Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 Sport DV JMígeríumaðurinn ungi, Obafemi Martins, er að stimpla sig rækilega inn i stjörn- um prýtt lið Internazionale í itölsku A-deildinni i fótbolta. Mílanó I Obafemi Martins er fljótur, kraftmikill og með gott auga fyrir markinu. Þessi litli Nígeríumaður hefur unnið hug og hjörtu áhangenda Internazionale með ástríðufullum leik sínum og til- þrifum á vellinum. Lið Intemazionale hefur verið í vandræðum það sem af er tímabilinu og hafa aðdáendur þess haft h'tið til að brosa yflr undanfarið. Liðið hefur gengið í gegnum þjálfaraskipti, inn- byrðis deilur leikmanna og slæmt gengi í deildarkeppninni. Nígeríu- maðurinn ungi, Obafemi Martins - eða Oba-Oba eins og ítalirnir kalla hann, hefur þó reynst liðinu ljósgeisli í myrkrinu. Hann er spennandi og skemmtilegur leikmaður sem heillar áhorfendur upp úr skónum, nokkuð sem öðrum leikmönnum liðsins hef- ur ekki tekist að gera undanfarið. ítalskir fjölmiðlar hafa gengið svo J^ngt að spá því að Martins sé sá sem fer fyrir nýrri kynslóð leikmanna hjá Inter. Sló í gegn í meistaradeildinni Það var bróðir Sunday Oliseh, fyrr- um leikmanns í ítölsku A-deildinni, sem uppgötvaði hæfileika Martins þegar hann lék með liði Ebedei í Lagos og kom honum á samning hjá 3. deildarliði Reggiana árið 2000. Út- sendarar Inter voru fljótir að næla í strákinn árið eftir og gekk hann í aug- un á þeim með því að vera iðinn við markaskorun hjá ungmennaliði fé- lagsins og var öðrum fremur maður- inn á bak við meistaratitil þess árið 2002. Martins fékk loks tækifæri með Húsbréf UUOIGIIII IHdrilllð Þjóðemi: Nígeríumaður Fæddur: 28 október 1984 Hæð: 170 cm ___ Fyngd: 70 kg Staða: Framheiji / Lið: Inter Milan j (Jrf* Leikir/Mörk: 65/27 V xly Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 44. útdráttur 4. flokki 1994 - 37. útdráttur 2. flokki 1995 - 35. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 2005. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess Liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóóum og veróbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 I www.ils.is aðalliðinu árið eftir og þrátt fyrir að þurfa að sætta sig við að vera settur í varaliðið aftur skömmu síðar, lét hann það ekki buga sig. Hann hélt áfram að raða inn mörkum með vara- liðinu og hélt einbeitingu. Þegar kall- ið kom svo var hann tilbúinn. Það tók strákinn ekki langan tíma að sanna sig og skoraði hann mikil- væg mörk bæði í deildarkeppninni á ítah'u og í meistaradeildinni, meðal annars gegn Arsenal og Milan. Með því hefur hann sýnt flam á að geta skilað sínu í stórleikjum og hrífast menn af því hvað hann er yfirvegaður fyrir framan mark andstæðinganna. Martins er fljótur, kraftmikill, með frábærar hreyfingar og er þeim eigin- leikum gæddur að gera leikmenn í kringum sig betri. Frægt er orðið hvernig hann fagnar mörkum sínum með miklum heljarstökkum og tóku menn hjá Knattspyrnusambandi Evr- ópu eftir þeim og ákváðu að nota þau í sjónvarpsauglýsingu fyrir meistara- deildina. Efni í góðan leikmann Þegar horft er til þess hve stjörn- um prýdd framlína Intemazionale hðsins hefur verið síðustu ár, má glöggt sjá að Martins er eflii í góðan leikmann, en hann hefur náð að láta að sér kveða innan um menn eins og Adriano, Alvaro Recoba og Christian Vieri. Knattspymuspekingar hrífast af ásm'ðu hans og er hann sagður mjög lærdómsfus og tileinka sér nýja hluti hratt, sem er tahð vitna um að hann eigi eftir að verða enn betri leikmað- ur. Sumir gagnrýnendur vilja meina að Martins sé li'tið annað en mjög fljótur leikmaður, en hann hefur engu að síður