Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 55
DV Fréttir LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 55 Kaffitárstyrk- irflóðafólk Fyrirtækið KafBtár hefur ákveðið að styrkja þá sem eiga um sárt að binda eftir að flóðbylgja reið yfir Suð- austur-Asíu á annan í jól- um. Aðalheiður Héðins- dóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, segir í samtali við Víkurfréttir í Keflavík að ástæðan fyrir stuðningi fyr- irtækisins sé sú að það hafi selt kaffi frá Aceh á Súmötru í Indónesíu um tólf ára skeið. Kaffitár hefur því ákveðið að selja kaffi- poka þaðan á 700 krónur og setja allan peninginn í söfnun til styrktar fórnar- lömbunum. Kaffitár rekur kaffihús í Kringlunni, Bankastræti, Leifsstöð og Keflavík. Líflegt í Hveragerði Nú fer hver að verða síð- astur að sækja um lóðir í Hveragerði. Alls hafa borist 214 umsóknir í 32 lóðir við Valsheiði, Hraunbæ og Birkimörk í bænum. í bæjarráði Hveragerðis á fimmtudaginn, var tekið fyrir erindi frá Búmönnum, sem óskuðu eftir viðræðum við bæjarfélagið um breyt- ingar á deiliskipulagi. Bæjarráð vildi ekki viðræð- urnar, vegna þess hve margar umsóknir um lóð- imar höfðu borist. ísfirðingar hafa eign- ast nýja Guggu. Nýi bát- urinn er talsvert minni en gamla, gula Guggan, sem var stolt ísafjarðar áður en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lét flytja hana á brott. Báturinn, sem er 15 brúttótonn að stærð, er í eigu feðganna Guð- bjarts Ásgeirssonar og Ásgeirs Guðbjartssonar. Svefhpláss er fyrir ijóra í nýju Guggunni og þar er eldavél, örbylgjuoffi og ísskápur. Nýja Guggan er ekki gtrl eins og sú gamla. Reyndiað lengja fæturna Fegurðardísin Jessica Simpson segist hafa um ára- bil reynt að lengja fætur sínar sem hún telur vera alltof stutta. Móðir henn- ar hafði einnig áhyggjur af þessu og togaði hún því í þá á hverju kvöldi. „Mamma mín var hrædd um að ég yrði asna- leg í laginu því ég hef mjög langan búk en fætur sem myndu sóma sér vel á dverg. Þess vegna var hún sífellt að toga þá og teygja til að reyna að jafaa hlutföll líkamans,“ segir Jessica, sem augljóslega þarf ekki að hafa áhyggjur af vexti sínum lengur. Deilur eru um hvort starfs- og framkvæmdaleyfi álvers Alcoa á Reyðarfirði séu ógild vegna úrskurðar héraðsdóms. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaráls, segist ætla að halda sínu striki. M- og framkvœmda- leyfi fllcoa eru í hættu Héraðsdómur Reykjavíkur ómerkti úrskurð umhverfisráðherra um undanþágu álvers Alcoa á Reyðarfirði frá því að fara í um- hverfismat. Álver Alcoa þarf því að fara í nýtt umhverfismat. Alcoa ætlar ekki að una dómnum og hefur lýst því yfir að honum verði áfrýjað. Vegna málsins hafa komið upp spurningar um hvort framkvæmda- og starfsleyfi álversins séu gild. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvort framkvæmda- og starfsleyfi álvers Alcoa á Reyðarfirði séu gild vegna úrskurðar héraðsdóms um að umhverfismat sé ógilt. í lögum um mat á umhverfisáhrifum er tek- ið á tengingu umhverfismats og framkvæmdaleyfis en þar segir að óheimilt sé að gefa út leyfi fyrir framkvæmd nema fyrir liggi úr- skurður um mat á umhverfisáhrif- um eða ákvörðun um að fram- kvæmd sé ekki matsskyld. Heilbrigð skynsemi Hjörleiffir Guttormsson fyrrverandi iðnaðarráð- herra höfðaði málið gegn Alcoa. Hann segir að hægt sé að velta vöngum yfir því hvort leyfin falli úr gildi á stundinni þar sem áfrýjun á málinu geri dóm héraðs- dóms óvirk „Það er pólitískt og lagalega séð ákaflega hæpið að halda því til streitu að starfsleyfi sé gildandi án þess að niðurstaða á mati á umhverfisáhrifum liggifyrir." Hjörleif ur Guttormsson fyrrverandi iðnaðarráðherra. Segir forsendur leyfanna brotnar. an. Hann segir þó að ef dómurinn verði stað- Æ. festur í ý-Æ? Hæsta- jjk rétti og ~ um- ' hverf- @ f ismatið WgM dæmt h ’M ógiit séu m m forsendur I leyfanna . J brotnar. „Það W| m þarf ekki ann- b| W að en heilbrigða , skynsemi til að sjá það, lögin segja það.