Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 59
DV Fréttir LAUGARDAGUR 15.JANÚAR2005 59 Ákærðurfyrir skattsvik Ríkislögreglustjóri hefur ákært Magnús E. Baldurs- son, fimmtugan mann í Breiðholtinu, fyrir að hafa svikið hátt í tuttugu millj- ónir króna undan skatti. Magnús rak einkahlutafé- lagið Magnex og er ákærð- ur fyrir að hafa ekki staðið skil a virðisaukaskatti upp á rúmar 3 milljónir. Hann er líka ákærður fyrir að borga ekki staðgreiðslu skatta upp á tæpar 15 milljónir króna. Þetta er eitt af fjöl- mörgum skattamálum sem kemur fyrir efnahagsbrota- deild Ríkislögreglustjóra undir stjórn Jóns H. Snorrasonar. Pharmanor vísað á bug Kröfum PharmaNor hf. um að Landspítalinn yrði átalinn fyrir brot gegn regl- um um opinber útboð og góða siði í útboðsmálum í vinnubrögðum vegna út- boðs á lyfinu Copaxone hefur verið vísað frá kæru- nefnd útboðsmála. PharmaNor taldi að Land- spítalinn hefði átt að semja við fyrirtækið eftir að ljóst var að aðrir tilboðsgjafar gætu ekki staðið við sín boð. Einnig var vísað frá kröfu um að spítalinn yrði skikkaður til að bjóða lyfið út aftur. Þá hafnaði nefndin að gefa álit sitt á hugsan- legri skaðabótaskyldu spítalans. Lóðakaup banka í Ásahverfi Garðabær ætlar að ganga til samninga við Frjálsa fjárfestingabankann hf. um kaup á nýjum lóð- um undir 30 íbúðir við Bjarkarás. Eru það síðustu lóðirnar í Ásahverfinu. í útboði sem fór fram vegna sölu lóðanna bauð Fasteigna- félagið Hh'ð best allra, eða rétt ríflega 200 milljónir króna. Hhðféllhins vegar frá tilboði sínu. Að Hhð frátaldri átti Frjálsi fjárfest- ingabankinn hæsta boðið, rúmar 175 milljónir króna. Gerir þetta tæpar sex millj- ónir króna á hverja íbúð. Afsökunar- beiðni Þau leiðu mistök urðu við vinnslu á for- síðu DV í gær, föstudag, að þar var birt mynd af konu sem tengist á engan hátt því máh sem þar var til umfjöllunar. Hulda Valtýsdóttir og aðrir hlutaðeigandi eru beðin afsökunar á því. Ritstjórí Réttarhöld hófust í gær yfir Óskari Svani Barkarsyni sem er sakaður um að hafa ráðist á tvær löggur í júní á síðasta ári. Óskar var á dögunum dæmdur í 15 mán- aða fangelsi fyrir að stinga ungan hárgreiðslumann með skærum. Óskar sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að mennirnir sem hann lenti í áflogum við væru lögreglumenn. Sjálfur hefði hann hlotið mikla áverka eftir átökin. Skari rauði fyrir dómi vegaa árásar á tva lögreglubjána Ofbeldismaðurinn Óskar Svanur Barkarson sem nýverið var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir grófar líkamsárásir var dreginn fyrir dóm í gær. Óskar er ákærður fyrir að hafa gengið í skrokk á tveimur lögreglumönnum. Skari var ískaldur fyrir dómnum en hann á langa vist á Litla-Hrauni fyrir höndum. „Ég vissi ekki að mennirnir sem ég barði voru lögreglumenn," sagði Óskar Svanur, sem gengur undir nafninu Skari rauði, fyrir dómnum í gær. Skari var fluttur í fylgd gæslu- manna frá Litla-Hrauni þar sem hann afþlánar nú 15 mánaða dóm fyrir grófar líkamsárásir. Skari barði og braut andlit manns og veitti ung- um manni alvarlega stunguáverka með skærum og barsmíðum. Óskar er margdæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárásir. Barði lögreglumenn Sigríður J. Friðjónsdóttir sak- sóknari las ákæruna yfir Óskari í réttarsalnum. Hún lýsti áverkum lögreglumannana tveggja sem Óskar er sakaður um að hafa barið, spark- að í og fleygt í götuna þann 28. júní á síðasta ári. Sigríður sagði áverka lög- reglumanna alvarlega; þeir hefðu marist og hruflast á höndum og verið illa farnir. Óskar er ákærður fýrir brot gegn valdstjórninni og á yfir höfði sér þungan dóm ef hann verður fund- inn sekur. Lögfræðingur Óskars í málinu er + < rMfci DV 14. desember Ekkihafði verið