Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 Helgarblaö XXV Eftir flókinn málatilbúnað hafa Tyrkir samið við Evrópusambandið um viðræður um aðild að því og hver sem spurður er játar að þær viðræður verði erfiðar og langar. Tyrkir eru fúsir til inngöngu, en spurt er á hvaða forsendum - evrópskir stjórnmálamenn eru margir mjög tvístígandi um hvað gera skal og óttast það ekki hvað síst, að almenningur í aðildarríkjum ES rísi gegn því að inn í sambandið komi svo fjölmennt íslamskt ríki. í Evrópu hafa margir stjórnmála- menn lagt áherslu á það, að það sé mikil nauðsyn að hleypa Tyrklandi inn í ESB vegna þess, að þar með sé opnað fyrir þýðingarmikla leið til þess að íslamskar þjóðir sjái sér yfir- leitt hag í því að koma tÚ móts við allt það sem einu nafni er kallað vestræn gildi. Aðrir hafa svo dregið í efa að þetta sé mögulegt: ekki síst vegna þess að tyrkneskt þjóðfélag sé of íjarlægt þeim vesturevrópsku og eigi tölvert í land að því er varðar lýðræði og einstaklingsfrelsi. Tekin eru mörg dæmi: til dæmis virtist það koma tyrkneskum þingmönnum nokkuð á óvart að þeim var fyrir skömmu ráð- lagt að hætta við að setja lög sem gerðu framhjáhald í hjónabandi refsivert - vegna þess að sl£k lög samrýmdust ekki mannréttinda- hugmyndum Evrópusambandsins. Helmut Schmidt, fýrrum kanslari Þýskalands, hefur í nýlegri grein lát- ið í ljós ótta við að það muni reynast Evrópu um megn að tosa Tyrkjum til þess nútíma sem menn vOja taka mið af. Það er ekki í verkahring Evr- ópusambandsins, sagði Helmut Schmidt í grein í Die Zeit, að færa aðUdarríkjum réttarríki, lýðræði og mannréttindi. Hann á við það að þeir hlutir verði að vera í lagi áður en tU aðUdar komi. Hvert stefna Tyrkir? Menn greinir á um áhrif íslamsks rétttrúnaðar á tyrkneskt samfélag í bráð og lengd. Þeir bjartsýnu segja sem svo: Spánn og írland voru fyrir 30 árum mun trúaðri samfélög en nú - með tUheyrandi afleiðingum fyrir löggjöf, stöðu kvenna og fleira. Því gætu Tyrkir ekki farið sömu leið, þeir eru þegar mun „veraldlegra" ríki en önnur múslímaríki? En þetta efast menn einmitt um og segja: svo mikið er víst að Erdog- an og stjórnarflokkur hans, AKP (kenndur við Réttlæti og Þróun), eru ekki á þessum brautum. Á stjórnar- tíma hans hafa áhrif klerkavaldsins eflst frá því sem áður var. Breska blaðið Guardian segir, að meðan AKP ráði reyni Tyrkir að tryggja sér sem mest af því sem Evrópusam- bandið getur boðið í efnahagsmál- um - um leið og Tyrkir breyti eins litlu og hægt er heima hjá sér. Og þá er ekki aðeins átt við áhrif klerka- veldis á samfélagið heldur og þá stórtyrknesku þjóðernishyggju sem enn í dag vUl ekki kannast við Armenamorðin Ulræmdu á dögum heimsstyrjaldarinnar fyrri. (En haft er eftir Hitler þegar hann var að leggja á ráðin um útrýmingu Gyð- inga að hann hafi sagt: Man nú nokkur eftir Armenunum?) Allra meina bót? MUcUl stuðningur í Tyrklandi við aðUd að ES skýrist að hluta tU með því að þar em margir hópar manna, sem kannski eiga í ýmsum væringum Heimsmálapistill Evrópumenn eru tvístígandi Þjóðarframleidsla í Tyrklandi er langtum lægri en annarsstadar i Evrópu. Þeir bjartsýnu segja sem svo: Spánn og írland voru fyrir 30 árum mun trúaðri samféiög en nú - með tilheyrandi afleiðingum fyrir iöggjöf, stöðu kvenna og fieira. Því gætu Tyrkir ekki farið sömu leið, þeir eru þegar mun „verald- legra" ríki en