Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 27
DV Helgarblaö LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 27 lyftum veggnum heyrðum við að hann kallaði: „Hjálp, ég er að kafna!“ Við týndum allt lauslegt dót ofan af honum. Allt í einu kom h'til hönd á móti mér. Ég fór umsvifa- laust úr vettlingunum og greip um höndina og hélt í hana meðan drengurinn var borinn í fiystihúsið á börunum. Hann var allur marinn og hruflaður en að öðru leyti hress, grét ekki og talaði rólega,“ sagði björgunarsveitarmaðurinn Rafn Pálsson í samtah við DV. Rafn fann Tomasz Lupinski grafinn í snjóinn þar sem hann hafði legið í tæpan sólarhring. „Maður var náttúrlega í nokkurs konar losú eftir þessa lífsreynslu... Sem betur fer lenti ég ekki í því að finna einhvern hinna látnu en engu að síður er minningin sár. Maður gleymir því sjálfsagt aldrei að finna föt og leikföng þeirra barna sem létu lífið í hamförunum." Fjórtán látnir, þar af átta börn Um morguninn og síðar þann dag fundust svo þeir fimm sem enn var saknað allir látnir. Tóh manns sluppu því í það heila lifandi úr flóð- inu en fjórtán létust, þar af átta böm. Sorgin var vitaskuld mikil, ekki bara meðal Súðvíkinga og aðstand- enda þeirra heldur einnig hjá björg- unarfólki sem og þjóðinni allri. „Þetta var vægast sagt hryllilegt ástand. Þetta var nánast eins og að koma inn í annan heim. Eyðilegg- ingin var algjör, allt í rúst og brak úti um allt. Það var blindbylur, snjór og stormur. Það var á köflum erfitt að standa á fótunum, hvað þá að standa í mokstri og leitarstörfum," sagði Skafti Ehasson í samtah við DV en hann var tvítugur þegar flóðið féll og einn þeirra sem tók þátt í björgunaraðgerðunum. Hann sagðist hafa bmgðist snöggt við þegar fréttist af því sem gerðist í Súðavík og þegar haldið af stað ásamt fleiri sjálfboðahðum frá ísa- firði. „Meðan björgunarstarfið stóð yfir hugsaði maður ekki um neitt annað," rifjaði Sigríður Hrönn Ehasdóttir, þáverandi sveitarstjóri í Súðavík, upp í samtali við DV á sín- um tíma. „Mfn fyrstu viðbrögð vom að fylgja skipulaginu. Ég leyfði mér ekkert að hugsa um sjáha mig fyrr en ég var komin um borð í Haffara eftir að leit var lokið á þriðjudags- kvöldinu. En þegar ég var komin um borð í skipið brotnaði ég ger- samlega saman. Ég dofnaði öh, fékk krampa og varð alveg stff. Svo grét maður og þá fyrst fékk maður útrás." Ein stór fjölskylda Helstu björgunaraðgerðum lauk þegar búið var að grafa alla upp úr sjónum. Þá þurfti aftur á móti að glíma við hina miklu sorg og and- lega vanlíðan sem íbúar Súðavíkur og aðrir sem upplifðu atburðina á einn eða annan hátt þurftu að glíma við. Fólk var haft undir eftirliti lækna, presta og hjúkrunarfræðinga sem veittu áfahahjálp. „Súðvíkingar em flestir nátengd- ir innbyrðis og það tekur hvert áfall- ið við af öðm. Ekki aðeins hefur fólkið lent í þessum miklu raunum heldur er það nú að fá fréttir af afdrifum hvers annars og áföllin koma smátt og smátt í ljós hjá hverj- um og einum,“ var haft eftir Rúdoh Adohssyni geðhjúkrunarfræðingi, sem var einn þeirra sem veitti fólk- inu áfallahjálp, skömmu eftir að flóðið féh. Margir leituðu aðstoðar sérfræð- inga eftir hamfarirnar tfl að ræða um þessa hræðflegu upplifim. Sumir treystu sér ekki til að snúa aftur til að skoða ummerkin á með- an aðrir létu sig hafa það. Það tók misjafnlega á menn að koma aftur tU Súðavíkur. Sumir gátu aUs ekki hugsað sér að setjast þar að aftur á meðan aðrir ákváðu að láta hörm- ungarnar ekki hrekja sig á brott. Einn þeirra sem snéri aftur var Frosti Gunnarsson sem var bjargað ásamt konu sinni og dóttur eftir nokkurra klukkustunda veru í snjónum. „Maður verður aUtaf fyrir áföU- um í Ufinu en það heldur áfram hvað svo sem á dynur. Við búum aUs staðar við hættur, ekki síður annars