Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 29
r
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 15.JANÚAR2005 29
Farinn að ottast um líf sitt
Frosti rifjaði upp atburðina í DV
skömmu eftir hörmungarnar. „Ég
vakna við sprengingu og sé veggi,
skápa og hurðir splundrast yfir okíc-
ur. Á eftir fylgdi snjórinn með ógnar-
krafti. Það varð allt svart og ég fann
fyrir miklum þyngslum fyrir brjóst-
inu,“ sagði Frosti. Um tíma var hann
farinn að gefa upp alla von um að
finnast á lífi.
„Mér fannst ég vera að deyja. Það
var eins og ég væri að sofna. Ég var
búinn að sætta mig við að fara. Það
voru svo litíar líkur á að manni yrði
bjargað áður en kuldinn tæki yfir-
höndina," segir Frosti og minnist
þess hversu ánægður hann var að
Þungir á brún Björgunarmenn
hvilast í Frosta þadan sem
aðgerdunum var stjórnad.
Vonskuveður Menn sau varla handa smna skil i
veðurofsanum fyrstu dagana eftir snjóflóðið og ekki
varþað til að auðvelda björgunarmönnum störfin.
f f -/S M*
'jjdí
■ ■-&- • æm
Eyðileggingin alger Eins
og sjá má tók fláðið allt sem
á vegi þess varð með sér.
Elma Frostadottir býr enn á Súðavík þrátt fyrir að
hafa lent í flóðinu mikla fyrir 10 árum. Hún segir
veðurofsa vekja ákveðnar tilfinningar í brjósti sér en
telur Súðavík engu að síður öruggan stað til að búa
á í dag.
Fannst eftir fimmtán
:rosti ásamt fjol-
ikyldu sinni Frosti og
ionu hans Helgu var
bjargað úrflóðinu fyrir
]0 árum. Dóttirþeirra
fannst ekki fyrr en eftir
fímmtán tíma en lifði
hörmungarnar samt af.
i—
„Lífið hérna á Súðavík gengur
mjög vel í dag,“ segir Frosti Gunn-
arsson en hann lentí í snjóflóðinu á
Súðavík árið 1995 en var grafinn upp
af björgunarmönnum eftir um fimm
tíma veru í snjónum ásamt konu
sinni Björgu Hansdóttur. Frosti var
einn þeirra sem glataði húsi sínu og
innbúi í flóðinu en getur aftur á móti
verið þakklátur fyrir að hann og
hans allra nánustu héldu lffi. Það
mátti þó minnstu muna að verr færi
þar sem dóttir hans, Elma Frosta-
dóttir, var grafin upp eftir um 15
tíma veru í snjónum.
sjá björgunarmennina þegar þeir
fundu hann.
„Það var ólýsanleg tilfinning að
sjá andlit leitarmannanna í fjarska
fyrir ofan mig þar sem þeir horfðu
niður á mig í gegnum lítið op.“
Hér vil ég vera
Frosti er borinn og barnfæddur
Súðvfkingur og var alltaf staðráðinn
í að snúa heim aftur. „Það kom
aldrei annað til greina. Ég er fæddur
og uppalinn hérna á Súðavík og get í
raun hvergi annars staðar hugsað
mér að vera. Lífið heldur alltaf áfram
og þetta hefur gengið sinn vanagang
hérna síðustu árin,“ segir Frosti sem
óttast alls ekki að sagan muni end-
urtaka sig.
„Það er engirrn ótti hérna þar
sem við búum núna,“ segir Frosti
og vísar til nýju byggðarinnar sem
reist var eftir flóðið fjarri svoköll-
uðum hættusvæðum. Hann segir
svæðið þar sem gamla byggðin hafi
verið samt alltaf minna á það sem
gerðist.
„Minningin fjarlægist en hún
hverfur aldrei. Ég mun samt seint
flytjast héðan enda flest allt vel á
Súðavík í dag. Við erum að fara að
byggja fleiri íbúðarhús og atvinnu-
húsnæði þannig að við erum á upp-
leið."
