Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 Helgarblaö DV Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins Sigrún er i senn ánægð og glöð med viðbrögð þjoðar- innar við söfnun til hjálparstarfa a floðasvæðunum i Asiu Sigrún Árnadóttir varð ung mamma og henni var ungri falin ábyrgðarstaða hjá Rauða krossi íslands. Og amma varð hún á síðasta ári. Hún spjallar hér um uppeldi sitt í hópi fimm syst- kina á Eskifirði, móðurhlutverkið, starf sitt sem er henni að vissu leyti hugsjón og síðast og ekki síst um ástina í lífi sínu sem hún kynntist fyrst í Rússlandi og fylgdi henni heim til íslands. Eg verð ánægð með öll þau framlög sem safn- ast til viðbótar við þær hundrað milljónir sem menn hafa þegar látið af hendi rakna. Við- brögðin hafa verið ótrúleg og ánægjulegt hvað allir eru samtaka um að safiia til hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda,“ segir Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross íslands sem þessa dag- ana stendur í stórræðum ásamt fólki sínu og öðrum hjálparsamtökum við að safita peningum til uppbyggingar hjálparstarfs á flóðasvæðunum í Asíu. ,Allt fé sem safiiast mun koma að notum, þörfin er gríðarleg og þeg- ar neyðaraðstoðinni lýkur hefst mik- ið uppbyggingarstarf sem mun taka ár, ef ekki áratugi," bætir Sigrún við. Sigrún veit hvað hún er að tala um því sannarlega er þetta ekki fyrsta söfnunin sem hún vinnur að. Hún var tiltölulega ung þegar hún hóf störf hjá Rauða krossinum og varð fljótlega framkvæmdastjóri. Aðeins liðlega þrítug. „Já, ég býst við að það hafi verið talið dálítið óvenjulegt. En ég var að vinna hjá Rauða krossinum þegar ég var settur framkvæmdastjóri og fannst eðlilegt að sækja um þegar staðan var auglýst. Kannski fannst mönnum ég ung og óreynd en eigi að síður var mér treyst fyrir þessari ábyrgðarstöðu og var vel studd af stjórn félagsins," segir hún og bætir við að síðan séu tólf ár liðin. Ung einstæð móðir í ábyrgð- arstöðu „Ég var liðlega þrítug, einstæð móðir og fannst þetta mikil áskorun. Auðvitað var ég smeyk enda vissi ég hvað þetta var mikið verkefni." Hún segist ekki hafa séð eftir því enda hefur henni liðið vel í starfi sínu og þeir sem til þekkja telja hana hafa leyst það vel af hendi. Hún segist telja að sinn stíll sé að leggja áherslu á samvinnu, laða ffam frumkvæði og fela fólki ábyrgð á verkefnum og stuðla að góðri liðsheild. Uppbygging Rauða krossins er tiltölulega flókin og oft þarf að sætta ýmis sjónarmið inn- an félagsins. Sigrún býr á einum fallegasta staðnum í Kópavogi, með útsýni yfir voginn. Heimili hennar er fal- legt og stflhreint. Hún segist vera mikið fyrir að vera heima og þykir fátt notalegra en sitja og lesa góða bók. „Viltu kaffi?" spyr hún um leið og hún býður til stofu. „Já, auðvitað er ég með alvörukaffi," svarar hún hlæjandi og lagar espresso og býður sörur frá jólum. Þær hverfa fljótt, jaðrar eiginlega við dónaskap, enda afar ljúffengar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.