Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 75. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Framhaldaf fyrriopnu Ragna Aðalsteinsdóttir missti dóttur sína og barnabarn í snjó- flóðinu á Súðavík fyrir 10 árum. Það eru ekki einu ástvinir hennar sem látist hafa í snjóflóðum því sonur hennar lést í Óshlíð árið 1989. Ragna er þess fullviss að hægt hefði verið að komast hjá þessum mikla harmleik ef hlustað hefði verið á snjó- flóðaeftirlitsmanninn Heiðar Guðbrandsson. Hefði verið hægt að afstýra þessu „Hannvar alltaf að reyna að vara fólk við en ekkert mark var á honum tekið." I Ragna Aðalsteins- I dóttir Hefur misst fjöl■ j marga vini og fjölskyldu- I meðlimi í snjóflóðum um j ævina. Hún er er sáryfir I þvl að ekki hafi verið | hlustað á Heiðar snjó- I flóðaeftirlitsmann sem | sá hörmungarnar fyrir. „Það eru vægast sagt blendnar til- finningar sem brjótast um í bijósti manns á þessum tímamótum," segir Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Lauga- bóli, en hún missti dóttur sína og dóttur- dóttur í Snjóflóðinu á Súðavík fyrir 10 árum. Áður hafði hún horft á eftir öðru bami sínu þegar sonur hennar lést í snjóflóði sem féll á Óshlíð árið 1989. Marga misst í snjóflóðum „Nú á að minnast snjóflóðsins með einhverri athöfn en mér finnst það bara vera gert 10 ámm of seint," segir Ragna sem hefur þurft að þola fleiri raunir í gegnum ævina en það að missa tvö börn og bamaböm í snjóflóði. Hún hefur þurft að gh'ma við mikla sorg um ævina en ávallt haldið ótrauð áffam að lifa h'finu eins vel hún getur. „Síðan vom þrír piltar héma hjá mér í sveit sem fórust líka. Einn lést þegar flóðið féll á Flateyri, annar á Þingeyri og sáþriðji hreinlega fyrirfór sér í kjölfar þess. Alagið var hreinlega of mikið," segir Ragna. Fyrir þremur árum misstí hún svo annað barnabam þannig að hún hefúr kynnst meiri sorg en flestir gera um ævina. „Nú á ég bara eitt barn eftír, son sem býr í Reykjavík og hann á börn sjálfúr," segir Ragna en henni hefur þrátt fyrir mikið erfiði aldrei komið til hugar að lina þjáningar sínar með því að taka eigið h'f. „Það þýðir ekkert að leggjast með tæmar upp í loftið og velta sér of mikið upp úr þessu. Ég hef alltaf séð til þess að ég hafl nóg að gera við vinnu og annað Cí r~ . A og þannig hefur mér tekist að taka á þessu. Ég veit reyndar ekki hvort mér hefur tekist að vinna úr þessari sorg og þegar ég hugsa um það þá hefur mér ekki tekist að sætta mig við þetta og mér mun seint takast að vinna mig fyllilega út úr þessari sorg," segir Ragna. Ætlar að sækja minningarathöfn Ragna er alls ekki sátt við hvernig staðið var að málum á Súðavík nóttína fyrir morguninn örlagaríka þegar 14 manns létu lífið í snjóflóðinu. Hún ætlar samt sem áður að vera viðstödd minn- ingarathöfnina um þá sem fórust á morgun. „Ég hugsa nú að ég geri það. Ég var lengi á báðum áttum en læknir minn, sem er jafnframt minn bestí vinur, ætlar með mér þannig að þetta ættí að vera í lagi. En þetta er nú engin gleðihátí'ð og ég skil hreinlega ekki hvers vegna verið er að halda þetta. Það á að vera búið að þessu fyrir löngu. Mér finnst eins og það sé verið að teygja lopann með því að vera alltaf að rifja þetta upp ár eftir ár. Það er alltaf verið að pikka í sárin og það finnst mér ekki góð aðferð til að takast á við þetta. En ég er samt nokkuð ákveðin í að mæta," segir Ragna. Gefst aldrei upp Sem betur fer þurfa fæstir hér á landi að ganga í gegnum raunir llkt og Ragna hefur þurft að þola um ævina en hún seg- ir það hjálpa að geta talað um hiutina. „Já, saga mín er kannski ekki sú skemmtilegasta en maður reynir alltaf að halda áfram. Ég hef verið dugleg við að vinna og halda mér þannig gangandi. Þá hugsar maður minna um þetta," segir Ragna sem hefur samt alltaf getað rætt dauða bama sinna og bamabama við þá sem henni þykir vænt um. „Ég get talað um þetta og það hjálpar mikið. Ég byrja nú ekki að tala um þetta að fyrra bragði en ég hef alltaf getað svar- að spumingum og rætt um þetta svoleið- is. Það fer ekkert í taugarnar á mér, það fer hins vegar í taugarnar á mér að það er eins og verið sé að reyna að græða á dauða þessa fólks sem þama fórst með því að vera