staðar en heima. Okkur hafði ekki komið tfl hugar að snjó- flóð gæti faUið á þessum stað,“ sagði Frosti við DV á sínum tíma og var staðráðinn í að snúa aftur heim tfl Súðavíkur. Það gerði hann og þar hefur hann búið ásamt fjölskyldu sinni síðan. Miðhluti þorpsins horfinn Næstu daga eftir að snjóflóðið féU á Súðavík féUu nokkur önnur snjóflóð á Vestfjörðum sem var ekki til þess að stappa í menn stálinu. f einu þehra sem féU á bæinn Gmnd í Reykhólasveit fórst einn maður en annar bjargaðist. I febrúar lést svo maður í Bláfjöllum skammt frá Reykjavflc þegar snjóflóð féU þar. Félagi hans bjargaðist hins vegar. Fimmtudaginn 19. janúar skán- aði veðrið í Súðavik loksins og var fjölmiðlum þá boðið að koma og skoða hamfarasvæðið. Þá var helstu björgunarstörfum lokið þótt mikið verk væri enn fyrir höndum við að hreinsa tfl í bænum og koma raf- magni aftur á svo eitthvað sé nefnt. Það var ekki fögur sjón sem blasti við mönnum sem heimsóttu Súða- vík þremur dögum eftir snjóflóðið. Af þeim 70 húsum sem í bænum voru stóðu ekki nema 48 eftir. 22 hús voru gjörónýt eða stórskemmd og miðhluti þorpsins var hreinlega horfinn. Það sem eftir stóð var stöku veggur og brak úti um aUt. Hvar- vetna mátti sjá leikföng, föt, sæng- ur, bfla, reiðhjól, húsgöng og brot úr húsum sem minntu á það sem hafði gerst nokkrum dögum fyrr. Þetta 230 manna sjávarþorp var ekki svipur hjá sjón eftir snjóflóðið en þrátt fyrir það átti bærinn eftir að verða endurreistur á nýjiun stað. Nýr bær hefur nú risið á eyrinni í bænum sem er í nokkurri fjarlægð frá svæðinu sem snjóflóðið lagði í rúst. Bærinn á nú að teljast nokkuð öruggur fyrir snjóflóðum. Síðustu daga hefur veðrið á Vestfjörðum verið mjög slæmt. Raunar segja þeir sem tU þekkja að veðrið hafl ekki verið eins slæmt í tíu ár, eða síðan flóðið afdrifaríka féU. Þetta hefur ef- laust vakið upp sárar minningar hjá þeim sem upplifðu hörmungamar á sínum ti'ma. Sértil sólar Undir það tekur LUja Óskars- dóttir sem bjó að Nesvegi 3 á Súða- vik þegar flóðið féU. Hún komst af sjálfsdáðum úr flóðinu ásamt fjöl- skyldu sinni fyrir 10 árum en segir veðrið þá hafa verið mun verra en síðustu vikur og daga. „Þetta er samt fyrsta slæma veðrið hérna á Vestfjörðum síðan flóðið féU. Það hefur enginn vetur verið hérna síðustu ár. Nú hefur snjóað og vindurinn blásið en ég er viss um að það fer alveg að koma sól,“ sagði LUja í samtali við DV fýrh skemmstu. Lífið á Súðavík gengur í dag sinn vanagang þótt enginn eigi nokkurn tíma eftir að gleyma þessum miklu raunum. Hamfarhnar ristu djúp sár í sálh ibúanna og þau sár eru enn að gróa. Atburðhnir höfðu líka mikfl áhrif á landsmenn aUa sem sýndu mikinn samhug eftir hamfarirnar. Þegar var farið af stað með lands- * Vúif1 I Þorpið klofið í tvennt Eftir snjóflóðið I vantaði hreinlega allan miðhluta I Súðavíkurþorpsins. söfiiun tfl að safna fé fyrir Súðvík- inga undh nafninu Samhugur í verki. Þar söfnuðust meira en 200 mflljónh sem nýta átti tfl að bæta hús og mannvirki sem eyðUögðust. En annað tjón og öUu meha verður þó aldrei bætt; manntjónið. Menn liugguðu sig við það að þeh hefðu lært af reynslunni og að svona hrikalegir atburðir gætu varla gerst aftur í nánustu framtíð. Því miður þurftu menn þó ekki að bíða nema í níu mánuði efth að annað eins áfaU dyndi yfh því undh lok október þetta sama ár féU flóð af svipaðri stærðargráðu á Flateyri. AUs urðu 19 hús þar fyrh barðinu á flóðinu og 45 manns grófust undir. Margh náðu sjálflr að grafa sig út og nokkrum var bjargað en 20 manns létu þó lífið í þeim harmleik. AUs létust því 34 einstaklingar vegna snjóflóða á árinu 1995. Hjördís Björnsdóttir, 37 áta Hjördis Björns- dóttir fæddist í Reykjavik 7 5. október 7 957. Hún fórsti Snjóflóðinu á Súða- vik ló.janúar árið 7995 ásamt tveimur dætrum