um
snjóflóð á þessum tíma, í DV sama
dag og flóðið féll. Flóðið féll eins og
áður sagði utan þess svæðis sem skfl-
greint var sem hættusvæði og var
það í þriðja skiptið á skömmum tíma
sem það gerðist. Margir veltu því
þess vegna fyrir sér hvort ekki hefði
verið hægt að sjá flóðið fyrir en það
var aftur á mótí af stærðargráðu sem
varla hafði þekkst hér á landi fram að
þessu.