Frosti Gunnarsson var grafinn upp úr
snjóflóðinu eftir um fimm tíma veru í
snjónum. Hann býr enn á Súðavík og
líkar vel.
Minningin fjarlægist
en hverfur aldrei
tíma í snjónum
DV hafði samband við Elmu Dögg Frosta-
dóttur sem var bjargað úr snjóflóðinu eftir að
hafa legið þar í um 15 klukkustundir. Elma var
14 ára þegar ósköpin dundu yfir og segist enn
þann dag í dag vera mjög hrædd þegar veðurofsi
er utandyra. Elma Dögg rifjaði upp atburðina í
samtali sfnu við DV.
Rúðan sprakk og allt í snjó
„Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu strax, það
var ekki fyrr en ég var komin inn í hús sem ég
áttaði mig á því að ég hafði lent í snjóflóði. Ég
vaknaði við að rúðan í svefnherberginu mínu
sprakk og fataskápurinn datt ofan á mig. Ég hélt
að þakið á húsinu hefði rifnað af og beið eftirþví
að bróðir minn, sem hafði gist annars staðar,
kæmi að hjálpa mér. En hann komst auðvitað
ekkert að bjarga mér," segir Elma.
„Fyrst rankaði ég við mér þegar ég heyrði
björgunarmenn tala saman inni í næsta her-
bergi við mig, ég reyndi mikið að kalla á þá en
þeir heyrðu ekki neitt. Mér var þá hugsað til
námskeiðs sem ég hafði farið á en þar var talað
um að snjór kæfði öll hljóð svo mikið, samt sem
áður gerði ég mér ekki grein fyrir því að ég hefði
lent í snjóflóði því ég fann ekki fýrir honum í
kringum mig. Það er samt frekar undarlegt því
björgunarmennirnir sögðu mér seinna að ég
hefði eiginlega legið á kafi í honum. Þegar ég
fannst sögðu hjálparstarfsmennirnir að þeir
hefðu verið að leita að mér í vitíausu herbergi
um það bil sem mamma og pabbi fundust en
þau voru fimm tíma í snjónum."
Hræðist veðurofsann
„Ég þurfti að liggja mun lengur og var eigin-
lega búin að lognast út af þegar ég fannst, man
bara eftir því að ég hélt að ég væri í útilegu
vegna þess að ég heyrði í stöngunum sem voru
notaðar við leitina allt í kringum mig og fannst
eins og þær væru tjaldsúlur. Ég byrjaði að kalla
á mömmu í ráðleysi og mínu og þá voru þeir
sem betur fer það nálægt að þeir fundu mig. Ég
fann ekkert sérstaklega mikið fyrir kulda fyrr en
ég kom upp úr snjónum, þá varð mér svakalega
kalt. Ég var með dúnsæng og saug vatn úr einu
horninu á henni. Eftir það hef ég aldrei getað
notað dúnsæng, ég reyndi að nota eina sem mér
var gefin eftir flóðið en það var ómögulegt því
minningin um þetta var svo sterk," segir Elma
Dögg sem skiljanlega fyllist smá hræðslu þegar
illa veðrar.
„Fyrst rankaði ég við
mérþegar ég heyrði
björgunarmenn tala
saman inni i næsta her-
bergi við mig, ég reyndi
mikið að kalla á þá en
þeir heyrðu ekki neitt“
I Elma í snjónum
„Eftirþetta hefég
I alltaf orðið mjög
J hrædd og óróleg þeg-
| ar ég heyri I látum I
I veðurham, “ segir Elma
tsem var bjargað úr
I snjóflóðinu eftir um
fimmtán klukkutíma.
„Eftir þetta hef ég alltaf orðið mjög hrædd og
óróleg þegar ég heyri í látum í veðurham, jafn-
vel þótt það sé um mitt sumar. Ég bý enn á
Súðavík og þar líður mér vel. Bærinn var allur
fæður úr stað eftir þessa atburði og á nú að vera
utan allrar snjóflóðahættu þannig að ég held að
það sé ekkert að óttast hér í dag. Það kemur
samt einstaka sinnum fyrir að maður saknar
gömlu Súðavíkur."