Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 15
DV Helgarblað LAUGARDAGUR I5.JANÚAR2005 15 Henni finnst ekkert málað dansa fyrir sama manninn nak- in I klukkutíma inn i þröngum klefanum, enda eru launin góð. Kristfnu líkar starfið vel Hún segir mennina ræða persónuleg mál sín á meðan hún dansar nakin í kjöltu þeirra. Leitar ekki aO astinni i vinnunni „Ég kom bara til að prófa og er búin að vera hér í 5 ár,“ segir Kristína, 25 ára nekt- ardansmær frá Tékk- landi. Hún byrjaði að vinna fyrir sér sem módel og starfaði við það á Ítalíu um tíma. Henni líkaði ekki bransinn sem skyldi, segir stundum hafa verið án verkefna vik- um saman. Hún sneri því aftur til Tékklands þar sem módelskrif- stofan bauð henni starf á íslandi. Hún komst fljót að því að um allt annars konar starf væri að ræða en í tískubransanum. Kristína hugsaði sig um og ákvað að slá tii, enda starfið stöðugt með lágmarks launatryggingu sem er dágóð upphæð í hennar heimalandi. Hún segir auðvelt að festast í þessu starfi á íslandi sem hún sinnir nokkra mánuði á ári. Þess á milii fer hún heim og slappar af með íjölskyldu og vinum með fullar hendur íjár sem hún aflar sér með útgerð sinni á íslandi. Henni líkar vel við starfið þó hún segist vera ákaflega feimin í eðli sínu. „Ég er mjög feimin og óframfærin í eðli mínu. Mér finnst til dæmis mjög erfitt að eiga frumkvæðið að því að nálgast karl- mennina á staðnum. Þeir koma yfir- leitt til mín og bjóða mér upp á drykk. Svo tölum við saman í smá stund og venjulega fylgir einkadans í kjölfarið," segir þessi failega feimna stúlka frá Tékklandi. Hún er ánægð með starf sitt og segist njóta þess sem hún er að gera. Að finna ástina á íslandi „Starfið byggist mest á samskiptum við karlmenn. Flestir sem hingað koma eru miðaldra menn sem vilja Kjöltudansinn gef- urvel FráóOOOkrón- um og upp i 120 krónur fyrir dansinn. Er ekki að leita En gæti 1 vet hugsað sér að búa á Is- Ki Iandi efbún yrði ástfangin. spjalla um allt mögulegt. Sumir tala um fjölsky'lduna sína, konuna og bömin. Svo tala þeir um vinnuna sína og allskyns hugaróra sem þeir hafa. Það kemur fyrir að þeir vilji bara spjalla og því verður dansinn stundum aðeins lítill hluti af samskiptimum," segir Kristina. Hún kann ágætlega við sig á fslandi þar sem hún á nokkuð marga vini, eftir að hafa starfað hér meira og ininna í 5 ár. „Ég á bæði ís- lenska og erlenda vini hér. Sumar vin- konur mína á íslandi eru stelpur sem hafa komið hingað að dansa og orðið ástfangnar af íslenskum mönnum sem þær eignast svo böm með. Forú'ð þeirra er oft viðkvæm gagnvart ætt- ingjum og vinum mannsins enda virð- ast vera ákveðnir fordómar gagnvart þessu starfi hér," segir Kristína sem finnst ekkert mál að dansa nakin þó hún sé í rauninni feimin sveitastúlka frá Tékklandi sem þorir varla að yrða á karlmenn af fyrrabragði. Gæti hugsað sér íslenskan mann Hún hefur ekki orðið ástfangin á fs- landi þó hún hafi átt kærasta áður en hún fór að dansa á íslandi. Kærastinn í Tékklandi gat ekki sætt sig við starfið þó að hún þénaði margfalt meira en hann. „Ég held að það séu litlar líkur á því að maður gæti orðið ástfangin af manni sem maður dansar fyrir hér. Mér finnst mikilvægt að aðskilja einkalíf mitt frá vinnunni og ef ég hitú mann á íslandi, þá er líklegra að það yrði á kaffihúsi eða í líkamsræktarsaln- um. Strákarnir, sem maður dansar fyr- ir hér, spara ekki yfirlýsingarnar á meðan maður er að dansa fyrir þá. Þeir tala stöðugt um hvað ég sé falleg, vel vaxin og kynæsandi. Þetta er allt hluú af starfinu og ekkert sem maður tekur í raun persónuiega. Það hefur alla vega engimi maður náð að heilla mig svo mikið að mig hafi langað að hitta hann utan vinnutíma,“ segir Kristína sem útilokar þó ekki að finna ástina á íslandi eins og sumar tékk- neskar vinkonur hennar, sem eru hættar að dansa og hafa eignast fjöl- skyldu með íslenskum körlum. Kyssir ekki kúnnann Kristína segir íslenska karlmenn ai- mennt vera kurteisa. „Flestir eru þeir án vandræða. Það kemur þó alltaf fyr- ir að maður lendir í einhverjum vand- ræðum. Ef þeir reyna að gera eitthvað ósiðlegt, þá kallar maður bara á dyra- vörð og lætur henda viðkom- andi út. Ég h'ð enga kossa eða nánar snertingar, það er of persónulegt fyrir mig. Maður lendir líka í því að menn séu ofurölvi og reyni að káfa á manni eða þukla á sjálfum sér. Þá fer ég bara og kalla á dyra- verðina sem henda þeim út. Flestir sem hingað koma eru ekki að sækjast eftir öðru en að horfa á mann og fá að spjalla og slíkt. Þeir sem ern að leita að einhverju meiru fara væntanlega eitthvert annað," segir Kristína. Þénar meira en fjölskyldan heima Hún segir það gerast öðru hvoru að dansarar hitti stráka í vinnunni sem þeim líst vel á og þeim langi jafnvel heim með. „Það eru mjög strangar reglur hér og ef stúlka lætur þetta eftir sér, gæti hún misst vinn- una hér.“ segir Kristína. Hún hefur mikinn áhuga á hkamsrækt og reynir að æfa eins mikið og hún getur þegar hún er ekki að vinna. Hún er að spá í aö hætta í bransanum að ári liðnu og fara í skóla og læra að verða sjúkra- þjálfari en ætlar að reyna að safna sér peningum áður. Hún segir for- eldra sína ánægða með dóttur sína sem þénar margfalt meira en flestir í fjölskyldunni. „Það er mikið at- vinntfleysi heima. Fjölskylda mín býr í litlum bæ í Tékklandi og þar er að meðaltali svona 35 prósent atvinnu- leysi. Ég get því verið ánægð með mín laun, fyrir utan það að vinna við eitthvað sem ég hef ánægju af. Ég er mjög hamingjusöm og nýt lífsins í því sem ég er góð,“ segir Krisúna sem er hæglát og róleg. Hún er ein vinsælasta dansmey bæjarins, gull- falleg stúlka sem menn treysta fyrir sínum dýpstu leyndarmálum. oir strippar i laumi Ég er mjög feimin og óframfærin í eðli mínu. Mér finnst til dæmis mjög erfitt að eiga frumkvæðið að því að nálgast karlmennina á staðnum. Þeir koma yfirleitt til mín og bjóða mér upp á drykk. Svo tölum við saman í smá stund og venjulega fylgir einkadans í kjölfarið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.