sinum, þeim Birnu Dis og Helgu Björk Jónasdætrum. Eiginmaður Hjördisar, Jónas Hrólfsson, og elsta dóttir þeirra, Sigurrós, lifðu raunirnar af. Hjördis, eða Hjödda eins og vinir hennar kolluðu hana, var yngst átta systkina og þótti alltafmjög fjörug og skemmtiieg. Hún var ein- staklega lífsglöð og bar- áttuglöð sem sýndi sig meðal annars iþvi að hún greindist með sjaldgæfan og hættulegan sjúkdóm sem henni tókst að sigrast á. Hjödda var alltafmið- punktur gleðinnar þegar fólk kom saman til skemmtanahalds, hún var mjög söngelsk og hreif aðra með sér i lífsgleðinni. Birna Dís Jónasdóttir, 14ára Birna Dis Jónas- dóttir fæddist 23. ágúst árið 1980 en lést ásamt systur sinni og móður í snjóflóðinu á Súðavik sem féll þann 16. janúar árið 1995. Birna Dis hafði búið ásamt fjölskyldu sinni á Súðavík í um tvö ár þegar hörmungarnar riðu yfir. Þegar börn á þessum aldri flytjast búferlum eiga þau oft erfitt með að aðlagast nýja staðnum en svo var þó ekki um Birnu Dis og litlu systur hennar, Helgu Björk. Þær kunnu vel við sig á Súðavík en Birna Dis þótti mjög félagslynd og skemmtileg ung stelpa. Helga BjörkJónasdótt- ir, lOára HelgaBjörk Jónasdáttir kom i heiminn þann 17.maíárið 1984. Hún var þvi ekki nema 10 ára þegar náttúruöflin tóku lífhennar, systur hennar og móður, ásamt ellefu annarra ibúa Súða- vikur þennan örlagaríka dag árið 1995. Sigurborg Árný Guð- mundsdóttir, 66 ára Sigurborg Árný fæddist á Eyri i Skutulsfirði 14. ágúst 1928. Sigurborg var aldrei kölluð annað en Bogga og undirþví nafni þekktu Súðvikingar hana. Hún hafði búið i bænum i nokk- ur ár áður en hörmungarn- ar áttu sér stað. Vinir Boggu lýstu henni sem ákaflega traustri og góðri manneskju, hlédrægri og jafnvel feiminni. Hún var ekki allra en sannur vinur vina sinna. Sigurborg lét eftir sig þrjú uppkomin börn og barnabörn. Hrafnhildur Kristfn Þorsteinsdóttir, 1 árs Hrafnhildur fæddist þann 8. september 1993. Hún var dóttir hjónanna Sigrið- ar Rannveigar Jónsdóttur og Þorsteins Arnar Gests- sonar en hún var aðeins 17 mánaða gömul þegar snjóflóðið tók lífhennar. Foreldrar hennar björguð- ust úr flóðinu, rétt eins og systir hennar Linda Rut, sem var grafin upp eftir fimm tíma i snjónum. Amma og afi Hrafnhildar litlu, foreldrar Þorsteins, þau Hrafnhildur Þorsteins- dóttir og Sveinn Gunnar Salómonsson, fórust einnig í flóðinu. Sveinn Gunnar Salómonsson, 48 ára Sveinn Gunnar Satómons- son fæddist i Reykjavik 29. október 1946 en lést ásamt konu sinni, Hrafn- hildi Kristinu Þorsteins- dóttur, og barnabarni, Hrafnhildi Kristínu Þor- steinsdóttur yngri, þegar snjóflóðið féll á Súðavik. Sveinn Gunnar, eða Svenni eins og hann var alla jafna kallaður, átti átta systkini og skildi eftir sig tvö börn og fósturson. Hann rak söluskála Skeljungs á Súðavik af myndarskap ásamt konu sinni og varð skálinn eins konar mið- stöð bæjarins þar sem margir kiktu i heimsókn, jafnvel oft á dag. Hjónin þóttu alltaftaka vel á móti gestum og voru höfðingjar heim að sækja, hvort sem var í heimahús eða bara i sjoppuna þeirra. Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir, 49 ára Hrafnhildur Kristín Þor- steinsdóttir eldri var fædd i Reykjavik 2.júli 1945. Hún lést ásamt eiginmanni sínum og alnöfnu og barnabarni, Hrafnhildi Kristínu Þorsteinsdóttur yngri. Hrafnhildur, eða Habbý eins og hún var alltaf kölluð, skildi eftirsig fjögur börn og barnabörn. Hrafnhildur fluttist til Súðavíkur árið 1982 og bjó þar og starfaði ásamt eiginmanni sinum allt til dauðadags. Saman ráku þau Skeljungsverslun í bænum og þangað komu flestir Súðvikingar marg- sinnis í viku, ekki bara til að versla heldur einnig til að eiga við þau tal þvi hjónin þóttu alltaflétt í lund, lífsglöð, skemmtileg og jákvæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.