“ . Árni Finnsson formaður natt- úruverndarsamtakanna Segir Þorsteinn Már Sigurðsson forstjóri Fjarðaráls Segir starfs- og framkvæmdaleyfi gild hvernig sem fer. að það sé pólitískt og lagalega hæpið að starfs- og framkvæmda- leyfin haldián umhverfismats. Ákaflega hæpið Árni Finnsson, formaður nátt- úruverndar- samtaka ís- lands, segir fram- kvæmdaleyfi Alcoa vera í uppnámi eins og sakir standa en lík- lega muni framkvæmd- ir halda á meðan á áfrýj- unarferli stend- ur. öðruvísi muni þó horfa við ef Hæstiréttur staðfestir dóminn. „Það er pólitískt og lagalega séð ákaflega hæpið að halda því til streitu að starfsleyfi sé gildandi án þess að niðurstaða á mati á um- hverfisáhriffim liggi fyrir. Ég tel að hvorki Alcoa né stjórnvöld geti ekki rekið slíka stefnu.“ Falla ekki úr gildi Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaráls, segir að starfsleyfið hafi enn gildi þrátt fyrir dóm héraðs- dóms og því sé haldið áfram með ffamkvæmdir. „Við erum að skoða málið og athuga hver staðan er ef Hæstiréttur staðfestir dóminn. En ég á ekki von á því.“ Þarf ekki að fá endurnýjun á starfs- ogframkvæmdaleyfí ef dóm- urinn er staðfestur íhæstarétti? „Ef svo fer sé ég ekki að fram- kvæmda- og starfsleyfi falli sjálflcrafa úr gildi og reiknum við því með að fram- kvæmdir haldi óbreyttar áfram." tol@dv.is Lúðvík Geirsson býður íbúa Voga velkomna í Fjörðinn Vogar sameinist Hafnarfirði Enn lengra gæsluvarðhald í Dettifoss- málinu Amfetamínsmyglarar áfram í haldi „Fulltrúar sveitarfélaga hafa lýst yfir fullum vilja til að fylgja málinu eftir,“ segir Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri Hafaarfjarðar. Ríkur vilji er í Vogunum að sameinast Hafnarfirði í komandi sam einingarferli en ekki Reykja- nesbæ, eins og tillaga félags- málaráðuneytisins gerir ráð fyr- ir. Lúðvík Geirsson segir viðræður þegar haffiar og óskað hafi verið eftir því við ráðuneytið að fá að hefja undirbúning og vinnu varðandi hefð bundna sameiningu. Samstarfsneffid um sameiningu sveitarfélaga ffind- aði á miðvikudag- Luðvík Geirsson baej- arstjóri Hafnarfjarðar Segir viðræður um sam- einingu Voga og Hafnar- fjarðar í fullum gangi. inn í félagsmálaráðuneytinu. Sam- kvæmt heimildum DV var niður- staða fundarins sú að taka Vogana út úr sameiningu með Reykjanes- bæ og útbúa nýja tillögu þar sem Hafnarfjörður og Vogar myndu sameinast. Það er almennur vilji hér í bæntrm að fylgja þessu eftir. Menn sjá mikla möguleika í samein- ingu þessara tveggja sveitarfélaga.“segir Lúðvflc Geirsson, sem heffir óskað eftir að kosningar um sam- eininguna verði í haust, en ekki 23. apríl, eins og gert er ráð fyrir. Tveir menn á þrí- tugsaldri, Reynir Davíð Þórðarson og Hinrik Jóhannsson voru á föstudaginn úrskurð- aðir í 6 vikna lengra gæsluvarðhald vegna þáttar þeirra í einu stærsta fflcnieffiamáli seinni ára. Það komst upp þegar mikið af am- fetamíni, kókaíni, hassi og LSD fannst við leit í Dettifossi og í Hollandi. Tollgæslan fann átta kfló af amfetamíni, falið inni í loftpressu sem var send á véla- verkstæði með Dettifossi en í annað skipti fundust þrjú kfló af amfetamíni í klefa háseta á sama skipi. Reynir og Hinrik eru þeir sem fyrst- ir vom handteknir í mál- inu; Reynir í húsi í Reykjavflc ásamt stúlku þar sem grunur lék á am- fetamínsölu og Hinrik þar sem hann vitjaði bögguls með LSD í Vest- mannaeyjum. í síðustu viku var þriðji maðurinn í málinu, Óli Haukur Val- týsson úrskurðaður í jaffi langt gæsluvarðhald en hann var sá sem var handtekinn í Hollandi og ffamseldur hingað til lands. Tveir aðrir sitja í gæsluvarð- haldi á Litla-Hrauni út af þessu máli, =* Jón Arnar Reynisson og Jóhann Helgi Kristinsson. Dettifoss Einn skipverji enn í haldi afskipinu sem flutti am- fetaminið til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.