stöðugt að rifja þetta upp og reisa minnisvarða og annað slíkt," segir Ragna. Henn þykir sárast að ekki hafl verið hlustað á snjóflóðaeftírhtsmann- inn Heiðar Guðbrandsson sem hafði varað við flóðinu kvöldið áður. Heiðar sá þetta fyrir „Hann Heiðar Guðbrandsson snjó- flóðaeftirhtsmaður, sem reyndar er dáinn núna, sá þetta fyrir áður en það gerðist. Það áttí auðvitað að fara eftír hans matí enda Heiðar maðurinn sem hafði vit á þessu en ekki sveitarstjórinn," segir Ragna og bætir við að þáverandi sveitar- stjóri Súðavíkur og formaður almanna- vamanefiidar þar í bæ, Sigríður Hrönn Eh'asdóttir, hafi ekki viljað hlusta á Heið- ar. „Ég er frekar sár út af þessu því fólk á ekki að taka að sér embættisverk og sinna þeim ekki. Það hefði verið hægt að komast hjá dauða alls þessa fólks ef hlustað hefði verið á hann Heiðar. Hann var alltaf að reyna að vara fólk við en ekkert mark var á honum tekið," segir Ragna og bætír við að flestir sem fómst í flóðinu væm á besta aldri í dag ef hörmungamar hefðu ekki átt sér stað. „Það þýðir samt ekkert að beina reiði sinni að einhverju fólki eftír á en þetta er sorgleg staðreynd. Bæði ég og Hafsteinn Númason, sem misstí börnin sín þrjú þennan dag, höíúm verið mjög fúl yfir þessu síðan þetta áttí sér stað. En ég ætla nú samt að sækja minningarathöfnina á morgun þótt ég sé allt annað en sátt við hvemig að þessu var staðið á sínum tíma og hvernig staðið er að þessu enn þann dag í dag." Ómar Már Jónsson sveitar- stjóri á Súðavík segir Súð- víkinga bratta í eðli sínu. Eyðileggingin blasti við þegar rofaði til „Ég var reyndar búsettur á ísafirði þegar þessir at- burðir áttu sér stað en um þær mundir var ég stýrimað- ur á Bessanum," rifjar Ómar Már Jónsson, núverandi sveitarstjóri á Súðavík, upp. Togarinn Bessi kom nokkuð við sögu í björgunaraðgerðum þennan örlagaríka dag sem Ómar sem og aðrir sem þetta upplifðu muna vel. Sá eyðilegginguna „Við gátum ekld lagst að bryggjunni vegna veðurs en maður tók þátt í björgunaraðgerðum á fsafirði og líka á Súðavík þegar það mesta var afstaðið. Þetta hafði mikil áhrif á mann, fyrstu fréttir sem við um borð fengum voru að vísu mjög óljósar og um tíma héldum við að flóðið hefði farið yfir stærri hluta bæjarins," segir Ómar. „Það er mér minnisstætt þegar ég gekk frá höfninni ásamt kunningja mínum í svartasta byl. Síðan, rofaði stuttlega til og við sáum yfir bæinn. Þá blastí eyðilegg- ingin við manni og maður áttaði sig á því að það var stór eyða í bænum," segir Ómar en segir lífið á Súðavfk vera gott í dag. „Súðvíkingar eru brattir í eðh slnu, hafa aðlagast breyttum aðstæðum vel og það er hugur í þeim. Sveitar- félagið stendur nokkuð vel fjárhagslega og öfugt við aðr- ar byggðir hefur verið hér talsverður húsaskortur síðustu ár. Það stendur því til að byggja tvö ný einbýlishús og atvinnuhúsnæði á næstunni," segir sveitastjórinn sem eins og aðrir Súðvfldngar mun vera viðstaddur minning- arathöfn um þá sem létust á morgun. Komu hvarvetna að opnum dyrum „Við ætlum að hafa minningarathöfn hérna í íþrótta- húsinu á morgun. Við höfum gert þetta áður en ekki lát- ið fara mikið fyrir því en vegna þessara tímamóta hefúr kastljósið aðeins beinst að okkur og þess vegna höfúm við boðið þeim sem vilja að mæta og láta sjá sig," segir Ómar Már. „Það sem situr eftir að loknum þessum atburðum eru þakkir tíl þeirra sem tóku þátt í björgunarað- ! gerðum. Þetta eru hetjur sem Jdífðu sér í engu við að leita dag sem nótt og svo var ómetanlegt hversu vel þjóð- in stóð á bak við okkur. Samhugurinn var mikill og að loknum þessum atburð- um komu Súðvfldngar hvar- I Sveitastjórinn Ómar vetna að opnum dyrum," I Már segir mikinn hug i segir Omar Már. I Súðvikingum. Kistur hinna látnu koma til Reykjavíkur Þjóðin sýndi mikinn samhug eftir snjofloðið en fæstir trúðu þvi i fyrstu að svona nokkuð gæti gerst. Björgunarmenn og -hundar Björgunarmenn frá Isafirði sem komu fyrstir til hjálpar höfðu med sér leitarhunda sem skiptu sköpum við leitina. L_J .Jm AÐGANGUR Vorleysingar Þegar snjóa tók að leysa um vorið mátti sjá föt, húsgögn, leikföng og aðrar eigur fólksins hvarvetna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.