náð að sanna sig gegn nokkmm af bestu varnarmönnum í heims. Eftirsóttur leikmaður Martin hefur átt í nokkrum úti- stöðum við landshðsþjálfara Nígeríu og hefur neitað að spila með hðinu þar til hann nær að festa sig betur í sessi með aðalhði Inter. Sumir segja þó að það sé vegna þess að þegar hann var unglingur var hann ekki val- inn í undir 17 ára-lið Nígeríu og segja að hann sé í fýlu út í aðstandendur landsliðsins, sem sögðu hann þá vera of lítinn og of ungan til að leika með liðinu. Núverandi þjálfari m'geríska hðsins reynir þó hvað hann getur til að fá þennan knáa leikmann til að skipta um skoðun. Upp hefur komið sá orðrómur að ftalir hafi áform um að reyna að fá hann til að gerast ítalskan ríkisborgara. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem þjóð reyndi að eigna sér hann, því Kamerúnar reyndu eitt sinn að færa rök fyrir því að drengurinn ætti rætur að rekja til landsins og ætti því með réttu að leika með þeim. Martins hef- ur þó blásið á ahar slíkar vangaveltur og segist Nígeríumaður í húð og hár. Það er því alveg ljóst að hinn ungi framherji hefur ýmislegt til bmnns að bera og er eftirsóttur víða vegna hæfileikanna. baidurisidv.is Ny stjarna fæddí Bryant meiddur Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, sneri sig illa á ökkla í leik gegn Cleveland Cavaliers í fyrrinótt og verður líklega frá keppni í nokkum tíma. Þrátt fyrir að vera án Bryants nær allan leik- inn, náðu leikmenn Lakers að knýja fram sigur í leiknum 98-94. Atvfidð átti sér stað í fyrsta leik- hluta þegar Kobe lenti illa á fæti leikmanns Cleveland eftir að hafa tekið frákast og lá hann kvalinn eftir á vellinum. „Þetta var mjög sársaukafullt og ég held að það sé vikuspursmál hvenær ég get leikið á ný. Ég hef aldrei áður tognað svona illa“, sagði Bryant. Ljóst er að þessi meiðsli hans setja strik í reikninginn fyrir hð Lakers, en skotbakvörðurinn knái hefur ver- ... ið að skora næst % deildinni í % vetur, rúm 28 stig. Gravesen tll Real Madrid Danski jámkarlinn Thomas Gravesen er á leið frá Everton til Real Madrid á Spáni. Hinn 28 ára gamh Gravesen hefur verið lykil- maður í spútnfidiði Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur og verður hans sárt saknað á Goodi- son Park. Samningur danska landshðsmannsins var að renna út eftir þetta tímabil og kusu for- ráðamenn Everton að selja hann frekar nú en að fá ekkert fyrir haan í vor. „Enginn hjá féíaginu vildi selja Gravesen og við gerð- um allt sem við gátum tfi að halda honum, en hann kaus að fara til Spánar," sagði Keith Wyness yfir- maður knattspymumála hjá Ev- erton. Ef leikmaðurinn stenst læknisskoðun hjá Real mun hann skrifa undir þriggja og hálfs árs samning hjá hðinu sem er talinn hljóða upp á 2,1 milljón punda. Gerrard bestur í desember Steven Gerrard fyrirhði Liver- pool var í gær útnefiidur leikmað- ur desembermánaðar í ensku úr- valsdeildinni, en sérstök nefiid á vegum deildarinnar stendur fyrir valinu. Vahð að þessu sinni kom fáum á óvart því Gerrard hefur verið að leika einstaklega vel fyrir hð sitt undanfarið og er maðurinn á bak við batnandi gengi Liver- pool. Þessi enski landsliðsmaður hefur á tíðum borið hðið uppi og er frammistaða hans ekki síður merkileg þegar htið er á að hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum. „Það em gleðitfðindi fyrir Liverpool og enska landsfiðið að Gerrard skuh vera kominn í toppform og hann er í dag einn af betri miðjumönnum í heimin- um,“ sagði Nic Gault, einn nefiid- armanna. Martin Jol, stjóri Tottenham, var valinn knatt- spymustjóri mánaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.