önnur múslímaríki? sín í mUli, en em með einkennUegum hætti sameinaðir í því að telja að að- Ud muni leysa vandamál hvers um sig. Þjóðernisminnihlutar eins og Kúrdar eða þá trúarlegur minnihluti eins og rétttrúaðir kristnir menn von- ast úl þess, að Evrópusambandið muni tryggja þeim öryggi og jafnvel einhverja sjálfstjórn í sínum málum. Bisnessmenn hafa þegar noúð hagnaðar af þeim samningum sem þegar eru gerðh: við ESB. Verkalýður- inn ætú auðveldara með að komast í launaða vinnu í Evrópu. Frjálslyndh: menn telja Evrópusambandið vörn bæði gegn ofríki íslamista og svo her- foringjaeinræði sem öðru hvoru hef- ur gert mönnum lífið leitt í Tyrklandi. Fólksflutningaóttinn Evrópumenn eru svo tvístígandi og margir slegnir ótta sem fýrr segir. Margir hafa hugann fyrst og fremst við efnahagslegar staðreyndir: þjóð- arframleiðsla á mann er í Tyrldandi aðeins um 30% af evrópsku meðal- tali - þetta er of mikill munur og dýr, hann verður alltof mikið álag á okkar þróunarsjóði. Bæði Þjóðverj- ar (þar sem nú þegar eru meira en 2 miljónir Tyrkja) og Frakkar ( sem hýsa amk. sex miljónir múslíma frá Norður-Afríku) telja sig eiga meira en nóg með að koma öllum þessum sæg nýbúa fyrir í samfélagi sínu. Einmitt nú á síðustu misserum hafa þær raddir gerst æ háværari í þess- um ríkjum sem segja að áætlunin um „íjölmenningarsamfélög" hafi mistekist. Mörgum verður starsýnt á það, að meðan fólksfjölgun í grónum ríkjum Evrópusambandsins hefúr stöðvast (eða þá að fólki fækkar) þá fjölgar Tyrkjum um eina miljón á ári hverju. Um þetta er sagt sem svo: svo mikil fólksfjölgun étur upp hagvöxt hvers árs og kannski meira til og hún leiðir til þess að ein helsta útflutningsafurð Tyrkja verður fólk. Ekki síst það fá- fróða sveitafólk sem verður fyrirffam dæmt til utanveltutilveru í evrópsk- um samfélögum - fyrir utan það, að íslamskir klerkar gera sitt til að herða á einangrun þess. Það eru ekki síst viðbrögð við áframhaldandi og kannski stórauknum búferlaflutning- um Tyrkja til efnaðri héraða Evrópu sem þeim stjórnmálamönnum sem samþykkt hafa aðildarviðræður við Tyrki stendur stuggur af. Þeir óttast að almenningur í eigin löndum, sem á eftir að keppa við aðkomumenn um láglaunastörf og þjónustu vel- ferðarkerfis sem víða er verið að skera niður, beini póliúskri gremju sinni gegn Tyrkjum. Með þeim afleiðingum að upp blossi úúendingahatur, eða hatur á múslímum af því tagi sem fyrir skemmstu skók af grunni sambýli heimamanna og aðfluttra múslíma í því umburðarlynda Holiandi. Hlutverk Bandaríkjanna Efahyggjumenn í liði evrópskra stjórnmálamanna óttast það einnig að innganga svo stórs og framandi ríkis muni stöðva samrunaferlið í Evrópu og gera það enn ólíklegra en nokkru sinni fyrr að koma á sameig- inlegri utanrflússtefnu ES-ríkja. Þeir hafa lflca áhyggjur af því sumir hverj- ir, hve kappsamir Bandaríkjamenn eru um að greiða götu Tyrkja inn í Evrópusambandið. Meðal þeirra eru menn eins og áðurnefndur Helmut Schmidt. Hann er ekki einn á báti þegar hann heldur því fram, að með þessu móti vilji Bandarfkjamenn koma sem mestu af erfiðleikum í samskiptum Vesturlanda við heim Islams yfir á Evrópusambandið. Og veikja það um leið - til að geta hafi þeim mun frjálsari hendur til að ráðskast með heiminn, án verulegr- ar samkeppni af hálfu lasburða og sundraðrar Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.