ákært ímálinu þegar DV komst á snoðir H um það en Geir Jón Þórisson staðfesti P* að það myndi hafa sinn gang. „Ég vil taka fram að ég sparkaði hvorki né kýldi. Ég hlaut miklu meiri áverka sjálfur." Jón Egilsson sem hefur varið marg- an glæpamanninn á ferlinum. Vörn Óskars er sú að hann hafi ekki vitað að um lögreglumenn væri að ræða og að hann sjálfur hafi verið mikið meiddur eftir árásina. Rifrildi endar í slagsmálum Samkvæmt heimildum DV voru lögreglumennirnir á ómerktum rauðum Skoda Oktavía-bíl. Þeir stöðvuðu Óskar sem var á ferð ásamt félaga sfnum Guðna Má Bald- urssyni. Báðir hafa þeir komið við sögu lögreglunnar en Guðni Már lést fyrir nokkrum mánuðum. Eftir snörp orðaskipti kom til átaka milli Óskars og lögreglumannana sem enduðu með áflogum. í viðtali við DV, skömmu eftir að Óskar fékk dóm fyrir árásirnar, vildi Óskar lítið segja um árásina á lög- reglumennina. Staðfesti þó að hún hefði átt sér stað en hélt að málið hefði „dottið upp fyrir sig“ í kerfinu. Hlaut áverka sjálfur Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn sagði það hins vegar af og frá að lögreglumennirnir hefðu ekki þorað að kæra og sagði málið í vinnslu. Nú er það komið fyrir dóm og verður aðalmeðferð innan skamms. „Ég vil taka fram að ég sparkaði hvorki né kýldi,“ sagði Óskar Svan- ur, eða Skaði Rauði, við réttarhöldin í gær. „Ég hlaut miklu meiri áverka sjálfur." simon@dv.is Uppnám á kvennaklósetti Gegnsær spegilf á Pravda Sigurður Líndal klárar SkerjaQarðarskýrslu Flugslysaskýrsla tilbúin Á sunnudagskvöldið barst lög- reglu tilkynning frá konu um að skemmtistaður í borginni, nánar tiltekið Pravda hefði að geyma gegnsæjan spegil. Á mánudaginn mætti lögreglan á svæðið og kannaði klósettin vel og vandlega en komst síðan að þeirri niður- stöðu að ekkert athugavert væri við spegilinn. „Hér er einn spegill sem hægt er að sjá í gegnum báðar hliðar á og það er á klósettgangi og það er dökk rúða," segir Einar Ingason á Pravda. „Lögreglan kom hingað á þriðjudag og skoðaði spegilinn gaumgæfilega og þeir sáu að allt var hér með felldu og allt í lagi. Ég hugsa að þetta sé bara misskiling- ur ef þetta er hér. Ég veit ekki hvort þetta er rétta málið eða hvað en hér er allavega enginn spegill þar sem sést inn á klósett Sigurður Líndal, formaður nefhdar sem var skipuð til að rannsaka flug- slysið í Skerjafirði og allt sem því teng- ist, sendi daginn fýrir gamlársdag skýrslu sérffæðinganefndar sinnar um flugslysið í Skerjafirði til umsagn- ar. Skýrslan var send til fjögurra aðila sem ætla má að séu Rannsóknar- nefiid flugslysa, Flugmálastjóm, Leiguflug ísleifs Ottesen og Flugvélaverkstæði GuðjónsV. Sigurgeirs- sonar. Nefndin gefur þrjár vikur til að skila athugasemdum við skýrsluna. „Við vitum ekki enn hvort við fáum að gefa um- sögn," segir Friðrik Þór Guðmundsson, faðir drengs sem fórst eftir slysið. Aðstandendurnir Friðrik Þór Guð- mundsson Vill fá að gefa umsögn líka. eða einhver „private" svæði. Það sést ekki einu sinni í vaskana því þetta er alveg frammi á gangi á klósettinu,“segir Einar. hafa lagt á sig mikla vinnu til að hrinda málinu áfram. Meðal annars fengu þeir tvo breska sérfræðinga tiÉ^- að gera úttekt á rannsókn málsins. í henni kom fram margt sem þeim þótti ámælisvert í vinnubrögðum Rannsóknamefridar flugslysa og Flug- málastjómar. í framhaldi af því skip- aði Sturla Böðvarsson nefnd þriggja útlendinga og tveggja ís- lendinga undir forsæti Sigurðar Líndal, fýrrver- andi prófessors. Nefndin var skipuð í október árið 2002 fýrir hátt á þriðja ári. Verkefhið var að rannsaka flugslysið í Skerjafirði um verslunarmannahelgina 2000 sem hafði þær afleið- ingar að sex manns létust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.